Færsluflokkur: Heimspeki

Forseti Íslands - völd og áhrif - gefur hann okkur von?

Í Morgunblaði dagsins er frábær grein eftir Jóhann J. Ólafsson lögfræðing.

Hann talar um Forseta Íslands og hver völd hans ættu að vera miðað við hvernig hann er kjörin til embættis.

Mjög þörf lesning.

Flokkapólitík okkar daga er að fara með þetta þjóðfélag á vonarvöl. 

Við virðumst á leið afturábak í þróuninni, sem er algjör hryggðarmynd.

Það hefst ekkert með stóryrðum, en með skynsamlegum samræðum er hægt að áorka miklu.

Grein Jóhanns má lesa hér.


Sólveig Lára verður biskup!

Þau merku tíðindi berast nú frá kirkjunni að Séra Sólveig Lára verður vígð vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal.

Vígslan mun fara fram 12. ágúst á Hólahátíð.

Þetta er aldeilis jákvætt umhugsunarefni og tímamót mikil, að nú eru æðstu kirkjuembætti landsins setin af konum.

Einhvern tíma hefðu þetta þótt firn mikil, enda eru hér merk tímamót að gerast.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig konurnar nýta sér þessa stöðu.

Sjálfur hef ég þá trú að þær verði kirkjumálum til heilla.

Solveig Lara-

 


Fyrirliði talar!

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig fyrirliði handboltalandsliðsins talar.
Hann talar af skynsemi og yfirvegun sem mun skila liðinu lengra en ella væri.
Það er svo auðvelt að gleyma sér í sigurvímu og gera sér upp óraunhæfar skoðanir um meiri yfirburði en eru til staðar.
Leikir vinnast á fleiru heldur en að vera bestur.
Það þarf allt að ganga upp meðan á leik stendur og þannig vinnst hið ótrúlega.
Þetta hef ég reynt oft og mörgum sinnum í skákinni.
Ég kem á mótsstað og sé alla þessa sterku mótherja sem ég á eftir að kljást við og mér verður ekki um sel.
Þar sem ég er jarðbundinn og veit mína veikleika og verðleika þá met ég möguleika mína ekki mikils.
En svo gerist eitthvað, það fer af stað röð af atriðum sem falla mér í vil og þá gerist hð óvænta að árangur er meiri en væntingar.
Svo er það hin myndin, þegar ég kem á keppnisstað og sé að mótherjarnir eru menn sem ég hef oftast unnið.
Þá verða væntingar mínar töluvert meiri. En viti menn, einmitt þá geta hlutir farið þannig að ég næ ekki þeim árangri sem ég hefði átt að ná.
Með þetta í huga skulum við horfa með einhverri hófsemi á næstu leiki handboltamannanna, þó við vitanlega óskum þess innilega að strákarnir okkar nái á verðlaunapall.
mbl.is „Við þurfum að vera auðmjúkir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðarför á vegum Siðmenntar - sársaukafull upplifun

Ég varð fyrir þeirri reynslu að vera við jarðarför sem Siðmennt sá um.

Verið var að jarða valinkunnan sómamann, sem í þessu sambandi verður ekki nafngreindur, enda hans hlutur aukaatriði málsins.

Mig langar aðeins til að lýsa upplifun minni, en hún er á þá leið að ég er enn miður mín eftir þessa athöfn.

Reyndar fannst mér hún sársaukafull, sakir þess sem vantaði í hana.

Það vantaði hátíðleika, það vantaði þá hlið sem snýr að hinu óræða.

Það vantaði möguleikann á því að lífið haldi áfram í einhverri mynd.

Vegna þess að það má búast við slíkum jarðarförum í framtíðinni eftir því sem vegur Siðmenntar vex, þá tel ég ekki hjá því komist að fólk viti að hverju það gengur, ef það velur sér þessa þjónustu.

Því miður var hátalarakerfi kirkjunnar ekki nægilega gott, þannig að ræða athafnastjóra Siðmenntar fór alveg fram hjá flestum kirkjugestum.

Ef til vill hefur þar komið fram einhver skíring á því hvernig Siðmennt metur sitt hlutverk. Líklega enginn sérstök hugsjón sem mönnum finnst þeir þurfi að halda á lofti?

En það sem setti salt í sárin var það að maður fór með ljóð og það eina sem ég heyrði úr því var blótsyrði. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum! 

Er mönnum frekar blótsyrði í huga heldur en blessunarorð þegar á að kveðja góðan mann?


Bandaríkin og Kína, allar þessar milljónir manna eru eitt !

Í tilefni af málefnum dagsins, Huang Nubo fjárfesti fyrir Kínverska ríkið og heimsveldadraumum stórvelda eins og Bandaríki Norður Ameríku og Kínaveldi (með Tíbet innifalið), þá er fróðlegt að hlusta á meðfylgjandi myndband.  Sjá hér

Myndbandið gengur út á það að allt mannkynið sé í raun og veru alveg nákvæmlega eins, andlega skoðað, sem ég samþykki möglunarlaust.

Samt eru allar þessar ólíku hugmyndir og stefnur sem gefa tilefni til deilna.

Deilur milli manna eru endalaus staðreynd, milli fjölskyldna, milli kynþátta, milli trúarbragða, milli trúardeilda og þannig má endalaust telja.

Samt viðurkenna fleiri og fleiri að við erum algjörlega eitt í Sköpuninni.

Þannig að andlega séð höfum við verk að vinna, til að ná saman hvort til annars og lifa í friði við gnægtarborð heimsins.

Neale Donald Walsch höfundur ritverkanna "Samtöl við Guð", segir að það sé til nóg fyrir alla og því sé ekki þörf á að deila um gjafir Skaparans.

Ég hallast að því, að þegar menn deila, þá handleiki allir eitthvað sannleikskorn. Það sé því farsæl lausn að semja sig til niðurstöðu, sem flestir geti samþykkt og unað við. 


"Nýju framboðin" - orðin gömul.

Þegar nýju framboðin komu fram á völlinn, eins og Hreyfingin og Jón Gnarr og fleiri.

Þá sagði þetta fólk að um væri að ræða eins kjörtímabils framboð.

Ekki væri hugmyndin að gerast einskonar fastagestur á þessu leiksviði og alls ekki að verða einn af fjórflokkunum.

Það mátti skilja á flestu þessu fólki að það hefði engann áhuga fyrir stjórnmálum, það færi fram af hærri hvötum en svo að eiginhagsmunir réðu þar nokkru. Það væri í einskonar hreinsunarferð, til að sópa gólf og þvo undir húsgögnunum.

Peningar voru ekki á óskalistanum, og ekki neinn hvati til að standa í þessu vafstri, sem væri bæði leiðinlegt og mannskemmandi.

Miðað við þessar lýsingar þá ættu þessi litlu framboð að vera búin með sinn kvóta.


mbl.is „Lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar pandórubox lífs míns opnaðist!

Enn minnist ég þess dags, þegar ég lærði að lesa, þá orðin 9 ára.

Þetta skeði svo skyndilega, eftir margra ára undirbúning, og gleðin og eftirvæntingin sem gagntók mig, var fölskvalaus og sönn, og hana man ég enn þann dag í dag.

Má alveg, þó í litlu sé, gefa þá samlíkingu þegar maður lærir að hjóla, eftir margar árangurslausar tilraunir.

Svo skyndilega er maður frjáls og hefur stjórn á hjólinu og ferðin út í lífið hefst!

Gleði barnsins er mikil, en samt er munurinn stjarnfræðilega ólíkur.

Lesturinn gefur frelsi, til að ferðast um allan hnöttinn og út í víðáttur himingeimsins, þó maður sé staddur heima hjá sér.

Ferðalagið er ekki eingöngu bundið við yfirferð á landi heldur opnast fyrir okkur hugmyndaheimur sem áður var hulinn og þá í reynd ekki raunverulega til.

Ég minnist þess þegar ég kynntist náttúrulækningastefnunni. Það var mér mikil opinberun, að maturinn sem maður borðar, ræður þróun heilsu og lífs og vellíðun og vanlíðun. Ekkert lítið sem þarna er undir.

Svo er það fleira, það eru trúarbrögðin og hugmyndabaráttan.
Guðspekin var enn eitt ferðalagið inn á nýjar lendur.

 

Allt kom þetta til vegna þess að ég lærði að skilja tákn á blaði!
Þegar grant er skoðað er ritmálið eitt af mestu undrum veraldar.

 

Þar opnast mönnum möguleikinn til að læra hver af öðrum og víkka sinn heim með ógnarhraða, þar sem maður reyndar ræður sjálfur hversu hratt er farið!

ritho_776_nd_me_fj_urstaf_i_769_bo_769_k_fra_769_1897--.jpg

 

 

 

 

 

 

Þetta er flott rithönd skrifuð á bók um dáleiðslu frá 1897 - viðfangsefni sem ég las mikið um.

 martinus_smabaekur_3.jpg

 

 

 

 

 

Bækur þurfa ekki að vera stórar um sig til að innihalda mikinn hugmyndaauð.
Hér eru smábækur Martinusar um andleg málefni.

Íslendingar úr þrjú hundruð þúsundum í milljón

Einhvers staðar sá ég þessu varpað fram á netinu sem æskilegu markmiði. Síðan hef ég verið hugsi yfir þessari framsetningu og mögulegum afleiðingum hennar.

Ef við miðum við eðlilega fjölgun þjóðarinnar sem er um 2.2% á ári þá reiknast mér til að þjóðin verði ein milljón árið 2062 og það er ekkert við slíkt að athuga.

Hins vegar má skilja þessa framsetningu sem er til umræðu þannig, að við ættum að flýta þeirrri þróun með því að fjölga innflutningi útlendinga.

Þessari hugsun vil ég vara við.

Íslendingar eru ákveðin þjóð með sinn eigin persónuleika og sérkenni sem þarf að vera til í mannhafinu. Þessi rödd frá eyjunni í norðri þarf að hljóma í bland við aðrar þjóðir.

Það myndi ekki gerast ef útlendingar tækju landið yfir með fjölda innflutningi.

Ég vil í þessu sambandi láta það koma skírt fram, að ég hef ekkert út á erlenda þegna að setja og tek fagnandi nýju fólki sem hingað kemur á venjulegum forsendum.

Sé það áfram lítið hlutfall af þjóðinni þá er það góð viðbót og gefur okkur innblástur fyrir nýjum hughrifum.

ein_milljon.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar gætu verið orðnir ein milljón 2062 með 2.2% fjölgun árlega


Gleðilegir atburðir eiga sér stað út um allt!

Því miður þá þurfti ég að taka til meðferðar nokkur niðurdrepandi atriði.

Þau þurftu athygli og umsögn og ég lét til leiðast.

Það þarf líka að þrífa húsið þó skemmtilegra sé að skoða lystigarðinn!

Mig langar til að segja ykkur frá flottu fólki sem heimsótti setur Sai Baba á Indlandi.

Á dögunum komu um 120 rússneskumælandi söngvarar frá Rússlandi, Belarus, Kazakhstan, Azerbaijan, Modova, Uzbekistan, Kyrgyzstan, Georgíu, Armeníu, Tajikistan og Turkmenistan til setursins, sem velunnarar Sai Baba hreyfingarinnar.

Söngvarar

 

 

 

 

Hér er hluti hópsins í samræmdum klæðnaði

Konurnar syngja

 

 

 

 

 

Konurnar í flottri hátíðarumgjörð syngja af innlifun


Eiturlyfjasjúklingar eru vitfyrrtir.

Ég hef lengi fylgst með eiturlyfjamálum og get fullyrt, að hver sá maður sem sprautar í sig ólyfjan, hann er vitfyrrtur á því andartaki.

Það er því ótrúlegt að slíkir einstaklingar geti gengið lausir í samfélaginu og verið bæði sjálfum sér og öðrum lífshættulegir.

Leiðin til heilsu er að venjast því að lifa heilbrigðu lífi og þar er vandi meðferðaraðila mikill.

Það eru margar lækningaleiðirnar og sitt sýnist hverjum um aðferðir sem gagnast. 

Líklega er það einstaklingsbundið hvaða aðferðir koma hverjum og einum mest að notum.

Eitt er alveg á tæru, að eiturlyfjasjúklingar í alvarlegri neyslu eiga ekki að ganga lausir, því þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum.

Ég sé fyrir mér þetta blessaða fólk, sem hefur atvinnu af því að hjálpa ólánsfólki, að því fallast hendur þegar maðurinn á götunni kemur fram og telur sig hafa einhverjar meiningar um þetta vandamál!

Svona er þetta bara. Það eru ótal hliðar á öllum málum og ekkert er einfalt í þessu vandamáli frekar en öðrum.

Ég tek hatt minn ofan fyrir þessu sterka meðferðarteymi sem vígir líf sitt til að bjarga eiturlyfjasjúklingum og koma þeim inn í samfélagið aftur.

Þegar þeir vinna sigra þá er mikil ástæða til að fagna, en því miður þá er tískan á fullu í því að bæta við nýjum fórnarlömbum.


mbl.is Hver er næstur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband