Færsluflokkur: Heimspeki
28.4.2011 | 12:43
Sai Baba jarðaður í gær - Stórbrotinn maður er genginn
Mikill kveðjustund er að baki, þar sem fylgjendur Sai Baba sýndu honum sína hinstu virðingu í lifanda lífi.
Meðal syrgjenda áttu öll trúarbrögð sína fulltrúa, kristnir, gyðingdómur, Islam og Buddistar.
Meðal tíginna fyrirmanna Indlands var Dr. Manmohan Singh forsætisráðherra, ásamt Soniu Gandhi formanni Congress flokksins. Videóupptaka af heimsókninni.
Sai Baba var mikil blessun fyrir Indland og fyrir heimsbyggðina. Hann kom með æðri sýn og færði mannkyninu ósérhlífna ástúð, með starfi sínu fyrir almúgann.
Hann beytti sér fyrir hreinu vatni handa öllum og ókeypis læknishjálp fyrir fátæka.
Fólk af öllum trúarbragðahreyfingum veittu honum hollustu, enda eru kenningar hans yfir trúarbrögðum hafin, að því leyti að hann ætlaðist til að fólk þjónaði þeim trúarbrögðum sem eru þeim kær.
Kærleikurinn er undirstaða og aðall alls. Og með hann í farteskinu er gert ráð fyrir að fólk láti alls staðar gott af sér leiða.
Sai Baba á góðum aldri Sai Baba kveður fólk sitt hinsta sinni
Grein í Morgunblaðinu frá 15. desember 2001 eftir Pál Erlendsson
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2011 | 12:07
Sai Baba - andlegur meistari (1926 - 2011)
Það er margt sem fer gegnum hugann þegar lát Sai Baba berst um heimsbyggðina.
Þessi andlegi meistari var uppi á okkar tímum!
Nægar heimilidir eru til um hans tilveru, æsku og fullorðinsár. Eitthvað annað en margir segja um Jesú Krist.
Það eru margir sem segja sigri hrósandi að Kristur hafi ekki verið hér, það séu engar heimildir nægilega traustar til að mark sé á þeim takandi.
Svo kemur til jarðarinnar á okkar tímum, sá maður sem er hliðstæða við okkar eigin trúarbragðahöfund.
Hvernig fara Tómasar allra landa að meðtaka það. Jú, jafnvel þó meistarinn sé á meðal okkar og um hann séu skrifaðar bækur, sem berast okkur frá öllum heimshornum, þá kemur það fyrir lítið, þar sem Tómasar vantrúarinnar eru saman komnir.
Það er nefnilega hægt að afneita hverju sem er, ef það fellur ekki inn í heimsmynd viðkomandi manna.
Eftir stendur að kraftaverkin gerast. Undur og stórmerki eiga sér stað, en Tómasar allra tíma hafa tök á að líta undan, eða afneita því sem þeir jafnvel sjá og þreifa á.
Tómas Biblíunnar er þó sagður hafa trúað, er hann þreifaði á síðu Jesú Krists og fann sár hans eftir krossfesinguna og síðulag hermannsins.
Jesú sagði þó í því tilefni við Tómas: "Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó".
Það er nefnilega mikið happ að geta með innblæstri og hreinu hjarta skilið sannleikann og kjarnann, sem falinn er í hverju máli.
Einkunnarorð Sai Baba
Love all - Serve all
Help ever - Hurt never
Sai Baba sagði
Hendur þeirra sem þjóna, eru heilagri en varir þeirra sem biðja
Jesú Kristur sagði
Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá
22.4.2011 | 13:26
Páskar - hvernig tökum við á móti þeim
Ég er búin að lifa marga páska.
Í æsku var það páskaegg sem voru í fókus. Það var hlakkað til að bragða á súkkulaðinu.
Á miðjum aldri var fríið vel þegið frá erli dags og vinnu.
Nú þegar ég er sestur í helgan stein og hver tími tekur við af öðrum, svo að segja átakalaust, þá get ég loksins sest niður og íhugað gildi páskanna, út frá fleiri hliðum en páskaeggjum og frídögum!
Þá verður auðvitað fyrst fyrir að hugsa til píslargöngu Krists. Ekkert auðvelt verk sem hann þar undirgekkst, sem hann þó virðist hafa látið yfir sig ganga, þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til að víkja sér undan því pístlarvætti.
Ekki er annað að sjá en hann hafi litið á sitt hlutverk sem óhjákvæmilegt, bæði sem þjónustu sína við mannkynið, og til að vekja sofandi og skilningsvana fólkið.
Þessar línur eru ritaðar á föstudaginn langa. Sem betur fer fyrir mig og fleiri þá er þessi dagur sársaukalaus og öðrum líkur, hvað varðar viðurværi og atlæti annað, þó maður hugsi sitt í tilefni dagsins.
Ég nota daginn og dagana til að lesa bækur. Í gær lauk ég við eina bók sem mér hafði verið sérstaklega bent á.
Þó svo að bókin sé ekki á mínu megin áhugasviði , sem er trúarleg heimspeki og náttúrulegar lækningar, þá lét ég til leiðast, því maðurinn sem benti mér á bókina er mér sérstaklega kær.
Bókin heitir "Ég var felubarn" og eru endurminningar Karls Olufs Bang, sem hann ritar sjálfur.
Hún fjallar um dreng sem átti ekki opinberlega neina foreldra. Var alin upp sem munaðarlaus, því móðir hans mátti ekki, vegna tíðarandans, gangast við honum. Hann naut ekki kærleika og foreldra ástúðar, sem er mjög undarlegt að verða vitni að, og það er eins og maður sjálfur upplifi tómleika drengsins.
Furðulegt lífshlaup þessa manns var svo lýst í bókinni og spannaði tímann frá 1909 til 1990
Mjög fróðlegt að kynnast því hvernig fólk fór að því að komast af, við lítil efni og fá tækifæri, á fyrri hluta þeirrar aldar.
Sögusviðið var Kaldalón í Ísafjarðardjúpi, Æðey, Ísafjörður og Reykjavík fyrir og eftir seinni heimstyrjöld og þrautir áranna kringum fyrra heimsstríð.
Sögumaður vann hjá bræðrunum Ásgeiri og Halldóri í Æðey. Hann vann hjá Kveldúlfi. Hann vann hjá Jóhanni Ólafsssyni hf og Ó. Johnson&Kaaber hf, ásamt því að vinna hjá Kaupfélagi Ísafjarðar og Katli Guðmundssyni kaupfélagsstjóra.
Einnig á fleiri stöðum sem of mikið yrði upp að telja. Það sem var þó sammerkt með öllu þessu, var það að hann ávann sér alls staðar trausts og virðingar vegna dugnaðar og samviskusemi við störf sín.
Hann kunni ekkert annað en að vera trúr í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það var hans aðall.
Merkilegt lífshlaup alþýðumanns í fóstri hjá Sigvalda Kaldalóns tónskáldi og lækni
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 11:10
Tilbiðja trúarbrögðin sama Guð ?
Ég rakst á svipaða spurningu í morgun, nema að þar var aðeins samlíking milli Islam og kristindómsins.
Um þetta vil ég segja:
Ef við setjum kærleika inn í staðin fyrir trúarbrögð, þá lítur dæmið allt öðruvísi út.
Það er vegna þess, að hið góða í manninum, hefur sig upp fyrir trúarbrögð. Þá er fyrst hægt að tala um mælikvarða sem hefur sama gildi alls staðar.
Svo að þá segjum við: Eru allir jafnir fyrir Guði ?
Ef spurningin væri á þessa leið, myndi ég segja Já við henni.
Allir eru jafnir fyrir Guði og það er aðeins hið góða í manninum sem er mælikvarðin. Meira að segja þeir sem burt reka hið góða úr sínu hjarta, eiga samt von, því að Guð er þolinmóður og fyrirgefandi, svo að allir fá tækifæri til betrunar.
Mamma mín og blómahafið vekja upp hið góða í hjarta mínu
Fallega sveitakirkjan vekur upp virðingu og hið góða í manninum
Falleg náttúran vekur upp hið góða í manninum - vona ég
19.4.2011 | 12:16
Sigur sannra Finna og stjórnmálin á Íslandi
Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fygjast með stjórnmálunum, að það urðu straumhvörf með stórsigri Sannra Finna.
Burtséð frá því hvað sá flokkur stendur fyrir, er eins víst að hér á landi er mikil þörf fyrir nýtt afl, eða nýtt fólk sem ber uppi málstað Sannra Íslendinga.
Í Silfri Egils á sunnudaginn, var einn maður með þá framsetningu, að í þrem flokkum væri mjög stór hópur manna, sem hefði sameiginlega pólitíska sýn, þó svo að þeir væru skiptir niður í marga flokka.
Þetta tek ég heils hugar undir. Samnefnari manna er nefnilega miklu víðfeðmari, heldur en það sem sundrar.
Eftir hrunið þarf að leggja áherslu á að fram komi nýjir menn sem myndu bera uppi þessa sýn, og um leið hafa viljann til að vinna saman með nýjum áherslum.
Í dag fékk ég bréf frá MP banka. Verið var að kynna nýja eigendur að bankanum.
Það sem vakti sérstaka athygli mína var það, að ákveðin hafa verið laun stjórnarmanna og eru þau gleðilega sanngjörn og í anda endurreisnarinnar í þjóðfélaginu.
Stjórnarmaður (Þorsteinn Pálsson fyrrv. forsætisráðherra) 500.000 kr. á mánuði
Varaformaður (Skúli Mogensen stóreigandi í MP banka) 250.000 kr. á mánuði
Meðstjórnendur 250.000 kr. á mánuði
Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með stefnu MP banka, sem ég vona að verði leiðandi fyrir aðrar fjármálastofnanir.
Silfur Egils er fjölbreyttur þáttur og oft eru þar frábærir viðmælendur
Sigurvegari Sannra Finna Timo Soini
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 10:03
Prestar Íslands, ekki blanda pólitík í boðun kirkjunnar
Í Fréttatímanum í dag, er grein þar sem haft er eftir Gunnari Kristjánssyni prófasti og Kristínu Þ. Tómasdótttur héraðspresti við Kjalarnesprófastsdæmi, að þau vilji meiri pólitík í kirkjuna.
Þetta hugnast mér afskaplega illa.
Prestar eru ekki pólitíkusar, þeir eru komnir til að þjóna Guðsríki og sóknarbörnum sínum á andlega sviðinu.
Það reyndist ekki vel þegar Talibanar í Afganistan fóru að stjórna landinu. Drógu með sér það versta sem til var, í fari þeirrar trúarhreyfingar sem þeir voru í forsvari fyrir.
Þeir eyðilögðu trúarleg verðmæti sem öðrum trúardeildum voru mikils virði.
Ég segi bara við presta landsins.
Í Guðs bænum komið með kærleika og andlega sýn með ykkur inn í kirkjuna.
Verið þar eldhugar á líkan hátt og séra Haraldur Níelsson var á sinni tíð.
Boðið Guðs ríki og haldið ykkur frá heiminum, ef svo má segja. Með það í huga að þið safnið andlegum vísdómi til að hafa með ykkur í kirkjuna og gefa þannig fólki nýjan kraft og endurnýjaða hugsun.
Það væri til að bera í bakkafullan lækinn að ekki væri einu sinni skjól í kirkjunni fyrir pólitísku þrasi.
Auðvelt er að sjá að slíkt leiðir til ófarnaðar, alla vega fyrir kirkjuna og það Guðsríki, sem hún á að boða.
Þá yrði messutími ekki lengur samkoma fólksins í söfnuðinum, þar sem allir koma saman, óháð pólitískri sýn.
Færu prestar að boða ákveðna pólitík, þá kæmu aðeins þeir sem eru samsinna þeim ákveðna presti. Þar með hefði hver prestur misst sitt kennivald yfir í lágkúru pólítíkur, í stað þess að vera "salt jarðar" sem á endanum myndi leiða þjóðfélagsþegnana til betri vinnubragða í pólitík.
Fréttin í Fréttatíman í dag
Haraldur Níelsson var merkur og vinsæll kennimaður
Megi fallega sveitakirkjan vera vettvangur andlegrar boðunar
Menn koma til kirkju til að heyra Guðs orð og meðtaka það
14.4.2011 | 16:13
Plastrusl er verðmæt olía í föstu formi!
Maður að nafni Akinori Ito frá Japan, á heiðurinn af því að hafa fundið upp tæki, sem framleiðir olíu úr ruslinu, sem alls staðar er til vandræða.
Þetta eru ótrúleg tíðindi sem virðast ekki fara hátt, enn sem komið er.
Hugsið ykkur að allt plastrusl má endurvinna með einföldum hætti.
Öllu plasti er troðið í tækið hans Akinori og svo lokar hann þrystikútnum og hitar upp innihaldið.
Úr þessu verður þegar í stað nýtanleg olía.
Allt rusl jarðarinnar af þessum toga er því orðið verðmætt efni.
Allar plastflöskur fá virðingarvert framhaldslíf
Þessar stóru plaststæður myndu gera mikið gagn
Það á við allt plast og frauðplast o.s.frv.
Hlekkur á myndina sem skýrir þetta til fulls
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2011 | 17:33
Forsetinn brillerar á Bessastöðum
Ég var rétt í þessu að hlýða á forseta Íslands, þar sem hann talaði máli þjóðarinnar, svo unun var á að hlýða.
Í fyrra kom berlega í ljós að forsetinn er mjög fær talsmaður fyrir okkar málstað.
Hann var margsinnis í beinni útsendingu erlendis og fór þar á kostum.
Nú er að sjá að hann hafi undirbúið sig vel, og hafi allt uppi á borðinu, sem er málstað Íslands til framdráttar.
Það kom sérstaklega vel í ljós þegar hann svaraði spurningum fréttamanna.
Eftir hans yfirferð er ég miklu bjartsýnni en áður, að málið fái farsælan endi fyrir okkur.
Með hann sem talsmann á erlendri grund, þá er vel séð fyrir því að við náum vopnum okkar, og að málstaður okkar verði virtur.
Auðvitað er það svo nauðsynlegt að öll þjóðin sé samhljóma og hafi þessi rök handbær.
Ég anda léttar eftir þennan blaðamannafund !
Forseti Íslands er skeleggur ræðumaður
Forsetinn hefur verið farsæll í starfi
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2011 | 21:44
Einu trúarbrögðin sem gilda í eilífðinni er kærleikurinn
Það er kjarni málsins. Kærleikurinn einn og án kennisetninga af hvaða tagi sem er, hefur gildi í bráð og lengd.
Mörgum virðist það erfitt að undirgangast og samþykkja, að þeirri eigin trú sé ekki sú eina útvalda. Heldur sé það hið góða í manninum sem hefur lokaorðið.
Kærleikurinn og hin umvefjandi umhyggja fyrir mannkyninu er það sem færir hluti úr stað.
Móðirin sem umvefur börnin sín og er tilbúin að verja þau og fyrirgefa þeim út í hið óendanlega, þarf að stækka þetta viðhorf þannig, að það eigi við um allt mannkynið.
Verða einskonar heimsmóðir sem umvefur hið stóra mannhaf með elsku sinni og kærleika.
Móðurástin hrein og tær
Hin altumvefjandi móðir sem umvefur tilveruna
Blómin vekja upp hið fínlega í manninum
Virðing og umhyggja - ákall 21. aldar
4.4.2011 | 17:06
Bænin er mælanlegt afl !
Það er ótrúlegt en satt. Bænin er komin í vísindalegan farveg og hægt er að staðfesta kyngi hennar og kraft.
Dr. Masaru Emoto horfði á snjóflygsurnar falla af himnum ofan. Þá datt honum í hug að snjókristallarnir gætu verið sýnilegir í vatninu.
Hann hefur gert margar tilraunir og komist að merkilegri niðurstöðu. Að það er mælanlegt á kristöllum hvort þeir verða fyrir kærleiks- eða hatursbylgjum.
Svörunin er eins og vænta mátti sú, að þegar kærleiksbylgjurnar umvefja, þá er svörunin líf og ljós.
Séu hatursbylgjur notaðar verður svörunin öndverð, doði og lífleysi.
Kærleiksbylgjurnar eru undirstaða lífsins og öll trúarbrögð rækta þann neista, þegar þau sameinast í bænum sínum fyrir betri heimi.
Hin földu skilaboð vatnsins koma fram í vatnskristöllum
Dr. Masaru Emoto og uppgötvun hans
Vatnsfallið er bindiefnið milli efnis og anda