Hjálpum landlæknisembættinu að bæta lýðheilsuna

Vegna þess að Landlæknir hefur sýnt áhuga á að gefa okkur ráð til að bæta mataræðið, þá vil ég gjarnan tjá gleði mína með þessa nýju vendingu, því hún er sannarlega þörf og jákvæð.

Svo vel vill til, að einmitt í dag var mér að berast merk bók, frá landi allra landa (Bandaríkjunum!), sem á erindi við landlæknisembættið, eins og alla aðra fróðleiksfúsa landsmenn.

blood_sugar_solution-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bókin skartar meðmælum frá fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.


Fólk á að borða heilkorna brauð, segir Landlæknir

Guð láti gott á vita, sagði fólkið í gamla daga, þegar einhver tók sig á og bætti ráð sitt með góðu innleggi.

Þetta datt mér í hug er ég sá ráðleggingu frá Landlækni með áeggjan um að fólk borðaði gróft brauð. Heilkornabrauð draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2.

Einnig hafi trefjaríkar vörur góð áhrif á meltinguna og rannsóknir bendi til að neysla trefjaríkra vara úr jurtaríkinu dragi úr líkum á ristilkrabba.

Mjög gott framtak hjá Landlækni.

Ég vona að þetta sé fyrsta skrefið á langri farsælli vegferð, þar sem læknasamfélagið fari að líta heildstætt á sjúkdóma og heilsu. Þá munu þeir sjá að mikið verk þarf að vinna ef menn óska þess að hækka lýðheilsuna með bættum neysluvenjum og lífsstíl.

Það verður bara að hafa það, þó að minna verði að gera hjá læknum yfirleitt, því þeir eru nú svo yfirhlaðnir að það er einmitt þörf á að grisja í sjúkdómagarðinum. Svo þegar þeir loksins geta um frjálst höfuð strokið, þá fá þeir meiri tíma til að hjálpa þeim, sem raunverulega eru hjálpar þurfi, vegna þess að þeirra vandi og sjúkdómar eru af erfiðari tegund, heldur en þessir venjulegu lífsstíls sjúkdómar.

folk_a_ad_borda_heilkorna.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttablaðið í dag.


Fjölbrautarskólinn Selfossi ryður brautina

Það gerir skólinn með því að taka á móti nýnemum að siðaðra manna hætti.

Eins og almenningur hefur fylgst með í gegnum árin, þá hefur verið mikið niðurlægingaskeið í framhaldsskólum, þegar kemur að móttöku nýnema.

Þetta unga og óreynda fólk óttaðist um velferð sína, þegar það mætti í framhaldsskóla í fyrsta sinni. Í stað þess að tekið væri á móti þeim með virðingu og velvild þá var þeim mætt með ofbeldi.

Svo undarlega vildi til að skólastjórar hættu að stjórna skólum sínum, en létu stjórnina í hendur á eldri skólanemendum. Auðvitað fóru þeir nemar fremstir sem voru framhleypnastir og líklegri til að ganga öfgum á hönd.

Þá sorgarsögu þekkja allir landsmenn.

Nú er sem sagt endurreisnartímabilið hafið!

Verslunarskóli Íslands hefur alltaf haldið höfði og verið vandur að virðingu sinni. Því miður hefur það góða fordæmi ekki dugað til. Mér hrís hugur við hvað niðurlægingin náði langt hér í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, en sá skóli var ekki einn, því virðulegir skólar út um allt misstu sig í straumi tískunnar.

En tónninn sem var gefinn frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi í dag, verður vonandi aflvaki sem dugar til að vekja allt landið, svo þetta niðurlægingarskeið taki algjörlega enda.

 


Næring og lífsstíll bæta heilsuna - frétt á Stöð 2

Í kvöldfréttunum var uppörvandi frásögn, um þjálfara og næringarráðgjafa, sem kom nokkru fólki til betri heilsu, með æfingum og matarráðgjöf.

Það er ekki oft sem koma svona jákvæðar fréttir um lífsstíl sem lagfærir heilsuna.

Ég vona að slíkum fréttum eigi eftir að fjölga, því þarna er ónuminn akur, þó svo að nú um stundir sé vakning í gangi.

Það á að vera augljóst hverjum manni, að það sem hann lætur ofan í sig, er byggingarefni líkamans.

Á sjö árum hefur líkaminn endurnýjað sig að fullu, og þeir byggingarsteinar sem notaðir voru í það verk, gera allann mismuninn um það, hver útkoman er.

“Þú ert það sem þú borðar”, er alveg sönn setning.

“Þú ert það sem þú hugsar”, er líka sönn setning, því að við setjum af stað sveiflur, sem samverka þeim hugsunum sem við teljum réttar. Og við lifum samkvæmt þeim hugsunum, svo það er betra að þær standi á bjargi þekkingar og sannleika.


Hjá hverjum er umburðarlyndið mest?

Hinsegin fólk nýtur einstaks umburðarlyndis hér á Íslandi og hvergi í heiminum er þeim meiri sómi sýndur.

Í skjóli þessarar góðu stöðu rísa upp raddir innan þeirrar hreyfingar til að gagnrýna að eins sé komið fram við trúarlegan predíkara sem er væntanlegur til landsins.

Mér þykir þetta vera að skjóta yfir markið og eiginlega sýna vöntun á hógværð og þakklæti.

Til dæmis þakklæti til þjóðkirkjunnar að hún kemur til móts við þarfir þessa fólks, sem má alveg segja að sé þakkarvert framlag stofnunarinnar til hinsegin fólks.

Ég segi fyrir mig, að ég fell ekki allt of vel í hópi, hvort heldur sem hann er trúarlegur, veraldlegur, hófsamur eða meinlætalegur. Vegna þess að ég er blanda af öllu þessu, er með brot af hverri hlið hins fjölbreytta samfélags.

Nú er ég t.d. búin að vera grænkeri (grænmetisæta) í marga áratugi. Þrátt fyrir að það falli ekki í hópinn og sé á skjön við viðhorf flestra, þá hef ég ekki sætt ofsóknum út af þessari sérstöðu minni. Hún hefur verið meðtekin og virt af ólíkasta fólki og nú undir það seinasta virðast bara margir skilja og meta hugsanaganginn sem liggur að baki.

Á sama hátt umber ég alla þá sem eru á annarri skoðun og hafa aðra lífssýn og finnst það í góðu lagi.

Niðurstaða mín er sú að við eigum að umbera ólíka siði og ólík viðhorf til manna og málefna og gefa okkur þá gjöf að vera sammála um að vera ósammála, þegar það á við. 


mbl.is Graham sagðist ekki hommafælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hindrar erfðabreytt matvæli frá Bandaríkjunum

Lítil klausa í Fréttablaðinu lætur ekki mikið fyrir sér fara, en þegar grant er skoðað, er hún algjör stórfrétt.

Sannleikurinn er sá að ég tek hatt minn ofan fyrir Evrópusambandinu fyrir þá staðfestu sem það sýnir í þessu mikla og alvarlega deilumáli.

Ekki er ég viss um að mitt kæra fósturland myndi sína jafn mikla staðfestu þegar erfðabreyttar vörur eru annars vegar, þó ég sannarlega myndi vona og reyndar krefjast þess, að þegnarnir séu verndaðir fyrir þessum ófögnuði frá vesturheimi.

Í Bandaríkjunum er það peningahyggjan sem smýgur alls staðar inn og hefur meðal annars áhrif á alþingi Bandaríkjanna, þar sem Monsanto og hliðstæð stórfyrirtæki koma sínum hagsmunum áfram í krafti peningavalds.

Þeir hafa áhrif á löggjöf og það er þeirra verk að í þessu efni eigi allt að vera sem frjálsast og helst þannig að Monsanto geti falið sig innan um saklausari matvörur, til að koma sínum vörum á markað í felubúningi.

Því þeir vinna leynt og ljóst að því að erfðabreyttar vörur séu ekki merktar sem slíkar, sem er auðvitað algjör glæpur gagnvart mannkyninu, ekkert minna.

Allir eiga rétt á að vita hvað þeir láta ofan í sig, það er algjört lágmark meðal siðaðra manna.

Greinina má lesa hér

 

 

 


Edward Snowden kom ekki með neytt nýtt - segja menn

Hver er þá vandinn? Ef allir njósna um alla, sem enginn dregur í efa, af hverju er þá þessi maður sérstaklega hundeltur fyrir sína uppljóstrun sem að sögn kom engum á óvart?

Ég hef verið að velta þessari þversögn fyrir mér.

Snowden ofbýður og segir sögu sína.  Af hverju tekur stórveldið Bandaríki Norður-Ameríku svona ofstopafulla afstöðu til málsins. Vill fá Snowden fyrir rétt og væntanlega hneppa hann í fangelsi fyrir lífstíð. Eru Bandaríkin ekki forusturíki hins frjálsa orðs. Mega menn ekki tala hátt og skírt í þessu landi?

Væri það ekki best að Bandaríkin segðu að í bráð og lengd sé farsælast að hafa allt uppi á borðum og það myndi auka öryggi heimsbyggðarinnar.

Snowden verði því ekki sakfelldur, heldur verður litið á hann sem sakleysingja er hafi hlaupið á sig. Hann megi því fara hvert sem hann kýs.

Hugsið ykkur hvað Bandaríkin myndu skora mörg prik með slíkri stórmannlegri afstöðu.

Hér er þetta málefni tekið fyrir.


Krabbameinslækningar taka nýja stefnu

Í morgun fékk ég merka kvikmynd sem aðeins er í boði í örfáa daga.

Ekki láta þessa tímamótamynd fram hjá þér fara, því hún er meiriháttar.

Í formála fyrir þessari sendingu til mín var svo áhrifamikil saga að hana verð ég að segja þér svo þú fáir þetta allt saman beint í æð:

Kæri Sigurdur Herlufsen

Ég hef fylgst með þessari merkilegu sögu, sem jafnast ekki á við neitt sem áður hefur fyrir mig komið. Hún hófst í apríl 2011 og ég sýndi þessa kvikmynd í janúar. Myndin var sett í umferð þessum mánuði, eins og ráðgert hafði verið. En þessi fría útgáfa verður í boði fram til 20. júlí. Þú ættir ekki að láta hana fram hjá þér fara. Nema þú óskir að styðja við þetta verkefni og kaupa DVD diskinn sem inniheldur myndina.

Síðustu 35 árin hefur hann þróað vel heppnaða meðhöndlun á þeirri tegund krabbameinssjúkra sem hafa hættulegasta afbrigði þessa sjúkdóms. Meðferðin felur í sér gen-miðaða nálgun, með því að nota óeitruð peptíð og amínósýrur, þar sem er efnið Antineoplastons.

Eftir erfið 15 ár í stöðugu stríði við yfirvöld, þá hefur heilbrigðis- og lyfjastofnun Texas opinberlega hætt öllum málaferlum gegn Dr. Stanislaw Burzynski. Málaferlin gengu út á það að svipta Dr. Burzynski lækningaréttindum sínum og fá hann til að hætta að nota Antineoplaston sem lækningaefni. Þessi sögulegu lok herferðarinnar gegn honum áttu sér stað 19. maí 2012.

Það var opinberað að FDA (Heilbrigðis- og lyfjastofnun USA) hefði þvingað heilsu- og lyfjastofnun Texas til að svipta Dr. Burzynski lækningaréttindum sínum, þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafði engin lög brotið og lækningameðferðir hans sýndu sig að vera bæði öruggar og árangursríkar. Og hver var undirrótin fyrir þessari herferð? Svar við þeirri spurningu er þetta: Peningar, mikið af peningum. Dr. Burzynski hefur einkaleyfi á lækningaaðferð sinni og FDA getur ekki annað en samþykkt hana sem góða og gilda. Um leið mun aðferðin útrýma hefðbundinni læknismeðferð, eins og lyfjameðferð og geislameðferð. Það leiðir til þess að milljarða dollarar tapast þeim sem hafa fengið slíkar upphæðir í fasta rannsóknarstyrki. Nú ættu þessir styrkir frekar að fara til Dr. Burzynskis.

Dr. Burzynski gerir nú hið ómögulega. Hann er fyrsti og eini vísindamaðurinn í sögu Bandaríkjanna til að fá staðfestingu fyrir sinni hættulausu lækningaaðferð gegn krabbameini, án þess að hafa þegið nokkurn fjárhagsstuðning frá Bandaríska ríkinu, lyfjafyrirtækjunum eða krabbameinslæknningum.

Hér er kvikmyndin um Dr. Stanislaw Burzynski

dr_stanislaw_burzynski_md_phd.jpg

 

 

 

 

 

 

 


Víti til varnaðar, segir Andri Eiríksson

Ég var að lesa ágæta grein í Morgunblaði dagsins eftir Andra Eiríksson.

Mig langar aðeins til að koma inn á þetta umræðuefni, því svo margt kemur upp í hugann.

Andri er hræddur um að bókstafstrúarmenn munu eyðileggja þjóðfélagið ef þeir fá frjálsar hendur til að uppfræða lýðinn.

Þó ég sjái ýmislegt sömu augum og Andri þá er fleira sem tilheyrir þessu efni sem vert að minnast á.

Ég sé að Andri er mjög hrifinn af vísindunum og þar sér hann allt í miklum ljóma. Vissulega er framfaraþrá mannsins slík að allt er að betrumbætast smátt og smátt. Sú betrunarbót er ekki einskorðuð við trúlaust fólk, eða trúað, eða bókstafstrúar. Mannlegt eðli er allt saman í þróun og allir menn hafa eitthvað sér til ágætis og eitthvað sem þarf endurbóta við. 

Fyrir fáeinum áratugum voru ráðandi þjóðfélög sem hömpuðu vísindunum framar öllu öðru og þar var trúin forsmáð og tröðkuð í svaðið. Menn voru ofsóttir fyrir skoðanir sínar. Hægt er að nefna mörg lönd sem þannig hafa hagað sér. Guðleysislönd hafa farið með meiri grimmdarverk á mannkynið heldur en nokkur maður vill minnast, þó verð ég að nefna sérstaklega Rússland Stalíns og Þýskaland Hitlers. Það fer kalt vatn milli skins og hörunds við að hugsa um þann hrylling sem þessi lönd guðleysis færðu þegnum síns eign lands og annarra. Þar voru vísindinn í hávegum höfð, en það dugði ekki til góðra verka.

Öll verk mannanna þurfa að fara í gegnum mæliker. Ef verkin eru ill, þá er alveg sama hvaða hugmyndafræði leiðir þau fram, vegna þess að þeim fylgir óhjákvæmilega illar afleiðingar.

viti_til_varnadar.jpg

 


Mannréttindi eru óumsemjanleg, segir Angela Merkel

Þetta er fallega sagt hjá frú Merkel, en mér verður hugsað yfir til Bandaríkjanna í þessu samhengi.

Segja menn hið sama þarna vestanhafs?

Ef þeir gera það, sem ég svo sannarlega vona, af hverju láta þeir þá pyntingar viðgangast í sínu umdæmi.

Við getum einnig talað um svokallað fangaflug í þessu samhengi, því að það er jafn mikil synd eins og að gera það sjálfur, að láta aðra pynta fyrir sig. 

anaegd_med_vidraedur-merkel.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband