Færsluflokkur: Heimspeki

Lýður læknir skrifar um Bessastaði

Lýður ritar kjallaragrein í DV 30. maí 2012 sem ég var að lesa í morgun og finnst ástæða til að vekja athygli manna á.

Ég er honum fullkomlega sammála um efni málsins, sem er það að stjórnlagaráðsfulltrúar voru á sama máli um málskotsrétt forseta eins og Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur haldið á honum.

Þar að auki leggur stjórnlagaráðið til að 10% þjóðarinnar geti skotið málum til þjóðarinnar og niðurstaða þaðan sé bindandi.

Einnig telur Lýður að deilumál myndu vera færri ef þjóðarvilji fengi að koma fram í hinum ýmsu málum.

Hann segir meðal annars: "Að mínum dómi hafa illvíg deilumál fengið að grassera allt of lengi meðal landsmanna einmitt vegna þess að þjóðarvilja vantar. Augljósustu dæmin eru ESB og kvótamálin. Þjóðarvilji hefði í báðum tilvikum markað farsælli braut...."

Greinina má lesa hér


Vilt þú grennast, án þess að svelta?

Ég get glatt þig með því að hér er lausn fyrir þig, og hún er einföld í þokkabót.

Þú þarft ekki að gera meira en að taka eina fæðutegund út af þínum matseðli og það er sykur.

Ef þú hefur smá sjálfsstjórn og hefur einlæga löngun til að fá heilsusamlegri umgjörð um þína sál, þá skaltu taka þig á og skipta um gír.

Hið góða sem af þessu leiðir er að þú þarft ekkert að vera hungraður kæri lesandi, heldur getur borðað eins mikið og þig langar í til að fá svengd þinni fullnægt.

Auðvitað er þetta þegar grant er skoðað, heilmikil breyting á mataræði nútíma manna, vegna þess að þeir innbyrða sykur í öllum mögulegum útgáfum.

Þess vegna verður það nokkuð yfirgripsmikið að týna allt frá þar sem hvítur sykur kemur við sögu, en þetta á ekki að vefjast fyrir nokkrum manni.

1. Sælgæti er auðvitað hið fyrsta sem hverfur af matseðlinum eða snarlinu.

2. Sykur er í öllum kökum og tertum og því eru þær fjarlægðar af matseðlinum.

Gerðu nú þína tilraun og láttu hana takast. Eftir nokkrar vikur geturðu farið að mæla mittið og þyngdina og það munu örugglega koma fram aðrar og hagstæðari tölur heldur en voru í upphafi.

Gangi þér vel! 

feitur-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Feitur maður á góða von ef hann fylgir þessu ráði! 


Hefurðu átt samræður við lifrina þína eða NÝRUN?

Er þetta undarleg spurning?

Það metur hver fyrir sig, en mér var að berast frábær kveðja sem fjallar einmitt um hvað nýrunum þykir vænt um þig og sem meira er, hvað hún er að gera fyrir þig hverja stund.

Það eru margir uppteknir af  slæmri meðferð á náttúrunni og mörgu öðru, en oftar en ekki eru menn blindir á hvað er að gerast í næsta nágrenni. Einmitt þar sem maður hefur sjálfur húsbóndavaldið og ræður því hvernig þeim líður sem eru undir mann settir.

Hér  er skíringin á því hvað um er að tefla.

Lestu það!


Náttúruauðlindir Íslands er eign þjóðarinnar

Af hverju er ég að nefna sérstaklega svo sjálfsagðan hlut?

Það er vegna þess að þjóðin talar ekki alveg einum rómi.

Þegar einhver birtist með seðlabúnt þá fer allt á hvolf og viðmið og verðgildi molna niður. Það sem ég vil taka fram í þessu sambandi er það, að þjóðin hefur lifað og þraukað í gegnum aldirnar við erfið lífsskilyrði frá náttúrunnar hendi.

Veðrið og lífsbjörgin hefur í gegnum árin verið þjóðinni þungbært og dýrkeypt. Fólk hefur misst lífið við að sækja á sjóinn.

Veður á landi hefur einnig verið á ýmsa lund og allir kannast við talsmátann, að eiga heima á klakanum. Þá er höfðað til kuldans sem hér er meiri en á meginlandinu.

Vegna þessara þátta sem þjóðin hefur staðið í, á hún að njóta sinna náttúruauðlinda.

sjomenn_arabatanna-m-.jpg

 

 

 

 

 

 

Sjómenn árabátanna greiddu mikið fyrir sjávarauðlindirnar

hraunfossar_1000259m-.jpg

 

 

 

 

 

 

Vatnið er gjöfult á landinu okkar

kinamurinn_-m-.jpg

 

 

 

 

 

 

Kínverjar lögðu mikið á sig til að sýna öðrum eignarétt sinn

ogmundur-jonasson-m-.jpg

 

 

 

 

 

 

Er Ögmundur Jónasson eini ráðamaðurinn sem við getum lagt traust
okkar á, eða megum við vænta fleiri?  

                   


Nýja símaskráin 2012 er komin!

Ég lýsi yfir mikilli ánægju með að nýja símaskráin sé komin út.

Hef beðið með óþreyju eftir henni, frá því að uppákoman varð með einstaklinginn sem skreytti kápuna.

Framvegis vona ég að ekki verði gert sama slys og við eldri skránna, að hossa einum manni til frægðar. Þessi marglesna bók á að höfða til allra landsmanna með þjóðlegum hætti.

Sem betur fer hefur það verið haft til hliðsjónar með nýjustu símaskránna og ég geri ráð fyrir að margir andi léttar við endurnýjunina.

simaskrain_2012-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýja símaskráin lofar góðu!


Postularnir - gleðileg bifhjólasamtök með jákvæðan tilgang.

Ekki vissi ég af því fyrr en í dag að til eru virðingarverð bifhjólasamtök sem heita Postularnir.

Þetta frétti ég vegna Spurningar dagsins sem Fréttablaðið heldur úti á blaðsíðu 2.

Mikið er þetta gleðilegt mótvægi við hinum neikvæðu samtökum sem kenna sig við hið illa í tilverunni.

Reyndar er það með ólíkindum að til skuli vera samtök, sem auljóslega kenna sig við lögleysu og illan tilgang. Að þau svo í ofanálag skuli fá að starfa óáreidd er mikið undrunarefni. Maður skyldi halda að ekki væri leyfilegt að lýsa því beinlínis yfir að maður hafi illt í hyggju.

postularnir-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Merki þessara friðsamlegu samtaka

postulame_limir.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá nokkura félaga á góðri stundu

 

 

 

 


Þrumugreinar á færibandi

Nú kraumar verulega í þjóðarsálinni og hver þrumugreinin af annari kemur fyrir almenningssjónir.

Í Morgunblaði dagsins skrifar Gísli Holgeirsson kaupmaður kröftuga grein sem lesa má hér.

Nú eru víðsjárverðir tímar og við þær aðstæður standast menn ekki mátið og láta frá sér heyra. Þeim liggur mörgum mjög mikið á hjarta, svo mikið að maður finnur það í gegn greinarskrifin að nú sé nóg komið.

Við þessar aðstæður ættu menn að leggja við hlustir, hvort ekki sé ástæða til að vera vakandi og skilja umræðuna. Um hvað hún snýst og hvort það sé ekki þessi tímapunktur þar sem leiðir skilja.

Við verðum að hætta þessum samningaviðræðum við ESB og fara að meirihlutavilja landsmanna, sem er sá að ekki eigi að ganga í þetta bandalag. Láta málið í salt í nokkur ár og ná þjóðinni upp úr erfiðleikum sínum með eigin vélarafli ef svo má segja.

Þá geta framtíðarkynslóðir tekið þráðin upp aftur, ef henni sýnist svo og talað nánar við ESB samsteypuna. 

 


Eru stjórnvöld Íslenska ríkisins að verða refsigleði að bráð?

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að lesa grein Gísla Gíslasonar í Morgunblaði dagsins, sjá hér.

Þetta minnir mig á þegar fréttir bárust frá styttra komnum þjóðum, um ofboðslegar refsingar við brotum af ýmsu tagi.

Það þekkja allir refsingar stjórnvalda þar sem aðhald almennings fær ekki notið sín, eða í svokölluðum einræðisríkjum.

Það eru höggnar hendur af þjófum og fræg er frásögnin af hýðingu á Jóni Hreggviðssyni fyrir stuld á snærisspotta!, sem Gísli segir frá í grein sinni.

Í Austur-Þýskalandi þurfti fólk að gjalda með lífi sínu ef það náði ekki að strjúka til frelsisins.

Þessa refsigleði má ekki fyrir nokkurn mun innleiða á Íslandi, né ígildi hennar í fjársektum.


Auðjöfrar njóta nú sérstakrar velvildar en Ögmundur er efins.

Þegar maður fylgist með máli kínverska auðjöfursins Nubo, þá vekur athygli að hann virðist vera komin inn undir hjá stjórn íslenska ríkisins.

Íslenskir auðjöfrar sem hafa opinberað sig sem óhreinn pappír, eru hins vegar úti í kuldanum.

Nubo er svo ekki einn að verki, hann hefur sína samstarfsmenn sem við höfum enga vitneskju um hverjir eru.

Með þetta í huga þá er það undrunarefni að sama aðgát og spurningarmerki eru ekki höfð uppi þegar Nubo og félagar eiga í hlut, eins og myndi vera gagnvart okkar eigin auðjöfrum.

Friðrik H. Bjarnason hefur varpað fram mörgum spurningum í frábæru bloggi sínu frá 5. maí, sem má sjá hér.

forsetafaninn-.jpg

 

 

 

 

 

 

Ísland er lýðveldi

island_er_lydveldi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Ísland er sjálfstætt land


Þjóðfáninn og Alþingishúsið

Mig langar til að taka undir með Sigurði Jónssyni þegar hann segir "Hvers virði er þjóðfáninn Íslendingum?"

Við erum svo farsæl að eiga fallegasta fána Norðurlandanna, þeirra sem bera krossinn í miðju sinni.

Við eigum að bera virðingu fyrir fánanum, um leið og við þökkum fyrir að vera sjálfstæð þjóð og þurfum um leið að bera þá kosti og galla sem fylgir okkar íslendingseðli.

En við vorum þar að auki svo heppin að vera undirsettir erlendu valdi og það reyndist vera hið Danska þjóðríki.

Ég veit að það er aldrei notalegt að vera öðru ríki undirsettur, en af öllum þjóðum þá reyndust Danir okkur einstaklega vel. Hafa í reynd komið fram við okkur af mikilli fyrirmynd. Jafnvel þegar þeir voru sjálfir hernumdir og það undir járnhæl nasismans, þá tókum við okkur sjálfstæði í skugga þessarar stöðu dönsku þjóðarinnar.

Það er vel hægt að setja sig í spor Dana að þessu leyti og skilja það þó þeir hefðu orðið sárir gagnvart okkur að gera þetta við þessar aðstæður.

En þeir hafa aldrei látið okkur gjalda þess, heldur þvert á móti, rétt fram sáttarhönd og sýnt okkur mikið drenglyndi þegar þeir skiluðu þjóðargersemum Íslendinga, sjálfum handritunum sem voru í geymslu í Kaupmannahöfn.

Hér má lesa grein Sigurðar Jónssonar.

althingishusid_juli_2009.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Líklega ber alþingishúsið ennþá kórónu, tákn danska konungsveldisins, vegna þess að við sambandsslitin reyndust danir íslensku þjóðinni hinn besti vinur.

Konungurinn sendi Íslendingum heillaóskir, þar sem hann var sjálfur í þeim aðstæðum að vera undirsettur erlendu valdi.

Með þeirri athöfn þá bræddi danska þjóðin hið íslenska hjarta.

Og með því að senda okkur handritin heim gerðu danir enn betur.

Þetta tel ég vera þær ástæður að enn er uppi hið danska skjaldarmerki.

Við getum stoltir og kinroðalaust leyft þessu merki að halda áfram að prýða alþingishúsið, vegna þessarar sögu sem ég hér hef drepið á.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband