Færsluflokkur: Heimspeki

Ég er alfarið á móti þessum landsdómsákærum

Það er mikið feilhögg að ráðast gegn stjórnmálamönnum fyrir það sem fjármálamenn gerðu af sér.

Hver sem framkvæmir ólöglega gjörninga og sölsar undir sig illa fengið fé með því móti, skal svara til saka fyrir það. Það er ekki heil hugsun í því að beina athygli sinni að stjórnmálamönnum, sem unnu sína vinnu með eðlilegum hætti.

Þegar ég var ungur var fyrst byrjað að setja á fót kjörbúðir. Það þótti þá fyrn mikil og talið var að slíkt fyrirkomulag gæti ekki staðist. Landsmenn væru ekki orðnir það þroskaðir að þeir stæðust þá freistingu að versla þarna, án þess að láta undan möguleikanum um að stela úr slíkum búðum.

Eitthvað svipað var um að ræða þegar bankarnir voru einkavæddir. Gert var ráð fyrir að allir sem að því kæmu gætu unnið eftir lögum og reglum.

Því miður þá brugðust margir einstaklingar. Það eru þeir sem eiga að svara til saka, um leið og hið opinbera réttarkerfi getur sannað á þá refsiverða gerninga.

Stjórnmálamenn sem ekki voru sekir um slíka framkomu, munu svara fyrir sínar gerðir þegar kosningar fara fram. Þar láta þeir verk sín í dóm kjósenda.

Þannig virkar réttarkerfið og stjórnmálakerfið.

Ég er næstum viss um, að þessi landsdómur hafi verið upp settur, sem varnagli, ef stjórnmálamaður drýgði raunverulegan glæp og reyndi að komast hjá dómsúrskurði, vegna þess að hann væri friðhelgur sem alþingismaður.

Ekkert slíkt er um að ræða í tilfelli Geirs Haarde, né hinna sem taldir voru til í upphafi þessa máls.


mbl.is Fleiri verði dregnir fyrir landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð! Peningar og eldur eru náttúrukraftar

Já, þannig sé ég veldi þessara tveggja náttúruafla.

Eldurinn er varhugaverður. Hann getur verið góður þjónn ef hann er beislaður og hafður í einskonar fjötrum, svo hann valdi ekki skemmdum eða slysum.

Hins vegar er hann ómetanlegur þegar hans er þörf, til að þjóna manninum í hans verkum.

Hið sama á við um peningana. Þeir eru varhugaverðir. Óteljandi eru þau myrkrarverk og grimmdarverk sem unnin eru til að komast yfir þá og fólk heldur að með því meiri peninga í höndum, því meiri hamingja - en það er öðru nær!

Séu þeir geymdir þar sem þeir valda ekki vargöld, þá eru þeir góður þjónn til að fólk geti framfleytt sér við eðlilegar aðstæður.

Gætið þess að nota peninga af hófsemi, þá eru þeir til staðar þegar þörf fyrir þá er knýjandi.

peningase_lar-.jpg

 

 

 

 

 

 

Ofgnótt peninga er líklegasta leiðin til að komast í vandræði!

 


Kirkjumyndasafn mitt er tilbúið - fyrir þig !

Undanfarna mánuði hef ég unnið við að fínpússa safn mitt af íslenskum kirkjum.

Nú stendur þér til boða, lesandi góður, að hlaða niður PDF sýningu á þessu safni.

Það samanstendur af rúmum 740 myndum sem halda utanum 207 kirkjur.

Eina sögu langar mig til að segja þér, sem dæmi um hvað eitt áhugamál getur tekið mann föstum tökum.

Í sumar sem leið fór ég á föstudegi í kirkjumyndaferð til Akureyrar. Þar þræddi ég allar kirkjur sem mig vantaði að mynda og voru í nálægð ferðaáætlunar.

Á sunnudegi var myndakort mitt alveg fullt og mér var ómögulegt að fá það tæmt á Akureyri, svo ég gæti haldið áfram myndatöku ef þess yrði þörf. Reyndar taldi ég myndatöku lokið og ég gæti þess vegna farið heim. Svo verður mér litið til Akureyrarkirkju. Margt manna gekk þá stundina upp tröppurnar mikilúðugu og þá sé ég mér til gleði að kirkjan er opin! Fór ég þá í spor mannfjöldans og gekk í fyrsta sinni inn í þessa megtugu kirkju.

Það er skemmst frá að segja, að ég féll í stafi af hrifningu, yfir þeirri fegurð sem við mér blasti, eftir að inn var komið. Sérstaklega voru þessir merkilegu skrautgluggar í kirkjuskipinu, sem tóku mig fanginn, enda hef ég aldrei séð neitt þessu líkt áður hér á landi.

Eins og komið hefur fram, gat ég ekki tekið fleiri myndir og varð því frá að hverfa, þó mér væri það mjög óljúft.

Eftir að heim var komið, fékk ég ekki frið í sálina. Varð að fara norður aftur og fullkomna mitt verk!

Tók ég það til bragðs, að fara í býtið einn morguninn og ók beinustu leið til Akureyrar. Lagði mig þar sérstaklega fram um, að ná öllum gluggum kirkjuskipsins. Má sjá það í safni mínu, sem hér er til ráðstöfunar fyrir þig. Ferðin var farin að morgni og komið heim að kveldi!

Þetta tók sannarlega á, og ég á enn í vandræðum með bensínfótinn, sem ég ofreyndi í ferðinni!

 

akureyrarkirkja_1plg.jpg

 

 

 

 

 

 

Akureyrarkirkja á góðum degi

akureyrarkirkja_-_hallgri_769_mur_pe_769_tursson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessi gluggi er til heiðurs Hallgrími Péturssyni höfuð sálmaskáldi Íslendinga

Hér er hægt að hlaða niður myndasafninu

 


Í Guðs bænum gott fólk - stígið fram!

Þessi pistill er ætlaður fólki sem hefur jákvæða afstöðu til kristinna siðferðisgilda.

Ég legg til að þeir sem ekki fylla þann flokk láti hér staðar numið og lesi ekki lengra.

Já gott fólk, þið sem hafið samúð eða jafnvel elsku til kristinna siðferðisboðorða.

Verið ekki of hlédræg þegar kemur að því að láta í ljós samúð og stuðning við kristin siðferðisviðmið.

Ég hef tekið eftir, að það er margt vel gert fólk, sem heldur sig til hlés og lætur lítið fyrir sér fara á mannamótum, vegna þess að það elskar friðsamlegt samneyti við alla nálæga.

Slíkt er svo sannarlega jákvætt og eðlilegt í allra hæsta máta, en þegar harðir andstæðingar okkar siðferðisboðorða gera sig gildandi, þá er enginn ástæða til að fela okkar viðhorf, þó auðvitað séu þau ætið borin fram af þeirri háttvísi sem innihald boðskaparins kallar á.

Maður sér svo oft á mannamótum að það eru ýmsir sem eru svo vissir um eigin málstað og hans ágæti, að þeir ganga hart fram með sín sjónarmið, þó svo að þessi sjónarmið gangi þvert á okkar eigin viðmið.

Þegar svo háttar, þá legg ég til að við öll höldum til haga eðlilegum kristnum siðferðisgildum og játumst undir að aðhyllast þau.  Þar er ekkert sem þarf að fyrirverða sig fyrir, síður en svo.

Kristur var krossfestur fyrir þúsundum ára, fyrir þá sök eina að vera boðberi siðferðisgilda sem ekki heyrði þeim tíma til. Ekki fer ég fram á að neinn taki á sig slíkar byrðar, heldur sé hreinskilin um  þá lífsskoðun sem við berum í brjósti.

Til að botna þessar hugleiðingar langar mig til að láta fylgja hér þrjár bænir eftir Hallgrím Pétursson:

Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.

--

Verkin mín, Drottinn, þóknist þér,
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðja mín,
yfir mér vaki blessun þín.

--

Nú er ég klæddur og komin á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.

Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.


Er tími hægri ríkisstjórna liðinn ?

Þetta les maður í bloggheimum.

Ögmundur ráðherra segir, að það sé ekki eftirspurnin eftir Sjálfstæðisflokknum, sem ráði gagnrýni á ríkisstjórnina.

Gott og vel, ef við eigum að búa við vinstri stjórn áfram, er þá ekki jafn sjálfsagt að við fáum hægri mann á Bessastaði.

Hægt er að hugsa sér að Davíð Oddsson tæki við húsbóndavaldinu á Bessastöðum á meðan við búum við vinstri stjórn í Stjórnarráðinu.

Ef til vill ætti að leggja þá spurningu fyrir þjóðina hvernig stjórnarmunstur eigi að vera hér við lýði.

Láta almenning um að ráða stjórnarmynstrinu. Hvernig kæmi það út.

Hugsanlega myndi þjóðin velja Sjálfstæðisflokkinn með 33% atkvæða Samfylkinguna með 22% og Framsókn með 12% og VG með 9%

Væri þetta hinn almenni vilji, hvernig er þá hægt að hafa stjórn í landinu sem ekki hefur Sjálfstæðisflokkinn innanborð.

Það væri mögulegt að til kæmi nýtt stjórnmálaafl sem réði hvoru megin ríkisstjórnin yrði mynduð, til hægri eða vinstri.

Einnig eru margir sem segja að vinstri og hægri hafi enga merkingu lengur.

Hér mega sérfræðingarnir taka við og fá út viðunandi niðurstöðu!


Breiðavíkurdrengur er óánægður með skaðabæturnar

Ég var að lesa um einn Breiðavíkurdrengjanna. Hann er ekki aðeins óánægður með að hafa fengið 3,3 milljónir í bætur, hann er hneykslaður!

Ég hnýt um þessa útleggingu. Hvað hefði þurft til svo maðurinn yrði ánægður?

Ekki er neitt sjálfsagt mál að einhver fái bætur, þó svo að hann hafi verið beittur órétti á fyrri skeiðum í lífi sínu.

Aldrei hef ég nefnt það sem á daga mína hefur drifið, sem ég hefði þegið að fá bætur fyrir.

Það vil ég segja í þessu sambandi, að ég tel það hafa verið jákvætt að Breiðavíkurdrengjum var úthlutaðar skaðabætur vegna dvalar í Breiðuvík. Þeir þurfa þó að kunna að þakka fyrir það góða sem fyrir þá er gert.

Það væri mjög miður ef Breiðavíkurdrengir sýndu ekki þakklætisvott þegar reynt er að koma til móts við þá með nokkurri peningagjöf.


Forseti Íslands mun ekki bjóða sig fram

Vegna þess að ég bloggaði um forsetann fyrir áramót og taldi að hann myndi bjóða sig fram eitt kjörtímabil í viðbót, þá langar mig til að botna þá umræðu.

Það er við hæfi að þakka Ólafi fyrir hans forsetatíð.

Í upphafi voru menn mjög tvístígandi um hans framgöngu í þessu mikilsverða embætti, sem reyndar hefur vaxið að mikilvægi eftir hans setu þar.

Hann hefur verið brautryðjandi og vegna þess að tímarnir hafa verið víðsjárverðir, þá hefur það skipt þjóðina mjög miklu máli hvernig haldið hefur verið á málum.

Þjóðin væri í miklu meiri erfiðleikum nú, ef ekki hefði komið til kasta forsetans, að stíga fram og hafa áhrif á framvinduna, með því að vísa Icesave málinu áfram til almennings.

Vegna þess eins verður hans minnst af góðu og margir munu bera hlýjan hug til Ólafs vegna hans framlags á þessum víðsjárverða tíma í sögu þjóðarinnar.

forsetahjonin-.jpg

 

 

 

 

 

Forsetahjónin hafa aflað sér mikilla vinsælda og þeim er hér með þakkað fyrir sitt framlag


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands hefur vaxið í starfi

Síðastliðin ár hafa verið viðburðarík fyrir þjóðina og ekki minna fyrir forseta Íslands.

Ég skal viðurkenna að ég var ekki sammála honum með að fella fjölmiðlalögin. Þar var nauðsynlegt að taka til hendinni og hafa einhverja reglu, um eignarhald og fleira.

En í næsta kapitula þegar kom að Icesave samningunum þá fannst mér hann taka á erfiðu máli með sérstökum bravör, þegar hann vísaði málinu til þjóðarinnar. Þetta gerði hann þó hann hefði ráðamenn á móti sér og flestar ESB þjóðir.

Svo þegar hann tók sig til og talaði máli Íslands í eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þá fannst mér hann gera það frábærlega.

Einnig mæltist honum vel í kryddsíldinni á Stöð 2 í dag, þegar hann tók á móti nafnbótinni "maður ársins"

Það er mat mitt að hann telji sig ekki geta horfið frá Bessastöðum næstu árin og að þjóðin muni kjósa hann með veglegum stuðningi.

o_769_lafur_ragnar-.jpg

 

 

 

 

 

 

Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson


mbl.is Segir kosningabaráttuna hafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er ekki sami maðurinn, hann Steingrímur !

Þarna er verið að tala um Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Hin ýmsu störf eru ekki á færi allra að stunda.

Sumir hafa sérstaka hæfileika fyrir eitt ákveðið starf.

Þannig held ég því sé farið með Steingrím, þó ekki sé hægt að fullyrða um það.

Hann var alla vega mjög góður gagnrýnandi. Eins konar samviska alþingis og þjóðarinnar.

Ég tel augljóst að nú þurfi hann að komast aftur í sitt óskastarf.

Alla vega var hann góður í stjórnarandstöðu og stóð öllum framar þegar kom að ræðuhöldum.

Við skulum mæla með Steingrími sem leiðtoga stjórnarandstöðunnar, þar er hann á heimavelli.

steingrimur_sigfusson-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steingrímur stóð öllum framar í stjórnarandstöðu - frábær ræðumaður        


mbl.is „Ekki sami maður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað geta Íslendingar lært af Norðmönnum?

Ég tek hatt minn ofan fyrir Norðmönnum, þegar ég hugsa til þess að þeir setja allann olíuhagnaðinn inn á geymslureikning.

Þeir ætla ekki að láta olíugróðann koma af stað upplausn í samfélaginu.

Þeir ætla að láta þennan gróða verða þjóð og landi til blessunar.

Gætum við Íslendingar ekki lært heilmikið af þessu framtaki Norðmanna?

Það tel ég vera einsýnt.

Hér myndi svona innstreymi fjármagns strax verða notað í ólíklegustu verkefni.

Það kæmi fram hávær krafa í samfélaginu að eyða þessu öllu jafnóðum, auðvitað í hin arðbærustu verkefni, hvað annað?

Svoleiðis eyðsla þyrfti að líta vel út á pappírum og eitthvað þyrfti að gera til að friða samviskuna, enda myndi hún finna að ekki væri rétt á málum haldið, ef hagnaðinum yrði eytt jafnóðum.

oli_769_ugro_769_i_noregs-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Olíuborpallur í Norðursjó  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband