Færsluflokkur: Heimspeki

Vill vernda Snowden en skerðir málfrelsið

Ég er ekki sáttur við þá framsetningu hjá blaðamanninum, að uppljóstrarinn sé gagnrýndur fyrir að leita sér hjálpar, þar sem hjálp er að finna.

Við erum öll sammála um að þessi lönd, Kína, Rússland, Kúba og fleiri séu ekki sérstakir útverðir frelsisins, en Snowden hefur ekki í mörg hús að venda, til að njóta friðhelgi.

Bandaríkin hafa lýst eftir honum og öll lönd sem eru undir áhrifavaldi þeirra þora ekki að styggja stórveldið, jafnvel þó dauðadómur geti fylgt í kjölfarið.

Ég var reyndar að vona að mitt kæra fósturland myndi þora að veita Snowden hæli, þrátt fyrir að það hugsanlega myndi kalla yfir okkur reiði USA.

Málið er það, þrátt fyrir glæsta sögu Bandaríkjanna í gegnum aldirnar, og frelsisaðgerðir þeirra í gegnum árin, þá hafa ýmsir hlutir farið úrskeiðis, sérstaklega nú seinustu áratugina.

Fangaflutningar, Guantanamo og pyntingar, og fleiri dæmi um að Bandaríkin eru að fjarlægast sínar hugsjónir, eru öllum ljós.

Ég vil taka fram í lokin að ég vil ekkert frekar en að Bandaríkin nái áttum og fyllist nýjum anda, þar sem frumorka þeirra með frelsi til athafna og orða, sem þeir fluttu fram á seinustu tveim öldum, verði aftur kyndill stórveldisins.

 Hér er greinin.


Lyfjafyrirtækin finna nýja sölumöguleika

Sjúkdómavæðing þjóðfélaga eru nú á villtum snúning.

Uppátæki frægrar leikkonu, að nema brjóst sín á brott frá sínum eðlilega verustað, hefur verið tekið til notkunar svo hægt sé að selja lyf án þess að sjúkdómur sé til staðar.

Það er af sem áður var þegar læknar ávísuðu lyfjum við sjúkdómum.

Nú er hræðsla fólks virkjuð sem aldrei fyrr og farið að selja lyf áður en fólk verður veikt!


mbl.is Heilbrigðir fá krabbameinslyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestræn læknisfræði og efnafræði - hvert stefnir?

Hvati minn til að tala um þetta, er grein í Morgunblaðinu í dag: Stökkbreyttir sýklar mikil ógn.

Í áratugi hefur verið stuðst við DDT úðun á jurtir og akra, og efnagerður áburður hefur verið ómissandi í allri ræktun.

Í læknisfræðinni er hið sama upp á teningnum í lyfjagerð.

Þar er boðið upp á lyf sem hafa langan lista af hættulegum aukaverkunum. Jafnvel svo miklum að læknar eru í erfiðleikum með að ávísa slíkum lyfjum, því þau geri illt verra.

Þessi óeðlilega leið til að vinna bug á sjúkdómum, er þess valdandi að maður setur spurningarmerki við alla þessa uppbyggingu yfir höfuð.

Getur það verið eðlilegt ferli að vera stöðugt að vinna gegn heilbrigðri uppbyggingu og frekar stuðst við eitruð efni, í viðleitni til að halda sjúkdómum í skefjum?

Af hverju taka læknar sig ekki til, og setja upp panel með alvarlegum umræðum sín í milli, og bera saman bækur sínar og athuga hvort ekki sé til heilsteyptari leið, til að vernda heilsu fólksins.?

Það eru margir aðilar í þjóðfélaginu sem tala um jákvæðan lífsstíl sem eðlilega vörn gegn niðurbroti líkamans.

Fæðan er þar í fyrsta sæti og svo er það hreyfing.

Af hverju leggja læknar ekki meiri þunga á lífsstíl, í staðin fyrir að ávísa lyfjum í fólkið, þegar þeir vita fyrirfram að það er ekki varanleg lausn.

Þeir eiga að vita hvar skórinn kreppir og sjá í hendi sér að engar lyfjatöflur koma í staðin fyrir heilbrigðar lífsvenjur.    

Ég hef reyndar heyrt þær raddir frá læknum, að það þurfi aðra nálgun í læknisfræðinni, en slíkir menn eru í miklum minnihluta og virðast vera að vinna á móti straumnum innan stéttarinnar, því miður.

Hér má sjá umrædda grein Morgunblaðsins.


Vandinn við að þróa þjóðfélagið

Vandinn við að þróa þjóðfélagið – læknisfræði – guðfræði – siðfræði og allt hitt.

 

Þjóðarlíkaminn er samræmd heild sem er bundin saman á ýmsan hátt.

Það eru fjölskyldubönd, vinabönd, vinnufélagabönd, lærdómsbönd og  svo eru aðrir hópar eins og samtök stjórnmálanna, trúmálanna og átthaganna.

 

Sá sem hefur hug á að breyta einhverjum viðteknum sannindum, sem ekki eru lengur að fullnægja hlutverki sínu, þó þau hafi gert sitt gagn í tímans rás, þá stöndum við frammi fyrir því að bremsan á breytingar er gríðarleg.

 

Þetta sést stundum ágætlega í kvikmyndum, jafnt sem í raunheimi.

Hið jákvæða við bremsuna á framfarir, eru þær að þjóðfélagið heldur kjarna sínum nokkuð friðsamlega og stórslys verða ekki í innviðum samfélagins. Það er eins og stórt skip, sem hreyfir sig silalega og þarf hjálp smábáta til að breyta um stefnu. Það þarf að gerast hægt svo ekkert fari úrskeiðis.

 

Á sama hátt þarf þjóðfélagið hjálp ýmissa jaðarhópa til að breyta innviðum sem lengi hafa borið þjóðfélagið uppi og teljast viðtekin sannandi, þrátt fyrir að á þeim séu gallar sem kæmi þjóðfélaginu vel að yrðu leiðréttir.

Þegar breytingarnar gerast of hratt, þá fær þjóðfélagið vaxtarverki og erfiðleikar vegna jákvæðra breytinga geta komið fram.

 

Þá má tala um jákvæða verki eins og t.d. harðsperrur hjá þeim sem fara í leikfimi eftir langt hlé.

En svo litið sé yfir sviðið, þá er starf frumkvöðla afskaplega mikils virði, þeir eru fræ hins nýja tíma, þeirra endurbóta sem þjóðfélagið þarfnast.

 

Slíkir frumkvöðlar verða ekki til, nema þar sem frelsi og friður ríkir. Slíkir aðilar eru gjarnan þannig settir að hagsmunahópar þjóðfélagsins setja ekki allt of miklar hömlur á starf þeirra. Þeir eru það sem sagt er frjálsir frá hagsmunaöflunum, hvar sem þau annars eru.



Frjáls vilji - hvað er það?

Nú hugsa ég til þessa góða fólks sem í dag stendur andspænis því að þjóðfélagið hræðir þá sem eru í áhættuhópi vegna brjóstakrabbameins.

Fremst fer forstjóri Erfðagreiningar, enda hefur hann skyldur við fyrirtæki sitt og þarf að koma því á kortið.

Nú er einmitt lag til þess eftir þessa uppákomu með leikkonuna Jolie.

Þeir sem utan við standa sjá þetta meira yfirvegað og geta því tekið eðlilegri afstöðu til efnisins.

Þeir sem eru í áhættuhópnum missa hins vegar fótanna og hræðslan verður skynseminni yfirsterkari.

Ég vil segja við þennan áhættuhóp: Ég hef mikla samúð með ykkar stöðu, en bið ykkur að hugsa skírt og anda með nefinu, eins og sagt er við þá sem eru of æstir.

Ef þið fáið vitneskju um að vera í áhættuhópi. Takið þá þeirri frétt með æðruleysi og þakkið einlæglega fyrir það tækifæri sem þið nú fáið til að endurmeta lífið.

Látið tækifærið auka ríkulega við lífsgæði ykkar, með því nú að gerast ábyrgðarmenn fyrir heilsunni. Raunar átti ekki að þurfa til, þessa vitneskju um sérstaka áhættu, svo að þið mynduð hugsa vel um heilsuna, því það er heilög skylda hvers einasta manns.

Sú skylda spannar stórt svið, því að það er sál og líkami sem í hlut eiga og heilbrigði er að þetta allt saman sé í samræmi og samhljómi.

Að maður geri allt eins vel og vit og þekking segir manni. Ef maður svo finnur að þekkingunni sé ábótavant, þá er hægðarleikur að leita sér hennar. Hún er eins nálægt manni og sjálf tölvan á heimilinu. Öll þekking mannkynsins er samankomin á internetinu og því hægðarleikur að leita hennar. Það eina sem þarf er þekkingarþorsti, að mann þyrsti í þekkingu, að mann þyrsti í heilbrigt líf. Það er þessi þrá sem á að knýja þann áfram sem ekki vill vera sjúkur.

Gangi ykkur vel áhættuhópur dagsins í dag.

Á morgun verða ef til vill aðrir hópar í fókus, eins og t.d. blöðruhálskirtilskrabbameinssjúkir. Þá þarf sá hópur að standa frammi fyrir því vali hvort rétt sé að skera úr sér það líffæri.

Hver veit nema Kári forstjóri Erfðagreiningar lumi á upplýsingum um áhættuhóp í því tilefni.­­­


Krabbamein - hvað er málið?

Ég hef þá lífsskoðun að allt sem fyrir mann kemur, sé fóður fyrir okkur til að skilja líkamann og heiminn og þar með okkur sjálf.

Ef maður verður veikur, alveg sama hvað veikin heitir, þá er það samtal líkamans við eigandann, um að það sé eitthvað rangt eða ábótavant í hans atferli eða lífsmunstri.

Eins og það á við um kvef og hörgulsjúkdóma, þá á það líka við um krabbamein.

Þessi alvarlegi sjúkdómur sem margir óttast mjög og það að vonum, er að því leiti nákvæmlega eins og hinir saklausari, að hann hefur sama hlutverk þegar hann bankar á dyrnar.

Hann kallast á við eiganda sinn og þegar hann veitir svo alvarlega áminningu eins og að framleiða krabbamein, þá getur hann ekki talað skírara né hrópað hærra.

Það er hið hæðsta sem hann kemst, og hann er að segja frá því að hann sé að kafna og biðji um hjálp.

Líkaminn er að kenna okkur og við eigum að hlusta.

Ég held því fram að við forðumst sjúkdóma, með því að viðhalda réttum lífsstíl.

Lífsstíl sem er uppbyggjandi á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða matarvenjur,  tómstundir eða hugrænar og siðferðislegar reglur.

Þessa bók er ég að lesa:

how_to_cure_cancer_at_home-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Höfundur bókarinnar Bill Henderson missti konu sína úr krabbameini.

Hann heldur því fram að lækningaaðferðin sem notuð var þegar konan hans veiktist, hafi orðið henni að aldurtila.

Hinar hefðbundnu lækningar eru geislameðferð, skurðaðgerðir og lyfjainntaka.

Allar þessar aðferðir hafa það sammerkt að þær leiðrétta ekki orsökina fyrir krabbameininu, en orsökin er rangur lífsstíll.

Í viðbót við að líkaminn er að slást við erfiðan sjúkdóm, sem er að leiða hann til dauða, er honum að auki ætlað að lifa af þessar niðurbrjótandi lækningameðferðir.

Það er ofurmannlegt að bæta slíku við, þegar ofkeyrðan líkama, og gera ráð fyrir að hann lifi þær hremmingar af.

Heilbrigð skynsemi segir manni að það eigi alltaf að leiðrétta orsökina og það sem rangt er gert sé lagfært og endurbætt.

Þannig setur maður í gang uppbyggjandi ferli.


Frosti trúði á málstaðinn

Ég man eftir því þegar Frosti var að útlista þá trú sína að við Íslendingar ættum ekki að borga vaxtakröfurnar sem Holland og Bretland fóru fram á.

Þannig var andrúmsloftið á þessum tíma, bæði hér innanlands og enn fremar úti í hinum stóra heimi, að við værum mjög sekir.

Eftir að bankarnir höfðu haft sparifé af Hollendingum og Bretum þá höfðum við engar varnir.

Allir muna eftir viðbrögðum Breta með hryðjuverkalögunum, sem voru auðvitað einstök. Þau sýndu hver hugur manna var á þessum tímapunkti.

Í þeirri orrahríð allri hélt Frosti ásamt fylgismönnum sínum alltaf uppi þeim málstað að við hefðum engar skyldur til að greiða vexti á þessar upphæðir.

Nú, þegar dómur er fallinn, geta allir sagt eins og kallinn: "Nú get ég"! Vegna þessa alls er sigur okkar og sigur Frosta og félaga mjög stór og ég segi bara við ykkur: "Til hamingju Íslendingar".


mbl.is „Allir geri sér glaðan dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða hrunsins - samviskunni var úthýst

Hvar var samviskunni úthýst?

Í Háskóla Íslands, sérstaklega í kennslu í viðskiptafræðum.

Ungt fólk byrjar sín fyrstu spor í Háskólanum eftir tvítugt, einmitt þegar það er ómótað. Á þeim árum þegar sjálfstraustið er óbeislað og unga fólkið telur sig vita allt - nema það sem kennarinn í Háskólanum bætir við.

Þannig að háskólakennarinn er stórt númer og fyrirmynd nemenda sinna.

Það er ekki lítil ábyrgð sem slíkir menn hafa á ungt fólk sem er að mótast.

Einmitt þarna af öllum stöðum var því komið inn hjá viðskiptafræðinemum að ábyrgð og samviska væru ekki ætluð að vera meðferðis þegar farið væri að stunda viðskipti og setja á stofn fyrirtæki.

Fyrirtæki væru ekki samfélagsverkefni. Þau ættu ekki að hugsa um hag fólksins sem vinnur hjá fyrirtækjunum, heldur eingöngu að skapa hagnað.

Þetta var fyrsta stóra skemmdin í kennslunni.

Að ganga fram án þess að skeyta um velferð fólksins sem eru undir mann sett, ber feigðina í sjálfu sér.

Ég man eftir því að talað var um, að fyrirtækin ættu ekki að vera félagsmálastofnanir, með þeirri meiningu að stjórnendur ættu ekkert tillit að taka til sinna starfsmanna.

Í þessum orðum sá ég stóra og alvarlega villu, sem er sú að breiða yfir og burtreka mennskuna.

Það hafa allir skyldum að gegna.

Starfsmenn fyrirtækis, með því að vera ábyrgðarfullir í smáu og stóru, og stjórnendur fyrirtækja, með því að koma fram við starfsfólkið, af ábyrgð og með verndandi bliki.


Vonda stjúpan er á undanhaldi

Stjúpan í dag er ekkert lík þessari hornóttu úr gömlu ævintýrunum.

Þetta leyfi ég mér að segja að fenginni reynslu.

Þannig vill til að ég hef séð í kringum mig mörg dæmi um frábæra aðkomu stjúpmömmu að börnum og gert það með svo óaðfinnanlegum hætti að það hefur vakið aðdáun mína.

Nú á tímum eru flestar fjölskyldur að einhverju leyti í þessum aðstæðum að aðkoma stjúpu og/eða stjúpa er staðreynd.

Auðvitað hefur þetta í för með sér mjög miklar kröfur, á svokallaða vandalausa, sem reyna eftir mætti að vera ígildi blóðforeldra.

Hvati minn til að nefna þetta, er þörf grein eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur í Fréttatímanum í dag , sjá hér.


Rennur vínið ekki lengur ljúflega niður?

Undanfarna daga hafa komið fréttir af því að eldra fólk þjáist af ofdrykkju og pilluáti.

Alltaf þegar slík frétt birtist, þá verður mér hugsað til liðins árs, þegar Íslands Hrafnistumenn fóru mikinn og settu upp vínbar á vistheimili gamla fólksins.

Það var talað af miklum þunga, um að gamla fólkið kynni að fara með vínföngin, og þeim væri ekkert að vanbúnaði, að hafa slíkan varning í sínum salarkynnum. Þetta væri frjálst fólk og væri einfært með að velja sér drykkjarföng.

En eftir fréttunum þessa dagana að dæma, þá er bara ekki allt svona slétt og fellt. Það er reyndar alvarlegur vandi til staðar hjá gamla fólkinu. Það kann ekki fótum sínum forráð, þegar vín er annars vegar, eða svo segja fréttirnar.

Öðru var þó haldið fram á liðnu ári.

Þeir sem töluðu hátt þá, ættu að skoða dæmið eins og því er lýst þessa dagana.

Líklega er málið ekki eins einfalt og áður var talið, og jafnvel er það bara alvarlegt, því miður.

Hvað með þetta fólk sem er í vanda, getur það staðist það álag að hafa vínið rennandi í næsta herbergi, eða jafnvel í eina góða afdrepinu sem stofnunin hefur að bjóða þessu fólki?

Þarf ekki Hrafnista að endurskoða sína vínstefnu í ljósi fréttanna nú um stundir?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband