Vandinn við að þróa þjóðfélagið

Vandinn við að þróa þjóðfélagið – læknisfræði – guðfræði – siðfræði og allt hitt.

 

Þjóðarlíkaminn er samræmd heild sem er bundin saman á ýmsan hátt.

Það eru fjölskyldubönd, vinabönd, vinnufélagabönd, lærdómsbönd og  svo eru aðrir hópar eins og samtök stjórnmálanna, trúmálanna og átthaganna.

 

Sá sem hefur hug á að breyta einhverjum viðteknum sannindum, sem ekki eru lengur að fullnægja hlutverki sínu, þó þau hafi gert sitt gagn í tímans rás, þá stöndum við frammi fyrir því að bremsan á breytingar er gríðarleg.

 

Þetta sést stundum ágætlega í kvikmyndum, jafnt sem í raunheimi.

Hið jákvæða við bremsuna á framfarir, eru þær að þjóðfélagið heldur kjarna sínum nokkuð friðsamlega og stórslys verða ekki í innviðum samfélagins. Það er eins og stórt skip, sem hreyfir sig silalega og þarf hjálp smábáta til að breyta um stefnu. Það þarf að gerast hægt svo ekkert fari úrskeiðis.

 

Á sama hátt þarf þjóðfélagið hjálp ýmissa jaðarhópa til að breyta innviðum sem lengi hafa borið þjóðfélagið uppi og teljast viðtekin sannandi, þrátt fyrir að á þeim séu gallar sem kæmi þjóðfélaginu vel að yrðu leiðréttir.

Þegar breytingarnar gerast of hratt, þá fær þjóðfélagið vaxtarverki og erfiðleikar vegna jákvæðra breytinga geta komið fram.

 

Þá má tala um jákvæða verki eins og t.d. harðsperrur hjá þeim sem fara í leikfimi eftir langt hlé.

En svo litið sé yfir sviðið, þá er starf frumkvöðla afskaplega mikils virði, þeir eru fræ hins nýja tíma, þeirra endurbóta sem þjóðfélagið þarfnast.

 

Slíkir frumkvöðlar verða ekki til, nema þar sem frelsi og friður ríkir. Slíkir aðilar eru gjarnan þannig settir að hagsmunahópar þjóðfélagsins setja ekki allt of miklar hömlur á starf þeirra. Þeir eru það sem sagt er frjálsir frá hagsmunaöflunum, hvar sem þau annars eru.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband