Færsluflokkur: Heimspeki
26.12.2011 | 16:41
Hitler og Stalín og ógnarstefnur allra tíma
Okkur er gjarnt á að persónugera illsku heimsins í fáeinum mönnum, eins og þeim Hitler og Stalín.
Við leitum að lausnum frá þessari illsku.
Það má ekki gleymast, að hver og einn einasti einstaklingur hefur ómælda þýðingu, þegar kemur að því að dempa hið illa og auka gæskuna.
Í tilfelli Hitlers þá komu saman vondir menn og sameinuðust um illvirki. Þeir notfærðu sér neyð almennings og spiluðu á almenningsálitið.
Þannig komust þeir til valda og smátt og smátt hertu þeir tökin.
Að lokum var svo þessi hatrammi boðskapur orðin fullmyndugur í einum manni - Hitler varð einvaldur.
Vald spillir og algjört vald gjörspillir. Þetta höfum við komist að, meðal annars eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar Þýskaland var opnað og það sást inn í ótrúlegan hryllinginn.
Það er sammerkt með þessum grimmu harðstjórum að þeir loka fyrir augu og munn almennings. Ekkert má vitnast, enda skiljanlegt að hryllingurinn mun ekki auka á vinsældir ráðamanna.
Stalín var einnig einvaldur í sínu ríki og ógnin var skelfileg - allri mennsku úthýst.
Það er hins vegar svo skrítið að enn í dag eru hörmungar um alla jörð og mannkynið lærir seint að bæta sig.
Sjáið Norður-Kóreu, Íran, Afganistan.
Sjáið hvað blóðið rennur í Sýrlandi, Egyptalandi, Írak og svo má áfram telja.
Við erum ekki blind á þessa sorglegu tilveru, en við erum að reyna að benda á, að það er til ljós í myrkrinu og að það sé fullt af fólki sem reynir að lýsa upp hversdagsleikann og gefa okkur hlutdeild í fallegri heimi.
Við erum ekki lokuð né blind fyrir hinu vonda, en við höfum valið þá leið að vera boðberar fyrir betri tilveru.
"Þar sem fegurðin ein ríkir, ofar hverri kröfu", eins og Halldór Kiljan Laxness orðar það
25.12.2011 | 02:00
Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?
Ég var í jólaboði og þar var verið að taka upp jólpakkana.
Upp úr einum þeirra kom kvæðabók eftir Jóhannes úr Kötlum og ég fékk að blaða í henni.
Eitt kvæðið hét einmitt "Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?
Ég man eftir Jóhannesi úr Kötlum. Hann var mikill hugsjónamaður og það var greinilegt að þarna fór áhugamaður um betri heim (reyndar hljótum við flest að vera slíkir áhugamenn?).
En það er hreinlega óraunverulegt að lesa þetta mikla kvæði í dag. Hvað hugsjónin um betri heim þurfti að bíða mikið skipbrot, einmitt í gegnum Sovétríkin og hina kommúnísku hugsjón. Það var ljósár á milli hugsjónanna og raunveruleikans sem fólk lifði við.
Sannarlega engin sæla að vera þegn í slíku ríki og vera sviptur réttinum til að hugsa og tala, ef það var á skjön við einhvern tiltekinn sannleika sem stjórnvöld vildu heyra.
Þeir sem létu í ljós einhverja óhlýðni við ráðandi stefnu hlutu grimm örlög. Settir í Gúlagið.
Þetta er öllum augljóst í dag, en á dögum Jóhannesar úr Kötlum var þetta ekki eins sjálfsagt, þó að Krúsjoff hafi opinberað ógnarríkið frá tímum Stalíns um þetta leyti.
Maður getur eiginlega ekki annað en vorkennt Jóhannesi og hans sálufélögum. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir slíka menn að horfast í augu við að þeirra helgustu hugsjónir hefðu verið misnotaðar og snúið yfir í andhverfu sína.
Það má ekki gleyma því að kommúnismi eru trúarbrögð, ekki beint stjórnmálastefna, þó svo hafi verið látið líta út fyrir.
Því miður hefur fylgifiskurinn verið mikil grimmd gagnvart þegnum þeirra landa sem lentu undir þessari stefnu.
Í ljósi þess að við höldum nú kristilega hátíð, þar sem sérstaklega er dregið fram að sýna öllum kærleika og fyrirgefningu, þá ættum við að reyna að fyrirgefa því fólki sem í sakleysi sínu og blindni gekk þessari ógnarstefnu á hönd.
Þetta nefni ég sérstaklega nú, vegna þess að út komu tvær bækur fyrir þessi jól, um hið kommúníska stjórnarfar á síðustu öld, sem léttilega geta aukið á umburðarleysi gagnvart því fólki sem hafði samúð með stefnunni.
Það er nefnilega svo létt að vera vitur eftirá, eins og við erum búin að vera vitni að síðustu mánuði.
Stalín og Hitler - fulltrúar fyrir ógnarstefnur á síðustu öld
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2011 | 14:30
Bólusetningar - góð grein í Fréttablaðinu
Í dag birtist mjög athyglisverð grein í Fréttablaðinu eftir Þorstein Scheving Thorsteinsson, sem er meðlimur í félagi áhugamanna um bóluefni.
Ég hef í áratugi verið þeirrar skoðunar að menn skyldu fara með mikilli gát gagnvart bóluefnum.
Á fjölmennum vinnustöðum er reglulega boðið upp á bólusetningar við hinu og þessu, eftir því hvað er til umræðu í það og það sinnið.
Heyrt hef ég margar sögur af því að þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu, fái enga flensu, en þeir sem láti bólusetja sig séu í verri málum.
Þetta eitt og sér væri ærin ástæða til að vera ekki of áfjáður, að fá þennan vafasama skammt beint í æð.
Hér má lesa þessa fróðlegu grein herra Þorsteins Schevings.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2011 | 12:03
Ráðherrar sem njóta trausts
Nú er talað um að Össur utanríkisráðherra njóti ekki trausts til að stjórna vörn Íslands gagnvart Efta dómstólnum.
Ef ég ætti að velja fulltrúa úr hópi alþingismanna, þeirra sem styðja ríkisstjórnina, þá myndi ég setja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í fyrsta sæti og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra í annað sætið.
Þeir hafa báðir staðið fastir fyrir gagnvart ESB aðild.
Ögmundur hefur sannað sig sem verndari Íslands gagnvart landssölu til herra Nubo og hans bakhjarla.
Nú var Advice hópurinn að senda frá sér ályktun og vill fá aðra en Össur til að standa vaktina fyrir Efta dómstólnum.
Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti landsmanna fylgir þeim sjónarmiðum að Ísland þurfi eins sterka vörn og hægt er að finna meðal íslenskra þegna.
Það tek ég heilshugar undir.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2011 | 01:40
Er snyrtimennska að leggjast af ?
Oft hef ég haft tilefni til að nefna, að snyrtimennska virðist vera að missa sitt aðdráttarafl.
Við þekkjum hvernig alþingi hefur tekið á málum, varðandi að karlmenn notuðu hálsbindi á vinnustaðnum, eitthvað sem ég tel vera sjálfsagðan hlut, allavega þegar sjónvarpað er og um hátíðarviðveru er að ræða.
Áður var það skylda að hafa hálsbindi, en nú hefur alþingi slegið tóninn og valið að það sé í góðu lagi að sleppa fullkominni snyrtimennsku.
Það sem varð til að ég nefni þessa miður góðu þróun opinberlega, eru tónleikar Regínar Ósk í sjónvarpinu í gærkvöldi.
Þarna var hún hin snyrtilegasta, svo kom dóttirinn og var ákaflega smart. En því miður, þá kom karlmaður til að fullkomna þrenninguna og það var sláandi raunalegt að sjá hann í sínum fáguðu jakkafötum en svo var skyrtan fráhneppt niður í þriðju tölu og ekkert hálstau.
Þarna var fólkið sem sagt í sínu fínasta, á hátíðlegri samkomu, þar sem hver maður lagði sig fram um að vera vel til hafður - en ekki sjálfur karlsöngvarinn!
Þetta var mikið stílbrot og ég geri ráð fyrir þegar þátttakendur skoða tónleikana eftir á, þá muni þeir vera mér sammála um, að það hefði farið mikið betur á því, að allir væru jafn óaðfinnanlega vel til fara og auðvitað sérstaklega þeir sem komu fram með skemmtiatriðin.
Já, mér þykir það mjög miður að snyrtimennska skuli láta undan síga, meira að segja á hátíðlegum samkomum.
Eiður Guðnason fyrrverandi alþingismaður frá þeim tíma þegar bindisskylda fylgdi starfinu!
Birgir Ármannsson núverandi þingmaður sem ég ekki minnist að hafi komið fram bindislaus á alþingi
Vonandi verður það seint að forseti Íslands komi fram á hátíðarstundum án bindis
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2011 | 16:55
Ég mæli með afturköllun ákæru á hendur Geir Haarde
Nú er komin fram þingsályktunartillaga, þar sem farið er fram á að alþingi afturkalli ákæru sína á hendur Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Ég hef áður lýst vandlætingu minni á þessari gjörð alþingis.
Nú geta þeir alþingismenn úr fyrrverandi samstarfsflokki Geirs, sem það hafa á samviskunni, lagfært sína röngu ákvörðun, að ákæra Geir Haarde einan ráðherranna.
Þeir voru nokkrir sem svo slepptu sínum eigin ráðherrum við samskonar meðferð!
Þá hafa þeir bætt fyrir sínar misgjörðir og verða menn að meiri.
Alþingismenn Samfylkingarinnar fá nú tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir gagnvart Geir
Augljóst að falla skuli frá málssókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2011 | 11:48
Jólaguðspjallið flutt á mjög óvenjulegan hátt!
Margar útgáfur eru til af jólaguðspjalli kristinna manna. Ég sá eina útgáfu í Bessastaðakirkju síðastliðinn sunnudag, þegar litlu börnin sáu um leikþáttinn undir stjórn prestsins.
Það var afskaplega fallegt að sjá litlu saklausu börnin, hvert og eitt, sjá um sitt hlutverk, í tilheyrandi búningum.
Svo langar mig til að vekja athygli á stórmerkilegri útgáfu á youtoube sem sjá má hér.
Þar er nútímaprestur sem tekur sig til með hjálp tækninnar og leikur þrjár persónur, fjárhirðir, engil og prest.
Stórskemmtilegt á að horfa og ekki síst að hlusta!
Morgunblaðið vekur athygli á þessu myndbandi í blaðinu í dag.
Jólaguðspjallið flutt í Stykkishólmskirkju
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2011 | 12:36
Andrúm jólanna í Hörpu - Frábærir listamenn og sérstakir tónleikar!
Í gærkvöldi fórum við hjónin á hljómleika "Frostrósir klassík" og þar voru miklir listamenn sem sáu um veitingarnar.
Sannkallað augna og eyrnakonfekt var í boði.
Jólaandinn sveif yfir vötnunum og endaði tónaveislan með því að allt húsið ómaði í fjöldasöng með sálminum "Heims um ból", hinum yndisfagra og tillinningaþrungna jólasálmi.
Það er hreint ólýsanlega hvað fjöldasöngur getur framkallað mikill hughrif og miklar andlegar bylgjur.
Fyrir flesta er sálmurinn "Heims um ból" hlaðin djúpum og einlægum minningum alveg frá barnæsku.
Það er eins og að fá líf sitt í einu lagi í fangið!
Listamennirnir Garðar Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir, Kolbeinn Ketilsson og Ágúst Ólafsson báru sýninguna uppi með söng sínum.
Fjöldi listamanna var í hljómsveit og söngsveit. Hreint stórbrotið sjónarspil.
Hin norska Sissel Kirkebo var svo hátíðargestur og hún heillaði samkomuna með frábærum söng sínum, sem hún er orðin heimsfræg fyrir.
Mjög gaman var að heimsækja Hörpu í fyrsta sinn og það var ekki laust við að maður fylltist stolti yfir þessum mikilfenglegu húsakynnum, sem fluttu þessa fögru tóna.
Stoltið var einnig töluvert að tilheyra þessari þjóð, við þessar aðstæður.
Harpa verður stolt landsins langt inn í framtíðina
Svona var húsið þéttsetið - og sungið "Heims um ból"
11.12.2011 | 14:49
Þeir sem trúa, þeir finna ljósið !
Sá sem trúir ekki, finnur auðvitað ekki neitt. Enda leggja slíkir ekki á sig ómennskt erfiði fyrir tilgangslaust verk.
Edison þurfti að framkvæma hundruðir tilrauna til að finna upp ljósaperuna.
Hefði sá maður getað fundið upp ljósaperuna sem ekki hefði trú?
Nei, en hafi maðurinn trú, þá fær hann í kaupbæti nauðsynlegan kraft og þolgæði, til að ganga hinn langa erfiða veg, til að finna leyndardóminn handan göngunnar miklu.
Sjá, það varð ljós við enda hundruða tilrauna herra Edisons!
Svona virkar trúin!
Trúin flytur nefnilega ótrúlegustu hugmyndir fram til sigurs.
Hugmyndir sem annars sætu í sínum ævilanga svefni og kæmu engum til góða.
Edison heldur hér á logandi ljósaperu eftir þrotlausar tilraunir og óbilandi trú á verkefni sínu
Þeir sem trúa því að Íslendingar geti stjórnað landi sínu, megi trú þeirra rætast
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2011 | 18:10
Framámaður í Vantrú missir virðingu sína
Mælikvarði á mannlega reisn og virðingu er hvað fólk lætur út úr sér.
Hvernig það talar og hvernig það talar eða skrifar um náunga sinn.
Séra Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi biskup var einn af Íslands bestu sonum.
Hann var fyrir löngu búin að vinna sér inn virðingu og heiður fyrir sitt lífsstarf.
Hann var eiginlega helgisögn í lifanda lífi.
Þannig að það var óhugsandi að hægt væri að segja um hann nokkurt hnjóðsyrði.
Þessi heiðursmaður varð fyrir því á eins árs dánardægri sínu, að um hann var sagt það
sem enginn getur haft eftir, en sjá má í meðfylgjandi grein.
Séra Sigurbjörn Einarsson var annálaður heiðursmaður og átti virðingu landsmanna.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)