Færsluflokkur: Heimspeki
5.1.2013 | 11:25
Skuldarar og veðbandaþrælar Íslands
Skuldamál heimilanna hafa verið til umfjöllunar um margra ára skeið.
Hér kemur Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur með nálgun og lausn sem ástæða er til að gefa gaum.
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Frosta sem lesa má hér.
Þeir sem hafa áhuga fyrir betri skipan peningamála ættu að kynna sér lausnir Frosta, þær eru ígrundaðar og byggðar á þekkingu fagmanns.
1.1.2013 | 12:32
Morgunblaðið og New York Times
Það er sannarlega ástæða til að óska Morgunblaðinu til hamingju með þessi tímamót, sem fólgin eru í samvinnu við stórblað í Bandaríkjunum.
Framtakið mun hafa mikla þýðingu fyrir Ísland.
Þegar virtir dálkahöfundar skrifa um alþjóðamál af yfirvegun og víðsýni, þá er það áríðandi innlegg í stjórnmál dagsins.
Tímamótablaðið sem fylgdi Morgunblaðinu í gær.
30.12.2012 | 21:38
Hlustið á Styrmir Gunnarsson
Ég var að lesa mjög góða grein eftir Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Skoðanir Styrmir á gildi stjórnmálaflokkanna og þörfinni á að þeir geti viðhaldið sér, eru mér mjög að skapi.
Það er ekkert minna en heill þjóðarinnar sem er á vogarskálinni.
Lýðræðið er í miklum vanda, ef ekki tekst að endurreisa styrk helstu stjórnmálaflokkanna.
Hinir mörgu smáu flokkar, sem nú eru komnir fram á völlinn, eru augljós merki um hnignun stjórnmálastarfsins.
Það er höfuðnausyn að þjóðin fullorðnist og fari að tala af ábyrgð um menn og málefni.
Allt þetta gamalkunna karp færir okkur ekkert fram á við, heldur miklu frekar niður í móti.
Fyrst að grannar okkar geta stundað stjórnmál eins og fullorðið fólk, þá eiga Íslendingar að geta það líka.
Sjá greinina hér.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2012 | 12:33
Hvað hræðast læknar, spyr Ingibjörg Sigfúsdóttir
Ég vil spyrja lækna, sem eru að kikna undan vinnuálagi, vegna allt of mikilla anna, hvort þeim væri það ekki ljúft að losna undan óþarfa meðferðum á sjúklingum sem geta og vilja fá annars konar meðferðir við sínum kvillum?
Það hlýtur að vera ljóst fyrir læknum eins og öðrum, að það er allt of mikil sjálfsafgreiðsla gagnvart sjúklingum.
Þeir eru margir afgreiddir fljótt og létt með ávísun á lyf, sem læknirinn veit fyrirfram að er ekki endilega bót til langframa.
Læknar taka sér, satt að segja, meiri völd en þeim ber og þörf er á. Þeir njóta nú þegar mjög mikillar sérstöðu, vegna síns langa náms, en manni finnst þeir gerast full atkvæðamiklir er þeir taka til sín það vald að vilja ráða yfir hverjum einasta einstaklingi í heilbrigðislegu tilliti. Læknar þurfa að vita sín takmörk og vinna samkvæmt því, með eðlilegri hógværð.
Til dæmis í Kína og fleiri löndum, hafa þróast aðrar læknangaleiðir sem enn í dag eru taldar fullgildar sem slíkar.
Það er algjör nauðsyn að víkka út möguleika fólks til að fá bót meina sinna og það færi vel á því að læknar gengju á undan með góðu fordæmi að þessu leiti.
Eru læknar nógu stórir í sér til að þeir gætu verið þessir sporgöngumenn?
Í Morgunblaði dagsins er grein eftir Ingibjörgu Sigfúsdóttir, sem lesa má hér.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2012 | 12:06
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson og bólusetningar
Í Morgunblaði dagsins er grein eftir herra Þorstein.
Hún fjallar um yfirmenn sóttvarna og má lesa hér.
Ég finn hjá mér hvöt til að senda Þorsteini þakkir fyrir hans skeleggu baráttu gegn bólusetningum.
Þar hefur hann verið betri en enginn, þó svo að hann fái í fangið marga lækna sem taka upp á sína arma að verja þetta kerfi.
Nú er svo komið að lyf eru auglýst á öllum íþróttavöllum sem lausn allra veikinda vandamála.
Það ætti að kveikja á einhverjum varúðarbjöllum, hvaða þróun er í gangi.
30.11.2012 | 14:47
Plúsinn og mínusinn - höfuðandstæðurnar
Í Morgunblaði dagsins er áhugaverð grein eftir Guðmund Þórarinsson vélvirkja.
Hann nálgast hin dýpstu rök tilverunnar, gegnum rafmagnsfræðina, og hef ég aldrei séð það gert á þennan hátt áður.
Hér má lesa grein Guðmundar.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu að athafnir mannanna, góðverk eða ill verk hafi sínar víðtæku afleiðingar, bæði á líf hnattarins eins og á íbúana sjálfa.
Undir þetta sjónarhorn get ég heilshugar tekið.
Hvernig jörðin hrisstir sig og skekur, má vel rekja til þess, hvernig maðurinn kemur fram við sjálfan sig, sína jafningja og við umhverfið. Hin eyðandi máttur, fær allt of mikið vægi í mannlífinu og "frelsun hans" verður ekki að veruleika, nema hann breyti algjörlega um stefnu og gerist "mennskur".
Svo er spurningin hvað það merkir að gerast mennskur.
Það þurfa menn að finna hjá sjálfum sér og slíkt á að vera auðvelt.
Fylgja þarf lögmálunum um rétta hugsun og rétta breytni. Framkvæma aðeins það sem er í samhljóm við jákvæða framvindu lífsins. Velja í hverju einasta tilviki hið uppbyggjandi og sleppa því sem er niðurbrjótandi.
Guðmundur Þórarinsson vélvirki
kemur með nýtt sjónarhorn á eilífðrarmálin og hugsanleg áhrif mannsins á sjálfa jörðina.
29.11.2012 | 23:31
Vísindin og erfðabreytt matvæli
Grein í Fréttablaðinu í dag ber nafnið "Vísindin véfengja öryggi erfðabreyttra matvæla", sem skrifuð er af Söndru B. Jónsdóttur ráðgjafa.
Mig langar af þessu tilefni, til að þakka fyrir baráttu hennar, gegn erfðabreyttum matvörum.
Ég tel hana verja málstað okkar neytenda, því hér er á ferðinni stórhættuleg þróun, sem ógnar fæðuöryggi fólks, í nútíð og framtíð.
Grein hennar má lesa hér.
Einnig bendi ég á svipaða grein í Heilsuhringnum eftir sama höfund, frá árinu 2010, sem lesa má hér.
Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi er skeleggur talsmaður fyrir fæðuöryggi.
Hafi hún þökk fyrir sína baráttu.
Við neytendur stöndum í þakkarskuld fyrir hennar frábæra starf.
25.11.2012 | 15:15
Hanna Birna heilsar - Jóhanna Sigurðardóttir kveður
Eftir atburði laugardagsins veltur maður fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér.
Hanna Birna kom mjög sterk út úr kosningu helgarinnar. Nú er hún sjálfkörin forustumaður flokksins með sterka fylkingu á bak við sig.
Þetta er eðlilegt framhald á hennar góða starfi í Borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem hún sýndi hvernig hún vill starfa, þegar valdataumarnir eru í hennar höndum.
Það er aðeins með verkum sínum, sem fólk sannar sig, og það hefur Hanna Birna gert, svo eftir hefur verið tekið.
Allir hafa sinn vitjunartíma. Jóhanna Sigurðardóttir átti sinn hápunkt fyrir fjórum árum. Þá var eftirspurn eftir fólki sem ekki hafði otað sér fram með óbilgjörnum hætti. Fyrir það var Jóhönnu trúað fyrir að stjórna landinu.
Nú er þeim kafla í lífi þjóðarinnar lokið og nýtt tímabil tekur við á nýju ári.
Ég horfi til þessara umskipta með von í brjósti.
Von um að þjóðin rísi nú enn meira og nái sér á strik. Að allar finnufúsar hendur fái verk við hæfi og von landsmanna til framtíðarinnar vaxi að sama skapi.
Forustumennirnir skipta mjög miklu í þessu sambandi, og nú verður horft til Hönnu Birnu, sem framtíðar leiðtoga.
Jóhanna Sigurðardóttir Hanna Birna Kritjánsdóttir
forsætsráðherra hinn nýji forustumaður
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 18:13
Kirkjan sé óttalaus, staðföst og sterk.
Svona tekur kirkjumálaráðherra til orða í tilefni af þjóðarkosningunum um kirkjuna og er þetta vel sagt.
Einnig segir hann athyglisverða setningu: "...þjóðin og kirkjan munu fylgjast að í blíðu og stríðu og verða ekki aðskilin...", síðan segir að þjóðin viti að leiðin út úr vandanum sé "...ekki að höggva á rótina til að ganga inn í nýja veröld sögulaus og allslaus".
Þetta er vel sagt hjá Innanríkisráðherranum Ögmundi Jónassyni sem er verndari kirkjunnar.
Mig langar til að bæta við þessi orð frá eigin brjósti.
Við lifum á atómöld og öll heimsmyndin tekur breytingum eins og eðlilegt er.Það á við trúmálin eins og allt annað.
Nú er þungamiðja trúarinnar hjá okkur að benda á það sem sameinar og byggir upp.
Við erum eitt mannkyn og höfum öll innbyggt í okkur að stjórnast af kærleika. Það er ljós kærleikans sem á að vera okkar leiðarstjarna á atómöld.
Kirkjan sem við viljum eiga samleið með er alltaf meir og meir að samsama sig slíkum hugmyndum, sérstaklega á Íslandi. Við höfum lengi verið frjálslynt fólk og leyft okkur að hugsa á þeim nótum sem eru í samhljóm við hið besta sem innra með okkur býr.
Á þeim forsendum erum við kirkjulegir þátttakendur og berum á borð allt það besta sem við þekkjum. Komum þangað sem friðflytjendur og fríhugsandi fólk. Vegna þessarar frjálslyndu afstöðu okkar kirkjulegu arfleifðar þá hafa rúmast róttækari trúarhugmyndir hjá Íslendingum en mörgum öðrum og við verið lausir við óþægilega þröngsýna afstöðu í ýmsum greinum, sem hefði getað hrakið fólk frá kirkjunni. Boðskapur og mannrækt kirkjunnar kemur fram í þjóðlífinu, með alls kyns löggjöfum um sjúkratryggingar og almennar tryggingar sem allar miða að því að fólkið geti átt sómasamlegt líf.
Allt þetta viljum við halda í og hafa olnbogarými til að auka við og endurbæta.
Hallgrímskirkja í Reykjavík var byggð til heiðurs okkar
mikla sálmaskáldi Hallgrími Péturssyni og til þakklætis
fyrir hans siðbótarstarf sem fram kemur í versum hans
og bænum.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2012 | 14:31
Höfuðskepnurnar fjórar, eru nú orðnar fimm!
Þær eru Jörð vatn, loft og eldur.
Það var ekki fyrr en á þessu ári, sem fimmta höfuðskepnan fannst, nánar tiltekið í febrúar 2012 sem fram kom í vísindariti að quinto essence (frumefnið eða rýmið) væri fundið.
Heimspekingar segja að þetta hafi staðið í Vedaritunum í þúsundir ára, en nú hafa vísindin sem sagt getað mælt þetta efni og kalla það quinto essence.
Hliðstæður við höfuðskepnurnar höfum við í skilningarvitunum og þá verður samsvörunin þannig:
Höfuðskepnurnar Skilningarvitin
Quinto essence (Rýmið) Heyrnin
Loft TilfinninginEldur Sjónin
Vatn Bragðskynið
Jörð Ilman
Af framansögðu er ljóst að hin vísindalega aðferð er mjög seinfarin, en að sama skapi er hún ákveðin staðfesting á því sem almennt er vitað og samþykkt, á hverjum tíma.
Það hefur aldrei verið fullnægjandi að segja að ekkert sé til á milli stjarnanna.Eitthvað var það sem hélt þeim á sínum stað og nú hefur því verið gefið nafnið quinto essence.
Quinto essence er efnið sem fannst í febrúar 2012
það kemur í staðin fyrir þetta ekkert sem áður var
á milli stjarnanna!