Færsluflokkur: Heimspeki
4.11.2012 | 11:11
Tæknin hjálpar okkur á öllum sviðum.
Í borðtennisheiminum hefur lengi verið til vél sem spýtir út úr sér borðtenniskúlum og með því móti geta menn æft að taka á móti uppgjöfum.
Þetta nýta margir upprennandi borðtennismenn sér og verða betri spilarar fyrir vikið.
Hér er svo næsta þróunarstig, þegar hægt verður að spila við góðan vélbúnað!
Það mun auðvitað gjörbreyta möguleikum manna til að æfa og læra þessa göfugu íþrótt.
Sjálfur byrjaði ég að spila borðtennis þegar ég var um 40 ára, þegar flestir spilarar leggja spaðann á hilluna og hætta alveg þessu ungmenna sporti.
Það sem verra var hjá mér, að ég lærði við svo fábrotnar aðstæður og algjört plássleysi, að ekki var hægt að læra undirstöðuatriðin með eðlilegum hætti.
Ég hef því aldrei náð neinum tökum á þessari íþrótt, þó svo ég stundi hana reglulega mér til gagns og gleði.
Borðtennis hefur fylgt mér sem reglulegur förunautur í meira en 35 ár og ég er enn að.
Þannig að það er hægt að fá mikið út úr litlu efni hvað varðar að nýta það sem maður hefur.
Vélmenni: Spilar eins og maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2012 | 11:07
Séra Geir Waage er merkur og eftirtektarverður prestur
Er það ekki einmitt svona menn sem landið þarf að fóstra?
Menn sem hafa hugsjónir og er ekki sama um, hvernig allt veltist?
Jú, ég er ekki í vafa um að það sé þörf á slíku fólki, til að vera salt jarðar, ef svo má segja.
Hitt er svo einnig umhugsunarefni, hvort séra Geir hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir að þjóðkirkjan muni veslast upp og deyja.
Geir telur að populismi sé að eyðileggja kirkjuna og hún standi ekki lengur undir boðunarstarfi sínu.
Varðandi stjórnmálastarf presta, svo dæmi sé tekið, þá hef ég verið hugsi yfir því. Hef talið að preststarf verði ekki stundað á sama tíma og menn eru í stjórnmálahugleiðingum.
Ekki er ég að segjast deila öllum hugmyndum um kirkjuna, með séra Geir Waage, þó ég hafi um margt mikla samúð með hans nálgun á málinu.
Hann talar um veraldarvæðingu kirkjunnar. Þá má líka spyrja sig hvort það sé endilega slæmt, að samsama sig fólkinu og reyna að hafa áhrif með nálægð sinni og eftirbreytni.
Við erum öll frá sömu uppsprettu, Guðs börn.
Þrátt fyrir allan fjölbreytileika, þá erum við eitt. Það er hinn stóri sannleikur sem allir þurfa að meðtaka og breyta samkvæmt því.
Hvað sem líður stöðu manna og fjárráðum, mismunandi menntun og bakgrunni, þá erum við öll eitt mannkyn.
Séra Geir Waage, prestur í Reykholti.
Reykholtskirkja hin eldri
Þrátt fyrir sjarma og fegurð hinnar gömlu kirkju, þá er hennar hlutverki lokið. Hún hefur þjónað fólkinu um áraraðir og án hennar væri hinn nýji tími ekki eins og hann í raun er.
Reykholtskirkja hin nýja (vígð 2006)
Hér er hin glæsilega nýja kirkja sem tók við af hinni fallegu gömlu góðu.
Ætli þessar myndir segi ekki mikla sögu um framvindu tímans, breytingarnar sem verða í þjóðlífinu með hverri nýrri kynslóð.
Þessi glæsilega kirkja væri ekki á þessum stað og svona mikilfengleg, nema fyrir þá gróðursetningu sem m.a. hin gamla kirkja sá um.
Meðal annars er það svona dæmi sem fylla mig bjartsýni um komandi tíma.
Að sá tími sé í nánd að fólkið - mannfjöldin allur - finni hjá sér þörf til að tígna Skaparann og geri það einnig með því að safnast saman undir hinum kirkjulega arfi sem þjóðin ber merki um enn í dag.
Bölsýnismaðurinn segir þann sannleika sem hann sér.
Bjartsýnismaðurinn segir þann sannleika sem hann sér.
Báðir geta haft rétt fyrir sér - að hluta - eða algjörlega.
Hinn mikli mannfjöldi ræður svo hvert þjóðin vill stefna.
Við sem trúum, getum aðeins gert það sem í okkar valdi stendur, til að koma þeim veruleika fram sem við teljum vænlegastan fyrir okkur öll.
Guðsríki á jörðu.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 10:49
Þjóðkirkja Íslands er farsæl og hana viljum við vernda
Nú fara fram kosningar næstu helgi, um kirkjuna okkar.
Kristinn siður hefur sannað sig, sem jákvætt og farsælt afl fyrir land og þjóð.
Þeir sem vilja gera sem minnst úr kristnum gildum, hafa það ráð að brjóta niður smátt og smátt.
Allt gert með fögrum orðum um skoðanafrelsi og trúfrelsi.
Að lokum verður kirkjan orðin svo veik og lasburða, að hægt verður að ganga frá henni með einfaldri atkvæðagreiðslu.
Ég hvet allt sem hafa heilar taugar til kirkju og kristni, að greiða atkvæði og segja já við þjóðkirkju.
Sjálfur mun ég segja nei við fyrstu spurningunni, hvort tillögur stjórnlagaráðs skulu alfarið ráða endurskoðuninni á stjórnarskránni.
En ég mun, eigi að síður, láta í ljós skoðanir mínar, varðandi aðrar spurningar sem fram eru settar.
Hallgrímskirkja Reykjavík.
Byggð í minningu Hallgríms Péturssonar (1614-1674)fremsta sálmaskálds þjóðarinnar.
Hallgrímskirkja er höfuðkirkja þjóðarinnar,
ásamt Dómkirkjunni sem var vígð 1796.
Ólafsvíkurkirkja vígð 1967
Dæmi um nútíma kirkju í friðsælum bæ á Snæfellsnesi.
Sauðárkrókskirkja vígð 1892
Dæmi um eldri kirkju í friðsælum bæ í Skagafirði.
Kálfatjarnarkirkja Vatnsleysuströnd vígð 1893
Dæmi um fallega kirkju í sveit á Reykjanesi.
Amma mín Sigríður Sæland ljósmóðir, sem tók á móti flestum Hafnfirðingum á fyrri hluta síðustu aldar, var fermd í þessari kirkju.
Tjarnarkirkja Svarfaðardal vígð 1892
Dæmi um litla fallega kirkju í friðsælli sveit.
13.10.2012 | 22:12
Róbert Marshall kveður Samfylkinguna - má hann það?
Nokkrir menn hafa sagt skilið við flokka sína undanfarið.
Nú síðast var það Róbert Marshall sem lýsti yfir að hann væri hættur að starfa sem Samfylkingarmaður.
Það hefur verið föst venja að menn hafa yfirgefið flokka sína og haslað sér völl annars staðar, án þess að þeir létu af þingmennsku.
Er þetta eðliegt eða siðlegt.
Ég segi nei, þetta er hreint út sagt ekki boðlegt.
Að ganga í stjórnmálasamtök og vera kosinn á þing fyrir flokk, þá hefur maðurinn fengið stöðu sína sem þingmaður, gegnum flokkinn.
Hann á ekki þingsætið, nema í samstarfi við þann flokk sem kom honum á þing.
Það var gert í gegnum stjórnmálastarf viðkomandi flokks, stefnu hans og aðra nálgun.
Þeir sem ekki treysta sér til að starfa áfram með sama flokki, ættu þá að taka hatt sinn og staf og kveðja þingstörfin.
Síðan tæki næsti lausi varamaður sama stjórnmálaflokks við keflinu.
Þetta er að mínu viti hin rétta lausn, á meðan ekki hefur verið innleitt persónukjör.
21.9.2012 | 17:36
Erfðabreyttar matvörur, mjög víðsjárvert.
Í dag er frétt (sjá grein) um Erfðabreytt matvæli og rottur sagðar fá æxli og óáran við neyslu á slíku fóðri.
Þetta er ekkert nýtt vandamál, ég bloggaði um málið 25. október 2011 - sjá blogg -
Mig langar til að biðja fólk að lesa það sem þarna er í boði og sjá myndbandið sem vísað er til.
Þar er þessum málum gerð góð skil.
Við þurfum öll að kunna einhver skil á vandamálum samtímans, enda kemur það í okkar hlut að koma málum til betri vegar, með því að vera upplýstir neytendur.
Neytendur sem kaupa vörur sem ekki eru með þessi mein.
Við getum ekki treyst stjórnvöldum eingöngu, til að gæta þegnanna. Þeir þurfa sjálfir að vera upplýstir einstaklingar og jafnvel leggja stjórnvöldum og öðrum lið með því að deila þeim sannleikskornum sem hrjóta af upplýsingarborðinu sem allflestir hafa aðgang að.
19.9.2012 | 23:30
Er tímabært að taka upp tveggja flokka kerfi?
Þetta datt mér í hug þegar Steingrímur J. lagði til að Sjálfstæðisflokknum yrði gefið frí.
Hann vildi sem sagt að 30 til 40% landsmanna hefðu ekkert með stjórn landsins að gera.
Ef slíkt yrði ofan á þá héldi sami vandræðagangurinn áfram og sambandsleysið og sundurlyndið milli flokka á alþingi réði ferðinni.
Ekki væri það til heilla fyrir landið.
Við þurfum sem mesta sátt um niðurstöður mála.
Líklega er tímabært að menn skipi sér í tvær meginfylkingar og viti þá fyrirfram hvaða stefna yrði ofan á.
Einnig er líklegt að þegar flokkar eru stórir, að innan þeirra rúmist sem raunhæfust viðhorf til landsmálanna og ekki verði um alvarlegar kollsteypur að ræða þegar skipt er um stjórn.
Sérstakir öfgamenn eða eins máls menn, fengju ekki neitt vægi við þær aðstæður og það væri ein besta hreinsunin í stjórnmálaheiminum, sem við gætum hlotið.
14.9.2012 | 21:51
Loksins! Hanna Birna gefur kost á sér í landsmálin!
Ég hef beðið lengi hálf dapur með Stóra flokkinn, hvort hann ætlaði sér að koma til næstu kosninga án þess að klæða sig í betri föt.
Hef beðið eins og fleiri eftir því hvað ætti að kjósa í næstu kosningum.
Verði Hanna Birna forustumaður flokksins þarf ég ekki lengur að vera í vafa og ég er viss um að margir fleiri gangi til liðs við hann, sem hafa hingað til verið tvístígandi.
Það er sannarlega þörf fyrir að stærsti flokkur þjóðarinnar verði leiðandi og sameingartákn fyrir þjóðina. Hún þarf á því að halda og við erum öll orðin langþreytt á eilífum illdeilum.
Ég skrifaði um Möggu Pálu stjórnmálanna 31. ágúst, sjá hér
Kvennabylgjan heldur áfram í þjóðfélaginu og það er komin tími á konu í forustuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi flokkur er stærstur og ber mestu ábyrgð á því að hér þróist jákvæð og uppbyggjandi stjórnmál.
Ég treysti Hönnu Birnu til að leiða það starf svo sómi verði af og sem hinir stjórnmálaflokkarnir geta einnig verið ánægðir með, að svo miklu leyti sem nokkur flokkur getur verið ánægður með annan flokk en sinn eigin!
Það er þó víst, að það er affarasælast fyrir þjóðina, að hér fari að ríkja ábyrgðarfull stjórnmál þar sem leitast verði við að ná breiðri samstöðu um flest framfaramál þjóðarinnar.
Það væri blessun fyrir þetta land og alla þegna þess.
Ögmundur og Hanna Birna, þau tvö eru stjórnmálamenn sem ég ber mest traust til.
11.9.2012 | 13:26
Á að leyfa hasssölu í verslunum á Íslandi?
Þessari spurningu varpa ég fram, eftir að hafa lesið um yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar, sem vill leyfa hass í sinni miklu borg.
Hann telur sig geta einn og óstuddur innleitt þetta rugl á sínum slóðum, án þess að lögregla eða ríki grípi þar til gagnaðgerða.
Það er mjög erfitt að henda reiður á svona furðuverk.
Nægir að til valda komi einhver hassneytandi sem vill geta fengið sitt efni í næstu verslun?
Að þá geti hann gengið gegn öllu valdakerfinu eins og það leggur sig?
Gæti sú staða komið upp hér í Reykjavík, að einhver furðuflokkur kæmist til valda og fengi borgarstjórastólinn, og sama atburðarás færi af stað og hjá Kaupmannahafnarbúum?
Birtist í Fréttablaðinu í dag
8.9.2012 | 13:27
Verslunarskólinn fær 5 stjörnur*****
Mikið var ánægjulegt að lesa frétt dagsins í Morgunblaðinu - sjá hér -
Nýnemar boðnir velkomnir að siðaðra manna hætti.
Ég legg til að menn sjái til viðmiðunar innkomutilburði Menntaskólans í Reykjavík, hins virðulega gamla skóla, sem brautskráð hefur marga forfeður okkar.
Stór mynd af atburðinum var á bls. 25 í Morgunblaðinu í gær. Ég vil ekki skemma þessa síðu með því að birta myndina.
Nú set ég það í ykkar hendur að gefa þeirri framkvæmd einkunn, en sjálfur hef ég gefið Verslunarskólanum 5 stjörnur í plús.
Sá tónn sem Verslunarskólinn slær er stórmerkilegur. Þeir fara þveröfuga leið miðað við margar menntastofnanir nú um stundir og bjóða sína nemendur velkomna á þann virðulega hátt sem ég vona að veki aðra til betri háttsemi.
Hinn nýji tónn Verslunarskólans verður vonandi upphaf þess að ómennskan verður kvödd fyrir fullt og allt í öðrum skólum landsins og menn vakni til vitundar um að skólar eru menntastofnanir og ætlað að rækta hið besta í sínum nemendum.
Hinir fullorðnu eiga að ganga á undan og ekki láta eldri nemendur skólanna viðhalda ljótum siðum sem hafa áður slysast inn á þennan vettvang.
Ef fullorðnir kennarar eru jafn gegnsýrðir ómennsku, eins og þeirri sem sýnir sig í óvirðukvæmilegu athæfi við busavígslur þá er verulega illt í efni fyrir þessar uppeldisstofnanir. Jafnslæmt er það ef kennarar óttast nemendur sína og láti þess vegna allar slæmar tillögur nemendanna eftir þeim, í stað þess að staldra við og athuga út á hvaða braut er verið að fara.
Enn og aftur í lokin: Ég tek hatt minn ofan fyrir Verslunarskólafólkinu.
Herramaður á gullöld snyrtimennskunnar
7.9.2012 | 13:54
Sláturhús ekki notalegur vinnustaður?
Samkvæmt fréttum vilja Íslendingar ekki vinna í sláturhúsum.
Það er umhugsunarvert, því margir landsmenn borða ennþá þá afurð sem kemur frá sláturhúsunum.
Á sama tíma vilja þeir ekki koma að framleiðsluferlinu eins og það í raunveruleikanum er.
Hugsanlega er þá komin sá tími að slíkt fólk sé í startholunum að breyta um lífsstíl og hafna dýrunum sem mat á sitt borð.
Reyndar hef ég orðið var við á síðustu áratugum að fullt að fólk hefur sölsað um og tekið upp nýja neyslustefnu.
Þar er grænmeti og korn og afurðir jarðarinnar númer eitt.
Hér er mynd af neysluvörum sem talin eru geta læknað krabbamein.