Færsluflokkur: Heimspeki

Krabbamein - sjúkdómur sem bannað er að lækna!

Ég var að enda við að horfa á kvikmynd, þar sem frumkvöðlar í lækningu á krabbameini, hafa verið ofsóttir, og þeim gert óbærilegt að stunda árangursríkar aðferðir sínar, sem læknað hafa þennan óttablandna sjúkdóm.

Já, þetta er í raun ótrúlegt og algjör harmleikur gagnvart því fólki sem verður leiksoppur þessa kerfis.

Fólki er ekki gert auðvelt fyrir að leita sér lækningar, sé hún eftir nátturulegum leiðum og fari ekki fram eftir fyrirsögn lækna, sem vilja nota brennandi geisla og skurðhnífinn gegn krabbameini.

Hér má sjá þessa tímamóta kvikmynd, sem kemur víða við og nefnir til sögunnar fjölda þekktra manna.


Rafmagnsútflutningur frá Íslandi

Ég er mjög hugsi yfir þessari hugmynd um að flytja út rafmagn.

Fyrir það fyrsta er talað um að búið sé að nýta svo til allt sem er virkjanlegt og ekki sé til rafmagn fyrir, nú þegar gerða samninga, eins og álver í Helguvík.

Hvernig er þá hægt að bæta við og fara í útflutning á vöru, sem í raun er ekki til?


mbl.is 15 skipaðir í ráðgjafahóp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er gaman!

Ég varð mjög undrandi þegar ég las Morgunblaðið í dag.

Þar segir Davíð Már Stefánsson þau orð sem ég hef einungis leyft mér að hugsa með sjálfum mér en ekki deilt með öðrum, hvað þá að setja það fyrir lesendur blaðsins!

Ég leyfi mér að taka hatt minn ofan fyrir þessum manni því að orð hans geri ég að mínum í einu og öllu.

Grein Davíðs má sjá hér.

Það er öll þessi frístundaveiði, þar sem veiðimaðurinn finnur ekkert til með dýrinu sem hann kemst í návígi við. Hann lokar á þær tilfinningar sem bærast með honum, hvort þetta sé viðeigandi tómstundagaman fyrir fíngerða vitsmunaveru.

Mig minnir að einhver popparinn hafi sagt það vera skaðræði að ganga um í náttúrunni með eyðandi tæki í höndunum til að valda þar dauða og limlestingum undir yfirskini hollrar útiveru og fegurðarsóknar.

Menn dæmi svo hver fyrir sig eftir smekk og ekki síst hugrekki til að viðurkenna villu síns vegar.


Hneykslið í Kópavogi

Hvaða hneyksli?

Ég kem að því á eftir.

Hvati minn til að minnast á hneykslið er grein Styrmis Gunnarssonar í Sunnudags Mogganum í dag.

Sjá hér.

Styrmir gagnrýnir sjálfstæðisflokkinn og telur hann ekki tilbúin til að taka við stjórnartaumunum, án þess að leggjast í sjálfsskoðun.

Það vil ég taka undir og nú kem ég að hneykslinu í Kópavogi.

Bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson sýndi þá löskuðu sjálfsmynd, að hann hækkaði bæjarstjóralaun sín upp úr allri skynsemi.

Maðurinn sem komin er í forsvar fyrir flokkinn og er merkisberi um nýja tíma, þar sem flokkurinn ætlar að vera fyrirmynd í smáu og stóru.

Í stað þess að vera sú fyrirmynd þá tekur hann hinn pólinn og bendir í aðrar áttir: "Þetta eru bara álíka laun og menn hafa í sambærilegum stöðum".

Af hverju valdi Ármann að benda á ýtrustu dæmi í stað þess að nota nú tækifærið og sýna að starfsmenn flokksins kæmu fram af hógværð og sýndu ný viðmið.

Var ekki upplagt að nota nú tækifærið og slá nýjan tón?


Þörf hugvekja gegn einelti

Þessi frétt er afskaplega óþægileg.
Hvað vakti svo fyrir þeim sem tók þetta upp á myndband?
Var hann að taka þetta upp til að bæta í og fá fleiri til að gera hið sama?
Var hann að gera þetta vegna þess að honum ofbauð aðfarirnar og vildi að eitthvað yrði gert til að vinda ofan af svona athæfi?
Hvað sem upphaflega hvatti myndatökumanninn til dáða, þá varð birting atburðarins til þess að góðar sálir lögðu sig fram um að bæta konunni miskann.
Það var hinn góði endir atburðarins.
mbl.is Stríddu eldri konu miskunnarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andri Thorsson fer mikinn gegn flokki allra landsmanna

Andri Thorsson er góður penni, eins og sagt er. Hann fer mikinn í eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag. Sjá hér

Ég hef hælt Andra margsinnis og hef ánægju af því að lesa greinarnar hans.

Eins og vænta mátti, er þessi stóri flokkur barinn sundur og saman og ekki vantar að einstakir flokksmenn hafa gefið ríkulegt tilefni til þess, svo sem bæjarstjóri Kópavogs. Mér þætti alls ekki ólíklegt að flokksmenn bæjarstjórans muni segja honum til syndanna, enda kemur maðurinn óorði á flokkinn. Flokk sem á að vera í því að lagfæra sín mál, í takt við nýja hugsun, þar sem hógværð og aðhald eru aðal umræðunnar.

Sjálfur sá ég ástæðu til að lýsa vandlætingu minni af sama tilefni. Sjá hér

Ég hvet fólk til að lesa grein Andra og athuga um leið, hvort þarna vanti ekki eitthvað meira, svo úr verði heilsteypt framlag um stjórnmál dagsins. Grein þar sem mikill rithöfundur fer fram, sem á er hlustað. Grein þar sem málin eru krufin til mergjar í allar áttir.

Ef glöggskyggni Andra væri sanngjörn, þá vantar tilfinnanlega sömu sverðalög á núverandi stjórnendur landsins. Það er nefnilega siður og eðlileg venja að berja á stjórnvöldum hvers tíma. Það gerði Steingrímur J. af hjartans sannfæringu, enda ætlaði hann að gera svo miklu betur. Á sama hátt og bæjarstjóri Kópavogs er réttilega gangrýndur, þá ætti að nota sömu meðöl á sitjandi ríkisstjórn.

Þetta er ekki gert, þrátt fyrir ærnar ástæður.

Má biðja um slíkan pistil úr hendi Andra?

Þar sem hann skoðar hvað hefur farið úrskeiðis hjá núverandi stjórn.

Nema að Andra fallist hendur yfir svo yfirgripsmiklu verkefni.


Biskupinn kveður embættið með fallegum sameiningar- og kærleiksorðum.

Mikið er ánægjulegt að biskupinn skuli taka sér sáttatón í munn og leiða þjóð sína til meiri samheldni og kærleika, eins og þetta land á að gera.

Hin harðbýla náttúra mótar mjög þjóðina og þess vegna er hún, þrátt fyrir hávær gelgjuhrópin, sú sem býr að göfugum kenndum.

Hún finnur til með lítilmagnanum og vill byggja upp fagurt mannlíf.

Þetta skín í gegn þar sem menn koma saman til að móta stefnur og markmið.

Ég vil taka sem dæmi hann afa minn heitinn. Hann var oft nokkuð hranalegur og átti til að láta finna fyrir sér. Hins vegar var hann tilbúin til að rétta hjálparhönd hvenær sem á þurfti að halda.

Þegar maður leitaði til hans í þörf fyrir aðstoð þá gat maður óhræddur borið upp erindi sitt, því hann tók manni afar ljúfmannlega.

Ég segi við biskup Íslands.

Kærar þakkir fyrir þinn biskupstíma. Þú hefur komið fram svo sómi er að. 

hallgrimskirkja.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Kirkja biskups og sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar 

 


mbl.is Góðvild og réttlæti móti siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassskellingar íþróttamanna !?

Hvernig má það vera að heilbrigt fólk sem iðkar íþróttir til að bæta líkama og sál, skuli geta hugsað sér að taka á móti nýliðum í sínar raðir með kjánalegri lítilsvirðingu?

Er fólki ekki sjálfrátt og hefur það enga reisn. Nú erum við ekki að tala um unglinga eins og í skólum, þar sem fíflagangur og jafnvel óknyttir eru viðhafðir sem kallaðar eru busavígslur.

Ég sem hélt að samfélagið væri orðið þróað og flytti með sér hærra siðferðisstig en við heyrum af úr frumskógum Afríku.

Mig minnir að einungis Verslunarskólinn hafi á árum áður, sýnt gott og eðlilegt fordæmi, með því að bjóða nýnemana velkomna með kaffiborði, þegar busavígslur voru alls staðar komnar úr böndunum í öðrum skólum.

Ómenning af þessari gráðu á hvergi að líðast, svo einfalt er það.

Hafi viðkomandi íþróttafélag ekki efni á að bjóða til einhvers dagamunar til heiðurs nýju fólki, þá ætti að láta nægja að heilsa fólki með handabandi og bjóða það velkomið sem fullburða íþróttafólk, í stað þess að niðurlægja það.


Það er gott að búa í Kópavogi

Ég var að enda við að hlusta á útvarpsfréttir dagsins.

Þar kom fram að núverandi bæjarstjóri, sem er sjálfstæðismaður, hafi hækkað laun sín um u.þ.b. 25 prósent og sé þá komin með um eina og hálfa milljón á mánuði.

Skólamaður í Kópavogi hefur riðið á vaðið og lýsir hann vandlætingu sinni með þessa gjörð.

Ég bý í Hafnarfirði og er ekki tengdur þessu á neinn hátt og hef enga hagsmuni að verja, en finn hjá mér hvöt til að segja:

"Mér er ofboðið".

Við erum nýgengnir í gegnum hrun sem á að hafa í för með sér nýja hugsun og meiri hógværð.

Nú mun sjálfstæðisflokkurinn taka við stjórnartaumum landsins eftir næstu kosningar.

Ætla menn þar á bæ að bjóða landsmönnum sömu kræsingarnar og voru þegar græðgisvæðingin var sem svæsnust, eða ætla þeir að koma inn í landsstjórnina með meiri hógværð og meira jafnræði að leiðarljósi?

Það verður fylgst með öllum sjálfstæðismönnum hvar sem er á landinu. Fylgst með hvernig þeir hugsa og hvernig þeir tala, en umfram allt hvernig þeir framkvæma vald sitt, þegar þeir eru komnir með það í hendurnar.

Ég tek fram að bæjarstjórinn hefur enga afsökun og þeir sem hjálpuðu honum að ná þessu fram hafa hana ekki heldur.

Herra bæjarstjóri Kópavogs.

Vertu stórhuga og dragðu þessa gjörð hið snarast til baka og þú átt að biðja Kópavogsbúa afsökunar á dómgreindarbresti og græðgishugsun.

Ef þú gerir það þá á sjálfstæðisflokkurinn enn möguleika, annars ekki. 


Pólitískar öfgar - er það geðveiki?

Kannski er þetta furðuleg spurning - og þó.

Geðlæknar eru að skoða sálarlíf Breivik fjöldamorðingjans og telja hann sakhæfan.

Breivik er pólitískur öfgamaður, sem framkvæmir glæpi sína, ekki vegna geðveiki, heldur vegna stjórnmálaskoðana. Það er niðurstaða geðlæknanna.

Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir okkur.

Hér er stjórnmálalífið mjög öfgakennt og samræður og niðurstöður í pólitískum deilumálum fara fram í mjög miklum deilum og í hatursfullri orðræðu.

Ef aðilar máls væru allir í meiri slökun og vilja til að ná sameiginlegri niðurstöðu, þá væri mannlífið miklu friðsamlegra.

Þannig væri hamingjustuðull þjóðarinnar mörgum stigum hærri.

Það væri æskilegt ástand.

fallegur_dagur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar á góðum degi þar sem friður og samkennd svífur yfir mannlífinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband