Færsluflokkur: Heimspeki
1.9.2012 | 13:55
Busavígslur eru ekki hefð heldur ljótur siður
Þegar ég fór í framhaldsskóla á Ísafirði 1950 var ekkert til sem hét busavígslur, þannig að ekki er þetta lengi búið að vera í skólasamfélaginu.
Nú í nokkur ár hefur þetta furðulega ómennska fyrirbæri verið látið viðgangast í skólum landsins.
Sem betur fer eru andófsraddir farnar að láta heyra í sér til varnar almennum sóma í samfélaginu.
En svo undarlegt er það, að til eru skólaráðsmenn, sem telja þetta vel geta gengið, að niðurlægja fólk þegar það fer í "æðri" skóla!
Aldeilis makalaust.
Auðvitað á að taka á móti fólki, ekki síst ungu óhörðnuðu, með glæsibrag og góðum hug. Allt annað er bara óviðeigandi, ef ekki villimennska, og enginn skólaráðsmaður getur verið stolur af að starfa við slíkan skóla. Hvað þá að ganga á undan og verja óviðeigandi framkomu við nýja gesti.
31.8.2012 | 18:09
Hjallastefnan og Magga Pála stjórnmálanna
Í Fréttatímanum í dag er skemmtileg grein um Hjallastefnuna - sjá hér -
Það er auðvelt að hæla Hjallastefnunni og hennar frumkvöðli Möggu Pálu, svo stjaldgæft og jákvætt eintak sem hún er!
Í lok greinarinnar er andvarpað yfir því að ekki skuli vera til svona manneskja í stjórnmálin, með eldmóð Möggu Pálu og frumkvöðlagen.
Svo vill til að ég hef lengi haft augastað á einni konu sem getur einmitt valdið þessu vandasama hlutverki.
Það er kona sem hefur gáfur og getu. Kona sem hefur samvinnuvilja og vill virkja sem flesta til að byggja upp þjóðfélagið, án tillits til hvort þeir séu einmitt í "rétta" liðinu.
Þetta er Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi Borgarstjóri Reykjavíkur.
Hanna Birna er konan sem getur hleypt eldmóði og einlægni inn í stjórnmálinn.
Hún stendur undir því að geta verið Magga Pála stjórnmálanna.
30.8.2012 | 10:47
Enn afneita þeir ... virðingarvert að spyrna við fótum
Ég hef fylgst með herra Þorsteini Sch. Thorsteinssyni sem skeleggum baráttumanni gegn bólusetningum.
Mér finnst það aðdáunarvert þegar maður kemur fram úr grasrótinni og er hvorki á mála hjá lyfjafyrirtækjum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Þorsteinn kemur með kröftugar staðhæfingar og byggir þær upp með rökum, sem ekki er hægt að hreinsa auðveldlega út af borðinu sem staðlausa stafi.
Á lífsleiðinni hef ég heyrt margar sögur um óþarfar bólusetningar.
Á stórum vinnustöðum er það tíðkað að bjóða upp á fjölda bólusetninga við hinum ýmsu faröldrum sem ganga reglubundið yfir lönd og þjóðir.
Það virðist gleymast í þessu samhengi að sjúkdómar eru órjúfanlega tengdir neysluvenjum og almennri skynsemi í líferni.
Það staðhæfi ég, án þess að gleyma þeim sjúkdómum sem eru af öðrum toga, og ekki falla þar undir.
Ég hef ekki fengið flensu síðustu 50 árin og mér kæmi ekki til hugar að fara í bólusetningu við hugsanlegum flensumöguleikum sem ganga yfir þjóðirnar.
Betra væri að skoða í saumana, hvernig fólk byggir sinn líkama upp, til að takast á við sínar skyldur.
Rangar neysluvenjur eru undirstaða sjúkdómssfaraldra sem herja á þjóðirnar.
(Morgunblaðið í dag)
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 22:29
Vín í matvörubúðir - er það framfaraspor?
Undanfarið hafa verið uppi óskir um vínveitingar á elliheimilum, sem ég skrifaði gegn fyrir stuttu síðan.
Ungur maður (hvað annað?) skrifar í Morgunblaðið og vill fá vínsöluna í matvörubúðirnar.
Á þessu tímaskeiði, þegar svo er komið að tóbak er að hverfa úr verslunum og jafnvel að lagt verði bann við sölu þess vegna eituráhrifa, þá má vel hugsa sér að núverandi ástand í vínsölumálum sé gott og gefi skír skilaboð.
Gefi þau skilaboð að neysla á víni sé ekki æskileg og þess vegna sé það best geymt í sér umhverfi.
Þar veldur það minni skaða en annars væri og við höldum sérstöðu okkar Íslendingar á þessu sviði.
Stundum er gott að hafa sína sérstöðu, jafnvel að vera álitinn sérvitringur, sem kannski er einmitt staðfesting á að vera vitrari en aðrir!
23.8.2012 | 10:57
Framboð Jóhönnu - kaldastríðsáskorun!
Birgir Dýrfjörð skrifar grein í Morgunblaðið sem virðist vera áskorun á Jóhönnu forsætisráðherra að halda áfram í stjórnmálum!
Sem sagt, hún á ekki að hætta þó hún sé búin að vera á sviðinu frá 1978 samkvæmt æviágripi.
Hún er búin að vera meira en 30 árin hans Davíðs! sem manni skildist að væru þau mörk sem stjórnmálamenn ættu að hafa til að setjast í helgan stein.
Og hvað með forsetann, sem ekki átti að fara fram eitt kjörtímabil í viðbót?
Þetta er nú sem köld vatnsgusa framan í landslýð, að hóta því að Jóhanna verði áfram í stjórnmálum.
Hún hefur tamið sér upphrópanir og kaldastríðstal gagnvart andstæðingum sínum en það getur ekki verið sú framtíð sem við þurfum að horfa upp á að gerist enn eitt kjörtímabil í viðbót.
Grein herra Birgis Dýrfjörð má sjá hér.
22.8.2012 | 11:31
Okurlán - vandamál sem taka þarf á.
Í gamla daga var okurlán bannað með lögum.
Nú eru þau leyfð.
Hvað hefur breyst?
Reyndar er smá breyting, og hún er sú, að í gamla daga voru það helst einhverjir fjármálamenn, sem þurftu að fá lán til að bjarga viðskiptunum heim, og greiða svo lánið upp mjög fljótt, án þess að brenna sig um of.
Þar voru vextir langt frá því að vera svo háir sem nú eru auglýstir grímulaust og bankastarfsemi var þá mjög aðþrengt og gat lítið látið að sér kveða.
Núverandi ástand getur ekki gengið, það er svo augljóst. Þeir sem munu þjást fyrir þetta fyrirbæri eru aðstandendur fíkla, sem lenda í útistöðum við hinn ljóta heim græðgi og ofbeldis.
Það geta ekki verið margir sem mæla svona starfsemi bót, eða hvað?
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2012 | 10:29
"Lyf ekki alltaf besti kostur", segir prófessor
Ég bind miklar vonir við starf Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors, í viðleitni hans til að koma heilbrigðiskerfinu inn á réttari brautir.
Inn á brautir, þar sem ekki er kerfisbundið verið að leita að sjúkdómum í heilbrigðu fólki, en mig minnir að Jóhann hafi nefnt það að sjúkdómavæða þjóðfélagið.
Inn á brautir, þar sem fyrsti kostur er ekki lyfjagjöf við smá vandamálum sem auðveldara er að leiðbeina fólki út úr, með breyttum lífsstíl og mataræði.
Reyndar held ég að starf hans sé að bera árangur og það komi fram í nýrri sýn yngri lækna.
Þeir virðast miklu opnari fyrir því að ráðleggja fólki réttari breytni, heldur en að losa sig við það úr biðstofunni með því að skrifa lyfseðil og senda það heim með nýtt vandamál í farteskinu (lyfseðilinn!).
Það verður að játa að freistingin hjá læknum er mjög sterk að skrifa bara lyfseðil sem er fljótgert og sjúklingurinn hverfur á braut.
Með hinu laginu að leggja fólki heilbrigðar lífsreglur, þá tekur það meiri tíma og jafnvel fortölur, vegna þess að erfitt er að kenna fólki nýja og betri siði.
Í raun er þetta þó hið rétta hlutverk læknisins.
Almenn vakning fyrir heilbrigðum lífsháttum virðist mér vera á miklu flugi á þessum tímum. Því þarf að fylgja eftir með minni neyslu á hvers kyns lyfjum sem oftar en ekki eru tekin án ýtrustu þarfar.
Pillurnar eða lífshamingjan - allt of mikið er ávísað af lyfjum.
19.8.2012 | 21:07
Elliheimilin fari að veita vín - er það til bóta?
Nú eru hugmyndir uppi um að veita aðgang að víni á elliheimilum og sitt sýnist hverjum.
Sjálfur er ég orðin aldraður og horfi því á þetta sem slíkur.
Mín skoðun er sú, að virðing manna beri skaða af víndrykkju og því aumkunarverðara er málið sem fólk er orðið eldra.
Víndrykkja hefur alla tíð verið notuð og misnotuð af ungu fólki. Fólki sem er að stíga inn í líf hinna fullorðnu og prufar á þeirri leið hin ýmsu hliðarspor.
Þegar fólk er orðið þroskað eins og sagt er, þá eru flestir hættir að nota vín sér til upplyftingar.
Helstu gleðigjafar eldra fólks er að halda heilsunni og geta notið þess að vera til og gert sér ýmislegt til ánægju.
Að spila á spil er mjög vinsælt, enda gleðigjafi. Einnig að dansa. Bókalestur er all nokkuð stundaður held ég. Fólk stundar útiveru og sund hafi það heilsu til.
Ég reikna með að aðal áhugamál eldra fólks sé að halda heilsu og reisn þar til kallið kemur.
Að stuðla að því að fólk gangi sín síðustu spor með bakkus sem félaga er ekki samboðið þessu samfélagi, enda er drukkinn maður því meiri hörmungarsjón sem hann er orðin eldri.
Dregin eru fram þau rök að menn eigi að ráða þessu sjálfir.
Gott og vel, þá gera menn þetta hver á sínum forsendum, eins og hefur verið hingað til.
Ekki þarf stofnun aldraðra að ýta undir víndrykkjuna sérstaklega.
Sjálfsákvörðurnarrétt eldra fólks á að halda í heiðri, og það á að ráða sínum málum og þá er það fyrst og fremst til að halda heilsunni en ekki til að klekkja á henni.
Allir vistmenn eiga að ráða því hvort þeir taki inn pillur og lyf sem læknar segja lífsnauðsynleg um leið og á stofnun er komið, þó viðkomandi dvalargestur hafi aldrei á ævinni notað pillur.
Það varð hlutskipti föður míns eftir að hann fór á stofnun, að honum var gert að taka fjölmargar pillur gegn vilja sínum, enda var hann alveg á móti neyslu lyfja.
Þar á að virða sjálfsákvörðunarréttinn, enda er um að ræða fólk, sem er að viðhalda heilsu sinni, en ekki að eyðileggja hana.
Heimspeki | Breytt 20.8.2012 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2012 | 17:36
Aukaverkanir lyfja - hvað hangir á spýtunni?
Um leið og maður les fyrirsögnina í Fréttablaðinu hrópar á móti manni hvað er verið að koma á framfæri.
Það eru lyfjafyrirtækin sem vilja að upplýsingar um aukaverkanir lyfja, verði ekki látin fylgja með lyfjunum og að upplýsingarnar verði helst hvergi finnanlegar.
Það skal hafa í huga að aukaverkanirnar einar og sér geta verið varasamari en sjálfur sjúkdómurinn.
Hálærðir menn ættu að vita um mátt ímyndunar og hugsunar. Hvaða áhrif hið sálræna hefur á alla líkamsstarfsemina.
Það er hið eðliegasta mál að sálrænir þættir spili inn í líf fólksins, hvort heldur það er til uppbyggingar eða til niðurrifs.
Neysla lyfja er mikið vandaverk og alvarlegt mál, sem þarf sífellt að vera vakandi yfir.
Það þykir undrunarefni að ég tek enginn lyf þó ég sé komin hátt á áttræðisaldurinn.
Svoleiðis væri það ekki ef ég væri komin á einhverja stofnun eða elliheimili. Þá kæmi starfsfólkið og læknarnir og þá skal þetta gamalmenni taka inn alls kyns pillur, aðeins vegna þess að það er orðið gamalt. Furðulegt mál, sem mörgum þykir þó hið eðlilegasta.
Það versta við málið er að hinn aldraði hefur sjálfur ekkert um það að segja.
Aldraður maður missir friðhelgi sína og frelsi við innlögn á stofnun, svo alvarlegt er það.
Það hlýtur að varða við landslög.
Hér má lesa fréttina úr Fréttablaðinu í dag.
10.8.2012 | 13:55
Eigum við að hafna Guðstrú?
Því er fljótsvarað:
NEI
Ástæðan er sú að það væri sama axarskaftið og að kaupa ekki tölvu í dag, með þeim rökum að það verði betri kaup í þeim eftir nokkur ár!
Þá verða tölvurnar orðnar enn þá fullkomnari og ekkert vit í að kaupa slík tæki í dag, á meðan tæknin er í svona mikilli og örri framför.
Sannleikurinn er sá að ég er búin að heyra álíka sögur mörgum sinnum í gegnum árin.
Ég var einn af þeim fyrstu til að kaupa mér Commodore tölvu og notaði hana á skrifstofu minni með þakklátum huga. Þetta var frábært tæki, þó menn í dag myndu snúa sér undan og sveia yfir því hvað hún var frumstæð.
Hið sama á við um farsímabyltinguna. Þeir fyrstu gátu eiginlega ekki komist fyrir í vasa, því þeir voru svo þungir og fyrirferðamiklir.
Þessi augljósu dæmi úr nútímanum lýsa mjög vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir, þegar við þurfum að velja hvort við eigum að kaupa þá hugmynd núna, að Guð sé raunverulega til og sé Skapari þessa heims.
Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá má halda því fram að hugmyndin um Guð muni taka breytingum í tímans rás og muni þá í framtíðinni falla betur að smekk mögulegra "kaupenda".
Ég sé fyrir mér að Guð fortíðarinnar sé löngu hættur að seljast og nú sé sá Guð miklu söluvænlegri sem er samnefnari fyrir alla sköpunina, þannig að mannkynið í heild sinni geti samþykkt algildan Guð sem leiðtoga í sínu lífi.
Guð fortíðarinnar var smár og hólfaður niður í þröngsýni og hatri, ef viðkomandi einstaklingur hneigði sig ekki fyrir honum. Sá Guð átti aðeins að vernda einn hóp en tortíma öðrum.
Í dag sjá flestir að þetta er ekki þess virði að leggja nafn sitt við. Að vilja sitja aðeins með sínum hópi og sjá aðra tortímast, það er ekki í nokkrum samhljómi við nútíma siðferðisviðmið.
Slíkur Guð höfðar ekki til margra í dag.
Þannig að maður sem horfir á Guð okkar daga og gefur honum svona lágkúrulega eiginleika er alveg auðskilin ef hann hafnar því að velja slíkan Guð.
Við slíkan mann segi ég, keyptu tövuna sem er í boði í dag, hún er miklu fullkomnari en hún var í gamla daga.
Auðvitað er fullt af fólki sem heldur á lofti gömlu hugmyndunum, en það gerir slíkt í algjörri fáfræði og það þurfum við að afsaka, enda getur enginn gert betur en hið besta sem hann hefur yfir að ráða.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)