Hneykslið í Kópavogi

Hvaða hneyksli?

Ég kem að því á eftir.

Hvati minn til að minnast á hneykslið er grein Styrmis Gunnarssonar í Sunnudags Mogganum í dag.

Sjá hér.

Styrmir gagnrýnir sjálfstæðisflokkinn og telur hann ekki tilbúin til að taka við stjórnartaumunum, án þess að leggjast í sjálfsskoðun.

Það vil ég taka undir og nú kem ég að hneykslinu í Kópavogi.

Bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson sýndi þá löskuðu sjálfsmynd, að hann hækkaði bæjarstjóralaun sín upp úr allri skynsemi.

Maðurinn sem komin er í forsvar fyrir flokkinn og er merkisberi um nýja tíma, þar sem flokkurinn ætlar að vera fyrirmynd í smáu og stóru.

Í stað þess að vera sú fyrirmynd þá tekur hann hinn pólinn og bendir í aðrar áttir: "Þetta eru bara álíka laun og menn hafa í sambærilegum stöðum".

Af hverju valdi Ármann að benda á ýtrustu dæmi í stað þess að nota nú tækifærið og sýna að starfsmenn flokksins kæmu fram af hógværð og sýndu ný viðmið.

Var ekki upplagt að nota nú tækifærið og slá nýjan tón?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband