22.2.2015 | 14:31
Bólusetningar - Böl eða blessun ?
Í leiðara Morgunblaðsins í gær laugardaginn 21. febrúar 2015 segir svo:
Mikilvægi bólusetninga. Tortryggni gegn bólusetningum er lífseig, en byggð á gervivísindum.
Þó þetta sé skrifað í virðulegt blað sem ég er búin að vera áskrifandi að í 50 ár, er ekki sjálfgefið að það sé heilagur sannleikur og ég leyfi mér að mótmæla þessum fullyrðingum blaðsins.
Það gengur nú um heiminn mikill slagur gegn lyfjaiðnaðinum sem orðin er ríki í ríkinu með sínum ógnarmiklu fjármunum sem þeir setja í að móta almenningsálitið.
Þetta kerfi styrkir allt er lýtur að almannatengslum, til að skapa sér velvild út um þjóðfélögin, því það er vísasti vegurinn til að viðhalda góðri sölu og tilheyrandi hagnaði.
Staðreyndin er þó sú, að því meira sem fólk lærir um fræðin því meiri verður mótstaðan gegn þessari ofnotkun á lyfjunum, en bólusetningar eru einnig lyfjainntaka.
Fyrir stuttu síðan var Dr. Suzanne Humphries í fyrirlestraferð um Norðurlönd, en hún er höfundur að miklu fræðiriti um bólusetningar.
Bókin heitir Dissolving Illusions og er komin í bókasöfn á ensku.
Væntanleg á þessu ári á íslensku.
Hún var dæmigerður læknir í upphafi ferils síns og bólusetti fólk, en hún er lyflæknir með sérgrein á nýrnasjúkdómum.
Hún var mikið í rannsóknarvinnu, sem gerði hana að lokum afhuga bólusetningum svo hún var ekki lengur í já-liðinu og hætti að starfa á þessu sviði.
Það þarf að hafa í huga að læknar starfa undir miklum þrystingi frá lyfjaiðnaðinum.
Þeir verða að halda hópinn og ef einhver fer út af sporinu og er ekki með í já-liðinu sem dýrkar bólusetningatískuna, hvað sem líður veiklaðra ónæmiskerfi og tilheyrandi lakari heilsu almennings þá eru menn settir út af sakramentinu, ef þeir ekki jafnvel missa lækningaleyfið.
Við höfum margar sögur um það að heilbrigðisstarfsfólk verður að láta bólusetja sig eða missa vinnuna ella.
Svo að það er ekki að undra að aðrar hliðar málsins eiga erfitt uppdráttar.
Enda er sagt að sannleikurinn sé alltaf lengi á leiðinni!
Mathna Gandhi sagði fyrir margt löngu um bólusetningar: Bólusetning er siðlaus aðgerð og banvænni en aðrar ranghugmyndir á okkar tímum. Samviskufangar bólusetninga ættu að standa einir og sér, ef þörf krefur, á móti öllum heiminum, í vörn gegn þessari vá.
Herra Gandhi gerði meira en að vara við bólusetningum, því hann gaf út bók
um heilbrigði sem heitir A Guide to Health og er hún öllum aðgengileg á netinu án greiðslu.
Eins og er háttur þegar vitrir menn tala, þá er sannleiksþráðurinn svo sterkur að hann er í raun eilífur, eða stendur lengur heldur en eina kynslóð.
Í bók Dr. Peter C. Götzsche höfund bókarinnar Deadly Medicine and Organiseret Crime segir að lyf séu í þriðja sæti yfir mestu dauðsvalda í nútíma samfélagi.
Ef svona ummæli hringja ekki aðvörunarbjöllum hjá okkur, þá er eitthvað mjög mikið að.
"Starfsmenn stjörnvalda og lyfjaiðnaðarins gegn lífi og heilsu", segir í bókinni "Den tilbageholdte viden om helbredelser"
Í bók Dr. Peter Götzsche lýsir hann hvernig hliðstaða er með lyfjaiðnaðinum og glæpastarfsemi.
Dr. Peter er stórt nafn í Danmörku. Hann er stjórnarformaður í Cochrane Center við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Það eru samtök sem rannsaka lyfjahneyksli og fleiri mál þar sem farið er út af sporinu í læknisfræðilegum efnum.
Athugasemdir
Sæll Sigurður!
Það vantar alltaf meira inn í umræðuna að hverju beri að keppa eftir í lífinu? = Er til eitthvert loka-takmark?
Hver stendur næst "GUÐI" af öllum jarðarbúum?
"Mjó er gatan sem leiðir til lífs; það eru fáiir sem finna hana". (Biblían).
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1591586/
Jón Þórhallsson, 22.2.2015 kl. 15:02
Geta jarðarbúar komið sér saman um það hver standi næst "GUÐI" hér á jörðu?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1591586/
Jón Þórhallsson, 22.2.2015 kl. 18:39
Heill og sæll Jón Þórhallsson og takk fyrir spurningarnar sem með fylgja.
Að hverju ber að keppa spyrð þú, og ég svara fyrir mig.
Ég keppi að því að fræðast um áhugaefni mín og lifa lífinu í eins miklum friði og einingu eins og mér er framast unnt, með hliðsjón af mínum eigin göllum og þeirra sem ég á samneyti við.
Takmark lífsins finnst mér vera að þroskast frá hinu þyngra efni yfir í ljóssins veröld, eða fíngerðara efni.
Hver stendur næst Guði af öllum jarðarbúum spyrð þú, og nú játa ég að við þessu á ég ekki til svar.
Hins vegar held ég að allir einstaklingarnir sem byggja jörðina eigi að elska hvern annan og þjóna hver öðrum og vera alltaf til góðs.
Mikill meistari sem nú er farinn héðan hafði sem einkunnarorð: Elskið Alla - Þjónið öllum - Hjálpið alltaf - Meiðið engan. Þetta finnst mér frábært og alhliða.
Geta jarðarbúar komið sér saman um það hver standi næst "GUÐI" hér á jörðu? spyrð þú.
Ég held að menn geti ekki komið sér saman um það - og er nokkur þörf á því að menn þurfi að hafa eina og sömu skoðun í því efni.
Er ekki alveg nóg að menn séu sammála um að þeir séu hér samankomnir til að læra og þroskast og til að lifa saman í friði og einingu. Er það ekki bara töluvert afrek fyrir okkur, með hliðsjón af því hvað við erum vanmegna þegar við eigum að taka okkur á. Þegar við eigum að sýna einhverja stillingu og hófsemd og vit.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 22.2.2015 kl. 21:23
Dr.Helgi Pjetursson (í Nýalsfræðunum) sá mikilvægið í því að reyna að ná sambandi við mennsk samfélög annarsstaðar í alheimi; sem væru komin lengra í þróuninni en við jarðarbúarnir= Svo að flýta mætti fyrir allri þróun hér á jörðu.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1553313/
-------------------------------------
Svo mætti líka velta því upp hvort að umhverfisþættir skipti ekki miklu.
Spurningin hlýtur að vera hvort að maðurinn gæti skapað sér einhverskonar kjör-aðstæður sem væru án áhættuþátta?
Þá fyrst mætti kannski sleppa bóluefnum.
Jón Þórhallsson, 22.2.2015 kl. 22:03
Ég held að mannkynið sé hérna í þeim tilgangi að þroskast og um leið að leysa þau vandamál sem standa á þeim.
Frumskylda mannsins er að halda góðri heilsu með þeim ráðum sem hafa verið tilreydd honum til handa, sem eru hinar náttúrulegu gjafir sem gróa í og á jörðu.
Lyfin sem nú eru svo aðsópsmikil eru manninum ekki eðlislæg og þegar maðurinn er heilbrigður vegna þess að hann lifir heilbrigðu lífi, þá dettur þörfin á inngripi niður.
Lyfin eru hluti af dauðalögmálinu á sama hátt og sá siður að drepa dýr sér til viðhalds. Þannig er dauðinn alltaf dýrkaður hvern einasta dag. Ekki er það leiðin til að laða að sér ljóssins verur, hvorki frá andlegum heimi né efnislegum.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 22.2.2015 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.