Færsluflokkur: Heimspeki

Sumum líður illa þegar trúað fólk finnur til hamingju !

Já, merkilegt og ótrúlegt, að það er fólk á meðal okkar sem kemur aðvífandi með ónot og leiðindi inn á bloggsíður, þar sem eingöngu er verið að gleðjast yfir tilverunni!

Hvað er eiginlega að gerast í höfðinu á slíku fólki. Hefur það ekki sömu langanir og við hin, með að eiga gleðistundir í lífinu?

Ekki er það að sjá, því að slíkir gestir verða argari eftir því sem bloggarinn sem þeir eru að angra, er hamingjusamari!

Alveg er þetta með ólíkindum. Í stað þess að samgleðjast og reyna að dreifa gleðistraumunum áfram þá bremsa þeir hughrifinn og eru ekki í rónni nema að hafa náð því að koma sínum dökka hugmyndheimi inn á sviðið, með tilheyrandi niðursveiflu hjá hinum rómantísku manneskjum.

blo_769_mateppi_grand_place_brussel_2008-_1085495.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengi lifi fegurð heimsins

masaru_emoto_-.jpg

  hidden_messages_in_water-.jpg

 

Lengi lifi hinn andlegi heimur - hér mælist hann með tækni Emoto

belive_in_magic_ab.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengi lifi rómantíkin og undur tilverunnar

 


Aðventan og fólkið sem færir gleði út í þjóðfélagið

Fjölmargir koma að alls kyns sjálfboðaliðsstarfi í þjóðfélaginu. Sérstaklega eru listamenn hvers konar fjölmennir.

Kirkjukórar út um allt þjóðfélagið færa með sér mikinn unað og fegurð með söng sínum. Í gær fór ég ásamt skyldfólki mínu í Kálfatjarnarkirkju. Þangað var ánægjulegt að koma og vetur konungur sá um sjónrænu hliðina á leið í kirkju!

Fallegt var um að litast á Vatnsleysuströndinni, þar sem amma mín ólst upp og síðan fermdist í þessari fallegu sveitakirkju.

Um kvöldið var svo athöfn í Fríkirkju Hafnarfjarðar. Þar er nú aldeilis mikið um að vera. Kórinn fjölmennur og flottur. Þar eru sungin falleg lög sem ilja og gleðja kirkjugesti, sem oftar en ekki er mjög margir. Í gær var kirkjan troðfull á báðum hæðum.

En þar með er sagan ekki öll. Í morgun fór ég í heimsókn á stofnun sem hefur umsjón með eldra fólki, sem þarf á aðstoð að halda.

Þegar ég kom þangað þá var Gaflarakórinn að syngja aðventusöngva fyrir vistmenn. Ég settist niður og naut tónleikanna með fólkinu. Það voru sunginn falleg jólalög og ég uppgötvaði á leiðinni heim, er ég sönglaði undir stýri, að þessi góði sönghópur hafði fyllt mig innilegri jólagleði!

Ekki slæmt að hafa gleðina með í farteskinu. Reyndar er öll hógvær gleði af hinu góða.

kalfatjarnarkirkja_og_safna_arhus_-_1073746.jpg

 

 

 

 

 

 

Kálfatjarnarkirkja í dýrðlegri litafegurð

fri_769_kirkjan_hafnarfir_i_-_altari_b-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði


Trúleysi er eðlilegt ástand samkvæmt Martinusi

Hér er á ferðinni athyglisverð skoðun danska dulsálfræðimeistarans Martinusar (1890-1981). Hann heldur því fram að það sé hluti af þróunarferli mannsins að ganga í gegnum trúarleg skeið og vitsmunaleg skeið án trúar.

Næsta skeið þar á eftir er vitundarleg afstaða, eða rökrétt atferli mannsins og rétt breytni eftir lögmálum tilverunnar.

Þá finnur maðurinn sjálfum sér stað í þróunarverki alheimsins og honum er þar orðin eðlislægur hlutur að skynja hina andlegu veröld.

Trúin er sem sagt ekki háð viljanum einum og sér, heldur er um þróunarferli að ræða.

Með hliðsjón af þessu þá sér maður hvað það er tilgangslaust og órökrétt að þrefa um trú og trúleysi.

Eftir þessu að dæma ætti enginn maður að leggja sig niður við að rífast um trúarleg málefni.

fa_769_ni_martinusar-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Fáni Martinusar sem sýnir grunnkraftana


Trúlausir ofstækismenn trufla og ofsækja almenna borgara

Hér er verið að tala um ofstækismenn, sem sjá rautt yfir öllum athöfnum og orðum venjulegra trúmanna.

Ég var í mannfagnaði í dag og þar var mér sagt að slíkir ofstækismenn teldu sig ekki vera trúmenn, vegna þess að þeir trúa ekki á Guð, né framhaldslíf.

Hins vegar geta þeir ekki haldið sig til hlés þegar venjulegir trúmenn opna munn sinn eða munda penna.

Þá eru þeir þegar í stað komnir á vettvang og hella úr skálum reiði sinnar yfir viðhorfum og skrafi venjulegra trúmanna.

Þetta flokkast undir nokkurs konar einelti.

Þar sem tilvist Guðs verður ætíð bundið trú, þá verður tilvistarleysi Guðs einnig bundið trú. Menn eru því á sama grunni varðandi þetta mál og ættu því að virða viðhorf hvors annars.

Á sama hátt og Guðshugmyndir manna eru óendanlega margar, þá geri ég ráð fyrir að hið sama gildi um svokallaða trúlausa menn.

Þeirra hugmyndir um tilveruna eru óendanlega fjölbreyttar og byggjast auðvitað á þeirra persónulegu trú.

Það liggur því í hlutarins eðli að hvor hópurinn um sig þarf og á að virða sjónarmið hvors annars.


Fleiri jafnaðarmenn eru fundnir!

Mér er það mikil ánægja að það hafa fundist fleiri jafnaðarmenn, eftir að ég lýsti eftir þeim þann 29. nóvember.

Herra Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður er með grein í Morgunblaðið í dag - sjá hér

Mér skilst að hann styðji Samfylkinguna, ekki síst vegna þess að hún hafi tekið upp baráttumál jafnaðarmanna, um að landið skuli vera í eigu þjóðarinnar.

Þetta eru gleðitíðindi og ég vona í framhaldinu, að sem flestir Íslendingar geti fylgt sér á bak við þá stefnu, að landið okkar verði áfram og alltaf í þjóðareign.

Það þarf órofa fylkingu til styrktar þessari stefnu og hún má ekki koðna niður vegna peningasjónarmiða. Nóg hefur peningahyggjan á samviskunni og óþarfi að hún fái hrósað sigri á öllum sviðum.


Var Samfylkingin stofnuð til að framfylgja ultra frjálshyggju

Hvað er ultra frjálshyggja. Í mínum huga er það fólkið sem tekur auðgildið fram yfir manngildið.

Það er fólk sem er tilbúið að selja ömmu sína fyrir rétt verð!

Það er fólk sem er tilbúið til að selja allt og alla og fyrir því eru enginn heilög vé, sem ekki eru til sölu, hvað sem í boði er, eins og fósturjörðin og auðlindir þjóðarinnar, sem hún heldur utan um, til að eiga fyrir framfærslu sinni.

Ultra frjálshyggjumaður myndi jafnvel selja útsæðið og ekki hugsa til framtíðarinnar og til þess að það væri undirstaða lífsbjargarinnar.

Nú veit ég ekki hvort að þetta sé allt saman rétt hjá mér, en hvað sem veldur, þá eru þetta þau atriði sem koma upp í hugann, þegar ég hugsa til Samfylkingarfólksins sem vildi endilega selja Grímsstaði á Fjöllum.

Mér finnst með ólíkindum að úr þeirri átt skuli koma meðmælendur fyrir sölu landsins. Einmitt frá fólki sem hefur talið ultra frjálshyggju komna frá einföldum sálum sem hafa engar hugsjónir aðrar en að selja allt og meta allt til peninga.

Hvar eru allir hugsjónamennirnir sem ég hef talið vera í jafnaðarmannaflokkunum okkar í gegnum tíðina?

Eru þeir týndir?  Er ekki lengur í tísku að hafa hugsjónir?

Ég lýsir eftir hugsjónafólki og ef það er í Samfylkingunni, sem ég svo sannarlega óska og vona, þá bið ég það að stíga fram og viðra hugsjónir sínar og gömlu góðu gildin sem það átti.

Þá munu fleiri raddir koma fram og fylla þann kór sem ekki vill selja landið okkar.

Þá munu fleiri koma fram sem ekki vilja láta peningavaldið ráða öllu alls staðar, enda nóg komið af slíku.

fra_safjar_arskogi_se_-_1.jpg

 

 

 

 

 

 

Landið er í senn harðbýlt og fallegt og það er heimkynni okkar. Höldum um það vörð, gögn þess og gæði. Verum samtaka Íslendingar því hér er mál þar sem við getum og eigum að tala einum rómi.


Jafnaðarmaður kveður sér hljóðs - Eru slíkir menn í Samfylkingunni ?

Góður og gegn jafnaðarmaður herra Birgir Dýrfjörð, kveður sér hljóðs með grein í Morgunblaðinu í dag.

Sjá hér

Hann minnir á að hér í eina tíð var það hugsjón jafnaðarmanna að fá "Landið í þjóðareign".

Hvað hefur orðið af þessari eðlilegu og sjálfsögðu hugsjón.

Eru ekki fyrst og fremst dæmigerðir jafnaðarmenn í Samfylkingunni? Ég bara spyr í sakleysi mínu.

Jafnaðarmennirnir á Ísafirði eru í hyllingum mínum frá barndómsárunum, einhverjir bestu menn sem ég get hugsað mér.

Björgvin Sighvatsson faðir Sighvats Björgvinssonar vil ég nefna til sögunnar, enda var hann mjög sýnilegur alla tíð. Hár maður sem gnæfði yfir mannfjöldann, og hann lét sig aldrei vanta á hátíðir bæjarins.

Þetta er nú kannski útúrdúr, en maður býr alla tíð að sínum uppvaxtarárum.

Ég lýsi bara eftir jafnaðarmönnum sem voru kjölfestan í uppbyggingu lands og þjóðar á síðustu öld.

Eru þessir góðu menn ekki í Samfylkingunni, eða eru þeir hinir frjálslyndu sem hafa fylkt sér í Sjálfstæðisflokkinn.

Einhvers staðar halda þeir sig þessir góðu menn. Ég lýsi eftir þeim hér og nú.

Komi þeir fram og fylgi sinni hugsjón eftir og styðji það að landið okkar verði í þjóðareign, þá eru þeir trúir uppruna sínum.

bjo_776_rgvin_sighvatsson-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björgvin Sighvatsson barnaskólakennari og forustumaður Alþýðuflokksins á Ísafirði.

Ég hef alltaf litið á þennan mann með mikilli virðingu.


Reyndur bankamaður segir okkur sannleikann um bankaviðskipti

Það er ekki aldeilis fagur heimur sem hann Ragnar Önundarson, reyndur bankamaður og viðskiptafræðingur, dregur upp í grein í Morgunblaðinu, en hana má lesa hér.

Hún er í algjörri mótsögn á þeim gildum sem ég tók til mín og upplifði á unga aldri, hvað varðar bankastarfsemi og meðferð á fjármunum.

Margir sakna þeirra daga og vilja að hin gömlu góðu gildi verði aftur tekin upp og vegsömuð.

Þessi gildi eru sparsemi, nýtni og heiðarleiki. Að handsala einhvern samning var jafngott og að festa hann á pappír.

Nú dugar ekkert minna en að setja samning á löggiltan skjalapappír og síðan að láta Sýslumanninn lögfesta.

Engum má treysta, því hið eðlilega norm er að svíkja það sem hægt er að komast upp með.

handsala_-.jpg

 

 

 

 

 

Samningur handsalaður - gulls ígildi?


Samfylkingin er á rangri leið varðandi Nubo viðskiptin

Sigmundur Ernir og fleiri samfylkingarmenn eru óánægðir með lyktir Nubo málsins.

Þeir hefðu viljað að viðskiptin yrðu gerð og að peningar fyrir landið kæmu fyrir.

Sem betur fer virðast lög landsins halda, þannig að ekki var lagafótur fyrir viðskiptunum.

Nú er ég að vona að í kjölfarið komi skýrari lög um sölu lands og að niðurstaðan verði sú að sala á landi og auðlindum yfirleitt verði bönnuð.

Það vil ég sjá gerast. Einnig er ég að vona að þeirri hugmynd aukist fylgi og að samfylkingarfólk muni sjá að það er hið eina rétta í stöðunni.

Ísland fyrir Íslendinga, en svo geta erlendir menn komið til okkar og farið að stunda eðlileg viðskipti, þar sem þeir kaupa félög og fara að starfa að því að byggja þau upp og láta þau blómstra.

Verði þeir sem allra fengsælastir sem þannig standa að verki.


mbl.is Enn eftir að fá útskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að endurskoða landakaup erlendra manna

Nú má ekki dragast lengur að endurskoða landakaup á Íslandi, af hendi erlendra manna.

Eftir þessa uppákomu með hr. Nubo þá er ljóst að ekki verður lengur hægt að hafa svona áríðandi mál í neinni óvissu.

Nú þarf að kveða skýrt að og festa í lög hvernig með svona landakaup skuli fara. 

Fyrir mér er það alveg kristaltært að land okkar er eign þjóðarinnar. Ekki eingöngu þeirrar sem nú nýtur landsins, heldur einnig komandi kynslóða.


mbl.is Vill endurskoða lög um landakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband