1.11.2014 | 13:14
Sjúkdómavæðing þjóðfélagsins er gríðarleg
Sjúkdómavæðing geðkvillanna
Íslendingar eiga Norðurlandamet í notkun svefnlyfja og róandi lyfja.
Þar kemur fram að sjúkdómsgreining verður sífellt útþynntari og marklausari, þannig að aðeins er verið að fá átyllu til að ávísa lyfjum, án þess að raunverulegur sjúkdómur sé til staðar.
Síðan verða lyfin sjálf orsakavaldur sjúkdóma!
Ekki góð þróun nema fyrir þá sem framleiða lyfin.
Það vantar alltaf fé í heilbrigðiskerfið, enda bólgnar það út á alla enda og kanta.
Raunar væri það mjög sterkt að leggja peninga í fræðslu um það hvernig maður ávinnur sér og viðheldur heilbrigði.
Það er nefnilega vitað hvaða reglum er farsælast að hlýta til að viðhalda góðri heilsu og um leið að minnka þrystinginn á heilbrigðiskerfið.
Eru menn ekki einmitt í óðaönn að vinna að því markmiði?
Ég hef ekki heyrt lækna leggja þeirri hugmynd lið, að auka fræðslu á forvarnarsviði til að minnka aðsóknina á heilbrigðisstofnanirnar.
Vilja læknar í raun og veru að þeir sökkvi á kaf undan lítið sjúku fólki, þannig að ekki er tími fyrir annað en að skrifa lyfseðil til að minnka álagið.
Getur það verið að læknar vilji frekar hafa marga sjúklinga sem lítið amar að, heldur en fáa og alvarlega veika, þar sem þeirra sérgrein kemur betur að notum og meiri tími er aflögu til að sinna þeim sem í raun eru alvarlega veikir.
Það eru þessar hliðar á málinu sem mér finnst áhugavert að tekið sé á.
Þessari sjúkdómavæðingu verður að linna, svo einfalt er það, bæði þjóðfélagsins vegna og einstaklinganna sem verða undir og fyrir barðinu á þessu kerfi.
Skattgreiðendur stynja líka þungan yfir sjúkdómskostnaðinum.
22.8.2014 | 13:18
Busavígsurnar
Það var þá svona einfalt að stöðva þessa lágmenningu og ofbeldi gagnvart nýnemum.
Ekki þurfti meira til en einfalda tilkynningu hvers skóla fyrir sig.
Þetta máttu allir hlutaðeigandi vita, því að skólastjórnendur halda uppi reisn skóla síns og gæta að lögum og reglum, og þeir setja einnig sínar eigin umgengnisreglur, sem um leið lýsir sýn viðkomandi skóla á því, sem er boðlegt og ekki boðlegt.
Auðvitað lýsi ég yfir mikilli gleði með að nú skuli loksins vera komið fyrir þetta brálæði.
Að láta unga fólkið komast upp með að lítilsvirða sína nýju skólagesti er svo mikill dómgreindarskortur að furðu sætir, um leið og það varðar reyndar við lög, þegar verst lætur.
En steininn tók auðvitað úr, þegar að skólastjórnendur leyfðu þessa ómenningu, að fara fram á skólans vegum. Þannig gáfu þeir samþykki fyrir því að niðurlægja nýnema og gera þeim svo erfitt um vik, að margir hafa ekki borið þess bætur.
En þá er málinu væntanlega lokið og eðlilegur sómi tekinn við stjórn á skólunum okkar.
Það er fagnaðarefni.
Busavígsla í "menntaskóla" (mynd úr Fréttablaðinu í dag)
19.8.2014 | 14:05
Kæru vantrúarmenn!
ég hef verið að hugsa til ykkar undanfarið.
Það er þessi reiði og deiluþörf sem undrar mig.
Þið eruð yfirleitt ungir menn á besta aldri og vonandi er heilsan góð í samræmi við það.
Hvað er þá að skaprauna ykkur?
Af hverju má ekki hluti mannkynsins trúa á Guð?
Eru hugmyndir ekki eign okkar allra, og mönnum frjálst að eiga sína lífsspeki fyrir sig, án þess að það þurfi að skapa einhver leiðindi og deilur?
Ég segi fyrir mig að mér líkar vel í hvaða hópi sem er, ef hópurinn er friðsamur og glaðvær.
Reyndar held ég að góður maður sé alls staðar til gagns og hann stilli til friðar hvar sem hann er staddur.
Með þetta allt í huga þá er ég að leita skíringa á þessari sérstöku árás á trúandi fólk.
Reyndar er fólk jafn misjafnt eins og það er margt, og því erfitt að setja það í ákveðin bás, en slíkt hefur verið leikur manna alla tíð, og vei þeim sem ekki er í hópnum mínum!! segja menn, svoleiðis að hér er stundum dauðans alvara á ferðinni.
Sumir eru svo þröngsýnir, að ef menn tilheyra ekki þeirra hópi, þá er það jafnvel dauðasök.
Það er nú meðal annars þess vegna sem ég er svo undrandi, að til skuli vera hér á Íslandi af öllum löndum, fólk með svona lítið rými fyrir annarra sjónarmiðum.
Hingað til hef ég haldið að þetta væri frekar svona gárur, í pólitísku skyni, heldur en að lífið og dauðinn séu að veði.
Kæru vantrúarmenn!
Verum sammála um að vera ósammála, en höldum friðinn og elskum hvert annað.
25.6.2014 | 14:58
Vísindin efla EKKI alla dáð!
Já, ég samþykki það sem þú ert að hugsa! að þetta sé furðuleg fyrirsögn, og það á tímum þegar vísindin eru alltaf að sanna sig og vinna sigra á mjög mörgum sviðum.
En ég skal skíra það út í stuttu máli hvað ég er að fara.
Fyrst eru það trúarbrögðin sem vísindin eru hjúpuð í, þegar almenningur er látin halda að allt sem gert er í nafni vísindanna, sé hafið yfir gagnrýni og sé hinn eini sannleikur sem við getum kvíttað undir.
Og þó svo sé um hnútana búið, þá heyrum við 10 eða 20 árum seinna að öllum þessum niðurstöðum sé kollvarpað vegna nýrra rannsókna!
Í sjálfu sér er þetta eðlilegt ferli hjá vísindunum, vegna þess að vísindin eru eins og maðurinn sjálfur, veikburða og vegvillt í versta falli og stórkostleg og dásamleg þegar best lætur.
Hvað eigum við þá að gera í þessu tilliti fyrst að þau rúma svona stóran skala.
Við eigum ætíð að taka niðurstöðum með fyrirvara, og spyrja upplýsandi spurninga.
Hvað er verið að rannsaka og hver er ávinningurinn að niðurstöðunni?
Hver hagnast og hver greiðir fyrir rannsóknina? Er það hlutlaus aðili sem framkvæmir hana, eða er einhver fenginn til að fela slóðina svo ekki sé hægt að sjá hagsmunaárekstur.
Svona má lengi halda áfram og allt er þetta nauðsynlegt, til að halda uppi aðhaldi á rannsóknir og fyrirtæki sem hafa einkagróða sem markmið og sjást ekki fyrir í sínum aðferðum.
Fyrirtæki sem hefur það markmið að eignast einkaleyfi á öllu sem vex og maðurinn getur borðað, eða gat borðað meðan náttúran framleiddi það.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2014 | 11:30
Heilbrigðisráðherra, hér er tillaga að sparnaði!
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins er góð grein um þá möguleika sem hægt er að ná, með því að breyta áherslunum í ráðuneyti heilbrigðisráðherra og hætta að henda svona miklum fjármunum í annan endann á heilbrigðiskerfinu.
Þann enda sem framleiðir sjúkdóma!
Í greininni er talað um að kostnaðurinn af langvinnum sjúkdómum taki allt að 80% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins.
Einnig er tekið fram að mataræði og lífsstíll vegi þyngst til að fyrirbyggja sjúkdóma.
Ég er nú orðin svo gamall að ég man eftir því fyrir 50 árum, þegar næstum öll læknastéttinn hló af því að maturinn skipti einhverju máli um framvindu sjúkdóma!
Þetta er algjör hliðstæða við þá tíð, fyrir 100 árum , þegar læknastéttinn hló af því að farið var fram á að þeir þvæðu hendur sínar áður en þær gerðu inngrip í líkama fólks.
Því miður erum við ekki komin svo langt nú, að allir læknar séu með það á hreinu hvað mataræðið er stór hluti af heilsunni, en dropinn holar steininn.
Ég vil koma hér með róttæka tillögu:
Að Krabbameinsleitarstöðinni verði lokað og allir þeir fjármunir sem þar fara um, verði settir í forvarnir.
Þar sem fólk verði frætt um allt það nýjasta sem vitað er um hollt mataræði og ekki síður hitt, sem ber að forðast, til að ávinna sér ekki sjúkdóma.
Með þessari einföldu aðgerð þá myndi sparast milljónir og milljónir ofan um leið og það yki heilbrigði þjóðarinnar.
Fyrst þetta, að þessi krabbameinsleit er í sjálfu sér sjúkdómsaukandi, því t.d. er leitin að brjóstakrabba ekki hættulaus og framleiðir sjúkdóma. Miklu einfaldara er að kenna konum að rannsaka brjóstin með næmum fingrum sínum og tilfinningum.
Svo er annað, að nú er vitað að krabbameinsvaki sýnir sig oft á lífsleiðinni, án þess að verða nokkurn tíma að meini.
Þar kemur til hraustur líkami með kröftugt ónæmiskerfi.
Gerðu svo vel herra heilbrigðisráðherra og nýttu þér þessa tillögu, og sjáðu til hvort hún nær í gegn hjá stjórnmálaflokkunum og öðrum valdastofnunum.
Hún er eðlileg og tímabær.
Hún er sanngjörn og í takt við nýja sýn á sjúkdómum og tilurð þeirra.
13.5.2014 | 15:31
"Til þess að lækna sjúkdóma þarf fyrst að skilja þá"
Þetta segir Kári í Íslenskri erfðagreiningu.
En hið sama má segja um heilbrigði: "Til þess að losna við sjúkdóma, þarf að skilja heilbrigði"
Þetta er miklu áhrifaríkari framsetning, vegna þess að ef þú hefur á valdi þínu að viðhalda heilbrigði, þá er öll sjúkdómagreining óþörf.
Þannig að það er ekki gott í efni að gera einföld mál flókin, en það gerir þessi sjúkdómaleit vísvitandi, vegna þess að það er þeirra atvinna að búa til sjúkdóma, sjúkdómaheiti og hugsanlegar lækningar við þessu öllu saman.
Lífsgleðin er heilbrigt ástand, án sjúkdóma
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2014 | 11:02
Sjúkdómavæðing dagsins gegn heilsuvæðingu
Það er mikið að gera þessa dagana.
Íslensk erfðagreining sendir menn út af örkinni til að safna sýnum hjá fólki.
Í dag sá ég tveggja síðna auglýsingu um málefnið og röð sjúkdómaheita sem skal sýna mikilvægi framtaksins.
Fyrir mér er þetta enn eitt vindhöggið, þar sem heilbrigðið verður að víkja, svo að sjúkdómarnir geti fengið meira vægi.
Ég hefði heldur viljað sjá jafn umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni sett í gang þar sem þungamiðjan væri HEILBRIGÐI en ekki SJÚKDÓMAR.
En auðvitað verður mér ekki að ósk minni, vegna þess að sjúkdómar eru mikill gróðavegur og uppspretta peningahyggju, þegar heilbrigði siglir lygnan sjó og lætur lítið fyrir sér fara.
Heilbrigði er samt það besta sem getur komið fyrir einstaklinginn og samfélagið.
Heilbrigði má líkja við rétta breytni sem viðheldur hnökralausri samfellu í starfsemi líkamans, það þarf hreint loft, hreint vatn, hreina heildræna fæðu, hóflega hreyfingu og heildræna samfellu í öllum andlegum sem efnislegum greinum.
29.1.2014 | 14:17
Þeir óttast faraldur...
Það sem veldur farsóttum er óþrifnaður og vosbúð í stríðandi löndum.
Í venjulegum aðstæðum er það persónuleg vanhöld á þrifnaði og heilsuverndandi lífsstíl sem valda veikindum.
Það er algjörlega á skjön við heilsuvitund Grænkera (náttúrulækningastefnuna) að sprauta ólyfjan inn í blóðrás heilbrigðs fólks (hinir sjúku fá aldrei neinu ráðið þegar þeir festast í heilsugeiranum).
Þess vegna er stór hópur fólks alfarið á móti bólusetningum og telja þá sjúkdóma sem á þá herja, muni veita ónæmi fyrir tilsvarandi vanda síðar á lífsleiðinni, auk þess sem ónæmiskerfi heilbrigðs fólks er vel undirbúið að taka við sóttkveikjum, án þess að veikjast alvarlega.
Slík afstaða veldur minni skaða af þessum sjúkdómum, heldur en öll sú ógæfa sem fylgir bólusetningunum.
Ástæðan fyrir því að fleiri og fleiri kjósa að láta ekki bólusetja börnin sín, er til komin vegna þess að nú er fólk miklu upplýstara um hættur bólusetninga og foreldrar eru meira á vakt til að vernda börnin sín fyrir hverri vá, hvort sem hún kemur frá heilsugeiranum og lyfjaframleiðendum, eða frá einelti eða öðru fólki sem vill börnunum illt.
Fólk er líka öruggara í andróðri sínum vegna þess að það hefur þekkingu sem nýtist í baráttunni gegn lyfjaógninni.
Vandamálin sem við er að glíma, eru fyrst og fremst of mikið notuð lyf á öllum sviðum.
Það er aðalvandinn hér á vesturlöndum, þar sem markaðshyggjan hefur bæst í hóp þeirra sem lyfta lyfjum á stall og segja þau lausn á öllum vanda.
Hér er hlekkur á fróðleik í þessu sambandi.
Óttast mænusóttarfaraldur í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2013 | 12:06
Loksins er stigið áhrifamikið skref í læknasamfélaginu
Samkvæmt fréttum í mbl.is 17.12.2013 þá hefur breski lyfjarisinn GlaxoSMithKline ákveðið að hætta að greiða læknum fyrir að kynna lyf fyrirtækisins og einnig að hætta að greiða umboðslaun þegar læknar ávísa lyfjum frá þeim.
Svona opin og augljós viðurkenning á því að læknar hafa verið á mútum frá lyfjafyrirtækjunum, hefur ekki komið fram áður, svo ég viti til.
Fyrir nokkru var ég í samræðum við lækna, sem hneyksluðust á því að þeim væri borið þetta á brýn, að njóta ágóða af því að ávísa lyfjum.
Ég er einn þeirra sem set varúðarmerki á lyfjaneyslu og er sammála þeim læknum, sem halda því fram, að lyfjanotkun sé of mikil og þurfi að minnka.
Það á fyrst og fremst að notast við mildari og náttúrulegri aðferðir. Það er farsælla og líklegra til að endast betur og auðvitað verða litlar eða engar aukaverkanir af mildari aðferðum.
Það er enginn lækning ef sjúklingur þarf að nota tiltekin lyf alla ævina, sú staðreynd þarf að viðurkennast af öllum hlutaðeigandi.
Glaxo hættir að borga læknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2013 | 19:42
Eiturefnafælni - gæti orðið nýjasta sjúkdómsgreiningin
Ég hef verið í smá debat í framhaldi af grein sem ég skrifaði til varnar saklausri meðferð, eins og hómópatíu og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
Þar fékk ég ákúrur fyrir að vera eiturefnafælinn!
Ég var eiginlega hvumsa við þessa athugasemd, vegna þess að hingað til hefur það verið talið hverjum manni til tekna, að forðast eiturefni og lifa eins hreinu lífi og mögulegt er.
Í framhaldi af þessu kæmi mér ekki á óvart, að næsti mótleikur læknasamfélagsins verði sá, að stimpla fólk eiturefnafælið, ef það er á móti því að nota lyf sér til uppbyggingar.
Og væntanlega yrði það næst á dagskránni að gefa lyf við lyfjafælninni!!!
Það væri eftir öðru.
Menn eru orðnir svo samgrónir eiturefna hugsunarhætti að nú skal það vera hið eðlilega norm.
Til að lyf fái saklausara yfirbragð þá er sjálfgefið að koma með mótleik af þessum toga inn í umræðuna.
Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig um leið og þú fæðist (3ja mánaða) og halda því áfram út ævina, þá ertu eiturefnafælinn!
Mér kemur í hug hliðstæða; Maður kemur inn í hóp reykingamanna og þiggur ekki sígrettu til að samlagast hinum, og þá er hann þessi eiturefnafælni sem fellur ekki inn í hópinn sem er hinn óeðlilegi.
Svona snýst hið sjúklega gegn hinu heilbrigða.
Í framhaldi af þessu er rétt að geta þess að í sjónvarpi kvöldsins var viðtal við framhaldsskólanema. Þeir voru spurðir hvort þeir notuðu örvandi efni í skólanum eða hvort þeim þætti eðlilegt að gera það. Flestum þótti það ekkert tiltökmál.
Svona er andrúmsloftið sem við búum við þessa dagana.
Það vil ég þó segja lyfjaeftirlitinu til hróss, að þar á bæ ætla menn að athuga málið og gera einverjar varnaðar ráðstafanir.