16.12.2014 | 14:24
Þrjú hundruð greind með krabbameinsgen
Svo segir í Fréttablaðinu í dag.
Hvernig stendur á því að læknar stíga ekki fram til að koma einhverju viti í þessa umræðu um fólk í áhættuhópi. Það fólk þarfnast upplýsinga sem ekki valda hlutaðeigandi ótta og hræðslu.
Fyrir mörgum árum las ég haft eftir læknum að krabbameinsfrumur væru alltaf að fæðast í líkama manna, og fæstar þeirra ná að valda tjóni, vegna þess að þær deyja jafnharðan.
Eingöngu þar sem fólk lifir óskynsamlega og fer illa með heilsu sína, þar getur þessi krabbameinsmyndun haldið áfram þar til í óefni er komið.
Og ég segi enn og aftur. Hvernig stendur á því að læknar hér á landi stíga ekki fram til að koma einhverju viti í þessa umræðu og sjúkdómamaníu, þar sem fólk gengur svo langt í ofsahræðslu sinni, að það lætur skera af sér brjóstin!
Það er hámark villugöngu og hamsleysi, sem mér finnst að læknar hafi þeim skyldum að gegna, að koma til hjálpar og fá vit í umræðuna, þegar fólk missir sig algjörlega.
Mér virðist þessi sjúkdómaleit vera alveg búin að kollsigla sig, og tími komin til að draga í land.
Það eru stór fyrirtæki sem hafa það verkefni og tilgang að finna upp sjúkdóma og lyf við þeim.
Þessi fyrirtæki hafa hag af því að skapa fjöldahræðslu við hvers kyns sjúkdómum, og blása þá upp, og bjóða svo lyf til lausnar og lækningar.
Þetta er hringrás sem býður upp á heilmikil umsvif á sviði sjúkdóma og lyfja.
Hún er til þess fallinn að gefa af sér miklar tekjur, því við vitum öll að heilsan er ómetanleg og verðmiði á hana er enginn til.
Læknastéttinn talar allt of lítið um hin margvíslegu ráð sem eru handbær, svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu fram á elliárin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.