Frjáls vilji - hvað er það?

Nú hugsa ég til þessa góða fólks sem í dag stendur andspænis því að þjóðfélagið hræðir þá sem eru í áhættuhópi vegna brjóstakrabbameins.

Fremst fer forstjóri Erfðagreiningar, enda hefur hann skyldur við fyrirtæki sitt og þarf að koma því á kortið.

Nú er einmitt lag til þess eftir þessa uppákomu með leikkonuna Jolie.

Þeir sem utan við standa sjá þetta meira yfirvegað og geta því tekið eðlilegri afstöðu til efnisins.

Þeir sem eru í áhættuhópnum missa hins vegar fótanna og hræðslan verður skynseminni yfirsterkari.

Ég vil segja við þennan áhættuhóp: Ég hef mikla samúð með ykkar stöðu, en bið ykkur að hugsa skírt og anda með nefinu, eins og sagt er við þá sem eru of æstir.

Ef þið fáið vitneskju um að vera í áhættuhópi. Takið þá þeirri frétt með æðruleysi og þakkið einlæglega fyrir það tækifæri sem þið nú fáið til að endurmeta lífið.

Látið tækifærið auka ríkulega við lífsgæði ykkar, með því nú að gerast ábyrgðarmenn fyrir heilsunni. Raunar átti ekki að þurfa til, þessa vitneskju um sérstaka áhættu, svo að þið mynduð hugsa vel um heilsuna, því það er heilög skylda hvers einasta manns.

Sú skylda spannar stórt svið, því að það er sál og líkami sem í hlut eiga og heilbrigði er að þetta allt saman sé í samræmi og samhljómi.

Að maður geri allt eins vel og vit og þekking segir manni. Ef maður svo finnur að þekkingunni sé ábótavant, þá er hægðarleikur að leita sér hennar. Hún er eins nálægt manni og sjálf tölvan á heimilinu. Öll þekking mannkynsins er samankomin á internetinu og því hægðarleikur að leita hennar. Það eina sem þarf er þekkingarþorsti, að mann þyrsti í þekkingu, að mann þyrsti í heilbrigt líf. Það er þessi þrá sem á að knýja þann áfram sem ekki vill vera sjúkur.

Gangi ykkur vel áhættuhópur dagsins í dag.

Á morgun verða ef til vill aðrir hópar í fókus, eins og t.d. blöðruhálskirtilskrabbameinssjúkir. Þá þarf sá hópur að standa frammi fyrir því vali hvort rétt sé að skera úr sér það líffæri.

Hver veit nema Kári forstjóri Erfðagreiningar lumi á upplýsingum um áhættuhóp í því tilefni.­­­


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband