10.3.2015 | 14:36
Bólusetningavinir - það nægir ekki að bólusetja við fæðingu!
Í grein þessari segir skírt og skorinort að látir þú bólusetja barnið þitt elskulegt, strax og það sér heiminn, þá sé það ekki varið lengur en fram að eins árs afmælinu!.
Þannig skil ég þessa frétt.
Það þarf að bólusetja aftur við 18 mánaða aldur.
Ég bið fólk að hugleiða þessa alvarlegu frétt um gildisleysi bólusetninganna, að þær duga ekki nema að þær séu endurteknar eftir eitthvert tímabil.
Hvað um allt álið og varasama efnið sem fylgir með í kaupunum, getur þessi ungi veikbyggði líkami þolað álagið?
Það eru margar spurningar sem vakna við þessa frétt og þeir sem eiga ungabörn ættu nú að fara að læra sjálft um bólusetningar og skilja hvað verið er að gera við mannskapinn, og foreldar eru með í höndunum fyrstu árin.
Ekki varað við ferðalögum vegna mislinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru einhverjir foreldrar tilbúnir að sýna fram á að þessar bólusetningar skipti engu máli?
Eru einhverjir foreldrar tilbúnir að sleppa því að fara með börnin sín í allar þessar bólusetningar og veðja á að barnið komist til fullorðinsára án skaða?
Jón Þórhallsson, 10.3.2015 kl. 15:03
Sæll Jón og takk fyrir innlitið.
Við göngum nú nokkuð svipaðan stíg í sambandi við fljúgandi diska, en þar hef ég sótt fróðleik í þín fótspor og þakka þér fyrir að vera búin að kynna þér þau mál svona itarlega og ég fengið hlutdeild í þeim.
Mér datt nú í hug að leggja til við þig að ganga jafn ítarlega og af jafn miklum krafti í það að kynna þér bólusetningar - ekki svona eins og fjöldin gerir, sem lætur nægja opinberar tilkynningar, heldur að þú farir í ferðalag um lendurnar og kafir djúpt, og skoðir hina hliðina á þessu máli, sem flestir reyna að þagga niður því það er óþægilegt mál fyrir marga. Fjöldi manna út um allt vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eiga hagsmuni að gæta.
Ekki er við að búast að fólk sem hefur atvinnu hjá þessum aðilum, fari að brydda upp á óþægilegum málum fyrir vinnuveitendur. Það er því aðeins fólk sem er algjörlega frjáls og óháð sem getur talað hreinskilningslega.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.3.2015 kl. 17:51
Sæll Sigurður.
Spurningunni er ennþá ósvarað.
Veistu af einhverju fólki hér á íslandi sem væri tilbúið að sleppa því að fara með börnin sín í allar þessar bólusetningar og veðja á að barnið komist til fullorðins-ára án skaða?
Jón Þórhallsson, 10.3.2015 kl. 22:27
Já Jón, ég er í grúppu á FB þar sem mæður eru að ala upp óbólusett börn.
Þessar mæður deila reynslu sinni á þeim vettvangi.
Þær eru margar viðkvæmar og vilja ekki vera út í umræðunni og lenda í átökum og leiðindum við allt mögulegt fólk sem hefur aðrar skoðanir á málinu.
En Jón, þú svarar ekki áeggjan minnium að þú kynnir þér málefnið af alvöru, það var ég að vonast eftir, því þú virðist svo nákvæmur og kraftmikill í öðrum efnum sem þú hefur hellt þér út í.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.3.2015 kl. 06:10
Kastljós þyrfti helst að fylgjast með slíkum hóp reglulega; til að sýna fram á að börnin komist í gegnum lífið án þess að fá einhverjar pestir.
Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvert fólk sem að væri tilbúið að stíga fram og sýna fram á að þetta sé hægt.
Jón Þórhallsson, 11.3.2015 kl. 08:21
Já, auðvitað væri það gott og blessað, Kastljós hversu ágætt sem það er, er ekki beint ákjósanlegur staður fyrir flókin og viðkvæm mál, því þar er alltaf verið að slá keilur og það er ekki öllum fært að lesa í málin á hlutlægan hátt. Það er of mikið af upphrópunum og rannsóknarrétti, sem leitar ekki endilega sannleikans nema að hluta til. En nóg um það.
Það er ekki eins og allir hafi verið bólusettir á jarðarkringlunni og ef við lítum yfir sviðið þá eru vestræn þjóðfélög ekkert sérstaklega mikil fyrirmynd með réttan lífsstíl og heilbrigða þegna.
Sjáðu offituna í Bandaríkjunum, þetta útlit á fólkinu er klár vísbending um rangar matarvenjur.
Hvað segir þú svo við því að ég og margir fleiri tökum aldrei á móti flensusprautum sem boðnar eru hverjum sem vill á hverju ári. Og við fáum síður flensu en annað fólk. Er það ekki eitthvað til að taka mark á.
Jú vissulega er þetta ein hlið málsins. En svo er önnur sú að það er svo hrópandi rangt að taka nýfætt barn og byrja að stinga sprautum í það. Ég hélt nú að slík aðgerð ætti að hringja mörgum bjöllum. Séðu litlu börnin fyrfir þér, svona lítil og sæt og saklaus, nýkomin í heiminn og þá hefur almenningsálitið í krafti almannasefjunar tekið þessi litlu börn í pott hagsmunaaðila, sértaklega er það lyfjaiðnaðurinn sem þarf að selja sínar afurðir, með öllum þeim aukaverkunum sem þar liggja í leyni.
Eiturefnafíklar sem stinga sig með sprautum, hafa leyfi til að eyðileggja sig vegna þess að þeir eru sjálfum sér ráðandi. Litlu börnin geta ekki verndað sig sjálf og þau eiga að njóta vafans, því að þegar fullorðinn maður hefur rangt fyrir sér og það bitnar á honum sjálfum þá er einhverjar sanngirni gætt, en þegar börn eru fórnarlömbin þá er það orðin glæpur gegn mannkyninu.
Þetta er kjarni málsins.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.3.2015 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.