Íslendingar úr þrjú hundruð þúsundum í milljón

Einhvers staðar sá ég þessu varpað fram á netinu sem æskilegu markmiði. Síðan hef ég verið hugsi yfir þessari framsetningu og mögulegum afleiðingum hennar.

Ef við miðum við eðlilega fjölgun þjóðarinnar sem er um 2.2% á ári þá reiknast mér til að þjóðin verði ein milljón árið 2062 og það er ekkert við slíkt að athuga.

Hins vegar má skilja þessa framsetningu sem er til umræðu þannig, að við ættum að flýta þeirrri þróun með því að fjölga innflutningi útlendinga.

Þessari hugsun vil ég vara við.

Íslendingar eru ákveðin þjóð með sinn eigin persónuleika og sérkenni sem þarf að vera til í mannhafinu. Þessi rödd frá eyjunni í norðri þarf að hljóma í bland við aðrar þjóðir.

Það myndi ekki gerast ef útlendingar tækju landið yfir með fjölda innflutningi.

Ég vil í þessu sambandi láta það koma skírt fram, að ég hef ekkert út á erlenda þegna að setja og tek fagnandi nýju fólki sem hingað kemur á venjulegum forsendum.

Sé það áfram lítið hlutfall af þjóðinni þá er það góð viðbót og gefur okkur innblástur fyrir nýjum hughrifum.

ein_milljon.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar gætu verið orðnir ein milljón 2062 með 2.2% fjölgun árlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á jörðinni er nú þegar of mikið af fólki sem er að ryðja í burtu öðru lífi því það er ekki lengur pláss fyrir það. 

Kostirnir við Ísland fyrir okkur eru ekki hvað síst þeir að við höfum svo gott pláss til að lifa. 

Erlendir ferðamenn dá þetta atriði og það gera líka ríkjasambönd eins og Kína og Evrópusambandið. En þessi ríkjasambönd stjórnast þó meira af græðgi heldur en venjulegir ferðamenn.       

Hrólfur Þ Hraundal, 11.7.2012 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband