Færsluflokkur: Heimspeki
26.11.2011 | 23:49
Hafa menn ekki hugsjónir til að styðjast við
Hvernig er hægt að ganga í gegnum lífið án þess að mynda sér skoðun um tilveruna. Setja sér markmið til að keppa að. Móta sér hugsjónir til að standa með.
Ástæða þessara orða er til komin vegna óska kínverjans Nubo til að kaupa stóran landskika af Íslandi.
Þegar svo Ögmundur innanríkisráðherra, góðu heilli, hafnar undanþágubeiðni kínverjans, þá heyrir maður að næstum allt samfylkingarfólk sé miður sín. Hefði viljað fá þessa undanþágu í gegn og að hinn útlendi maður fengi að kaupa þetta víðáttumikla land.
Fólkið sér þá ekki hættumerkin sem hrannast upp, þegar farið er að hugleiða málið.
Vandinn er sá að það vantar hugsjón í fólkið. Það ber ekki nægar taugar til landsins. Er tilbúið til að selja það fyrir baunadisk.
Munið þið eftir frjálshyggjumönnunum sem sagt var að væru tilbúnir að selja ömmu sína ef rétt verð væri í boði.
Ekki þótti það gott, enda komu frjálshyggjumennirnir sjálfir fram, til að segja að þessi saga væri í engu samræmi við þeirra hugmyndafræði og hugsjónir.
Þeir vildu aðeins að hver maður borgaði það sem hann notaði og stæði undir eigin skyldum.
Á þeim bæ var ekki mikill áhugi fyrir samfélagslegum þáttum.
Þetta er allt einhvernveginn svo andlaust, vonlaust og fráhrindandi og hvað um skyldur gagnvart þjóðinni, einstaklingunum og landinu.
Eigum við ekki eitthvað til að deila hvert með öðru.
Erum við ekki Íslendingar, með skyldur til að vernda land og þjóð og skila samfélaginu áfram, helst með meiri og betri gæðum en við fengum það í hendur.
Landið er fagurt og frítt og þess virði að því sé skilað til komandi kynslóða með áframhaldandi eignarhaldi íslensku þjóðarinnar.
25.11.2011 | 18:00
Ögmundur Jónasson - ég þakka staðfestu þína
Samkvæmt því sem ég les þá hefur Ögmundur hafnað beiðni kínverja um að kaupa stórt landflæmi á Íslandi.
Það gleður mig stórlega að ráðherrann sýnir að hann er prinsippmaður.
Ég var farinn að halda að allir væru tilbúnir að selja alla hluti, hver sem áhættan væri.
Samfylkingarfólk virðist vilja selja. Mér sýnist á öllu að sá flokkur standi eiginlega einn uppi með þá skoðun.
Hvernig sem það annars er vaxið þá er ég glaður í dag!
Ögmundur, kæra þökk fyrir að hafna landssölu til stórríkis í austri.
24.11.2011 | 15:44
Leiðsögn gegnum lífið
Randy Pausch lést úr krabbameini í brisi árið 2008. Hann skrifaði bók sem heitir Síðasti fyrirlesturinn og varð hún metsöubók árið 2007.
Í bréfi til vinafólks og eigin fjölskyldu setti hann fram eftirfarandi Leiðarvísir til betra lífs
Það getur ekki annað en bætt þína líðan og lífssýn að lesa hans ráð.
1. Ekki bera líf þitt saman við aðra. Þú hefur ekki hugmynd um hvað þeirra býður.
2. Ekki hugsa neikvætt um hluti sem þú ræður engu um og getur ekki stjórnað. Settu heldur orku þína í jákvæðar hugsanir, sem gera gagn á þessari stundu.
3. Ekki ofgera, gættu að takmörkunum þínum.
4. Ekki taka þig allt of alvarlega, enginn annar gerir það.
5. Ekki eyða dýrmætum tíma í slúður.
6. Vertu dreyminn á meðan þú vakir.
7. Öfund er tímasóun. Þú hefur allt sem þú þarfnast.
8. Gleymdu vanda fortíðarinnar. Ekki minna maka þinn á hans gömlu mistök. Það gerir ekkert annað en að eyðileggja núverandi hamingju þína.
9 Lífið er of stutt til að sóa því í hatur. Ekki hata annað fólk.
10. Semdu frið við fortíðina svo hún spilli ekki nútíð þinni.
11. Enginn ræður hamingu þinni nema þú sjálfur.
12. Gerðu þér grein fyrir að líf þitt er skóli og þú ert hér til að læra.
13. Brostu meira. Vertu glaðsinna.
14. Þú þarft ekki að vinna hvaða orustu sem er. Þú þarft ekki að fara fram á að allir hafi sömu skoðun og þú. Vertu sammála um að vera ósammála.
15. Vertu oft í sambandi við fjölskyldu þína.
16. Gefðu eitthvað jákvætt af þér á hverjum degi.
17. Fyrirgefðu öllum alltaf.
18. Eyddu tíma með fólki yfir 70 ára og þeim sem eru yngri en 6 ára.
19. Reyndu að fá að minnsta kosti þrjár manneskjur til að brosa á hverjum degi.
20. Hvað öðru fólki finnst um þig er ekki upphaf og endir alls.
21. Vinnuveitandi þinn mun ekki hlúa að þér þegar þú ert veikur. Það gerir fjölskylda þín og vinir. Vertu í sambandi við það fólk.
22. Settu Guð í fyrsta sæti í hugsunum þínum og athöfnum.
23. Guð læknar allt.
24. Gerðu hið rétta í hverju máli.
25. Hvort sem ástand þitt er gott eða vont, þá mun það breytast (vertu því hógvær).
26. Hvernig sem þér líður, þá skaltu fara á fætur og takast á við viðfangsefni dagsins.
27. Góður tími er ávallt framundan.
28. Losaðu þig við það sem er ekki gagnlegt.
29. Þakkaðu Guði fyrir hvern dag.
30. Ef þú þekkir Guð þá ertu hamingjusamur. Vertu þess vegna hamingjusamur og þannig nærðu að þekkja Guð.
Deildu þessum ráðum meðal vina og fjölskyldu. Það mun auðga líf þitt og þeirra sem í kringum þig eru.
Komin með lífshættulegan sjúkdóm fór Randy að kenna Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að lifa. Þá sá hann í hnotskurn hvað skipti þar höfuðmáli.
23.11.2011 | 10:57
Má núlifandi kynslóð selja Ísland?
Þessa dagana er spurt um þetta grundvallarmál og ekki eru allir sama sinnis.
Í Morgunblaðinu í dag er skelegg grein eftir fyrrum forsetaframbjóðanda herra Baldur Ágústsson - sjá hér.
Það eru margir hugsi þessa dagana.
Getum við leyft okkur að selja Ísland til Kína?
Hvernig mun það ganga, að endurheimta landið, þegar menn sjá að þeir hafi leikið af sér?
Verður það þá til sölu af hendi Kína til Íslendinga? Fyrir sanngjarnt verð? Eða þarf að greiða það okurverði, þannig að þjóðin ráði ekki við að endurheimta það?
Verður það kannski ofan á að Kína eigi hér stóran skika af landinu og geti í kjölfarið sett upp einhverja bækistöð fyrir sína mannmörgu þjóð. Þeir færu alla vega létt með að senda einhver hundruð þúsund einstaklinga hingað og þá myndi Íslensk þjóð þurrkast út.
Vilja menn það í alvöru, að við tökum einhverja áhættu í þessa veru?
Ég leyfi mér að trúa því að svo illa sé ekki komið fyrir þjóðinni, þrátt fyrir eilífa þörf fyrir skotsilfur.
Ætli að kínverski múrinn sé til sölu? Mér skilst að við megum ekki kaupa kínverskt land.
17.11.2011 | 15:40
Hefur klám forvarnargildi?
Fyrir mörgum árum heyrði ég þær réttlætingar fyrir klámi, að það hefði forvarnargildi.
Perrar samfélagsins myndu láta sér nægja skaðminna klám og að öðru leyti vera til friðs.
Þeir myndu fá fýsnum sínum útrás við minni háttar klámsögur og myndir.
Þeir perrana sem væru vísir til að beita aðra ofbeldi, myndu snarfækka, ef klám yrði gert frjálst og fengi að renna um þjóðarlíkamann fólki til verndar.
Þannig var umræðan þegar skammsýnt og einfalt fólk var að vinna klámvæðingunni fylgi.
Nú mörgum áratugum síðar hefur þessi kenning kolfallið á prófinu.
Í stað þess að fækka ofbeldisfólki í þessum geira, þá hefur þeim einmitt fjölgað og dæmin orðið fleiri og ljótari eftir því sem árin líða.
Þetta áttu menn auðvitað að sjá í hendi sér frá fyrstu tíð.
En hinn harði veruleiki er ekki öllum sjáanlegur fyrirfram. Það þarf að reka sig á svo að undan svíður.
Draumurinn um fegurð og sakleysi er einn hinn æðsti sem samfélagið elur með sér
Ástin og hreinleikinn eru vonarstjörnur samfélagsins
Ást og einlægni milli fólks er eitt það fegursta sem maður sér
16.11.2011 | 12:01
Sjómenn sameinist gegn níðingum til sjós
Ég er hér að tala um hroðalega framkomu við 13 ára ungling.
Hann var einn og yfirgefinn í höndum á mannúlfum.
Þessir úlfar í mannsmynd níðast á saklausum drengnum, sem kemur í land eftir margra daga úthald, illa farinn á sálinni.
En drengurinn er svo skarpur að hann kærir mannúlfana. Það er vel af sér vikið!
En nú verður mér hugsað til allra þeirra heiðarlegu sjómanna sem fá á sig óhreinindi gjörnings kollega í starfsstéttinni.
Geta menn setið undir þeim svívirðingum sem mannúlfarnir ausa á starfsbræður sína til sjós.
Væri ekki alger nauðsyn að sjómenn almennt hreinsi sig af slíkum óþverraskap.
Forfeður mínir voru sjósóknarar og margir þeirra dóu fyrir aldur fram.
Þeirra minning er svert með athæfi mannúlfanna í okkar nútíma.
12.11.2011 | 13:02
Lífið er hafragrautur!
Ég var að lesa blogg um dásemdir hafragrautsins, að neyta matarins með öllum skilningarvitunum, án þess að lesa blöð eða hlusta á útvarp.
Þarna verð ég að játa á mig mistök.
Mér er gjarnt á að lesa og borða samtímis. Veit þó mætavel að þetta er ekki góður siður.
Væri líklega ráð að ég færði þetta til betri vegar, þó ég sé kannski orðin of gamall til að læra nýja siði!
Í gamla daga var á mínu heimili alltaf framreiddur hafragrautur og í hann bætt hveitiklíð, sem átti að bæta meltinguna og var svona framúrstefna þess tíma, að ráði pabba míns.
Seinna á lífsleiðinni fór ég að borða haframjölið ósoðið og þótti það góður matur, íbætt rúsínum og öðru góðgæti.
Í tilefni af þessu bloggi um hafragrautinn þá mundi ég eftir að hafa endurbætt mína útgáfu með því að gera minn eigin korngraut.
Það var gert í kjölfar fyrirlestrar sem ég sat í Norræna húsinu á vegum Heilsuhringsins, sem er félagsskapur um heilbrigðan lífsstíl.
Fyrirlesarinn var nýkomin frá Kína og deildi með okkur Heilsuhrings meðlimum, reynslu sinni af heildarhyggju Kínverja. Í Kína er það talinn góður siður að borða eins heildrænt (kornið allt saman en ekki útvatnað með því að taka bestu hlutana í burtu), eins og kostur er.
Svo mikil áhrif hafði þessi fyrirlestur á mig að ég kom heim alveg uppveðraður og fór að útbúa eins hollan og góðan korngraut, sem mér var framast unnt og útkoman var hrífandi!
Hér er hlekkur á minn endurbætta hafragraut!
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2011 | 13:18
Ég hef fulla samúð með fjölskyldu Ólafs biskups
Mér finnst nauðsynlegt að árétta það enn og aftur, að ég hef einlæga samúð með fjölskyldu Ólafs biskups heitins.
Það er sárt að standa í hennar sporum og þau eiga mína samúð óskipta.
Hins vegar breytir það ekki eðli þessa máls, að maðurinn hefur verið ásakaður af fjölda kvenna, sem ákæra hann fyrir kynferðislega áreytni gegn sér.
Svo að lokum kemur sjálf dóttir hans og segir sína átakanlegu sögu. Segir þá sögu svo heiðarlega og einlægt að hún er eins trúverðugt vitni eins og framast er hægt að hugsa sér.
Getur eitthvert réttarkerfi sniðgengið alla þessa aðila og sagt þá marklausa?
Þegar mál fara fyrir dóm þarf sekt að sannast og það er þrautin þyngri, eins og dæmin sanna.
Þess vegna sleppa margir sekir aðilar, því þeir njóta vafans, sem þeir eiga rétt á.
Í þessu máli nær réttarkerfið ekki niðurstöðu sem er óyggjandi. Við það verðum við að búa.
Þegar við svo veljum okkur þann stað sem við viljum standa á - að vera með eða á móti aðilum málsins og sakargiftum hinna mörgu sem að því koma, þá verður það hjá öllum einungis huglægt og aldrei endanlegt.
Við það verðum við að búa, og þess vegna er rétt að láta hér staðar numið. Alla vega ætla ég að gera það, um leið og ég bið fyrir öllum málsaðilum, því þetta er ein allsherjar sorgarsaga.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 14:33
Davíð Oddsson og eineltið gegn honum
Ég var að lesa grein eftir Guðmund Andra Thorsson "Þau eru davíðistar".
Ágæt grein í sjálfu sér, en frá pólitískum andstæðingi, og sem slíkur er hann ekki óvilhallur dómari.
Það sem fær mig til að koma inn á ritvöllin er einmitt þessi eilífi Davíðs nagbítur.
Þessum blessaða manni eru eignaðir svo margir neikvæðir eiginleikar, sem ég reyndar hef aldrei fengið staðfesta, þó ég sé búin að lifa lengi. Ég lít á þetta Davíðs heilkenni sem einstakt einelti, þeirra manna sem sjá í Davíð afburðamann, sem myndi halda þeim sjálfum frá stjórnartaumunum, ef þeir gerðu hann ekki óskaðlegan með sínum neikvæðu ummælum.
Þetta umtal er af sama meiði og ég nefndi um daginn, þegar mjög pólitísk kona sagði upp úr eins manns hljóði: "Hann Sigmundur Davíð er skítseiði". Þetta sagði hún eingöngu vegna þess að sá öðlingsmaður er í öðrum stjórnmálaflokki, og ekki henni þóknanlegur þetta augnablikið!
Varðandi þann einkarekstur sem Davíð var með til að koma á laggirnar, þarf að hafa í huga að hann ásamt flestum öðrum, reiknaði ekki með því að einkarekstrarfólkið færi að haga sér eins og glæpamenn.
Hann var með í huga hin góðu gildi sem voru ráðandi á fyrri hluta síðustu aldar. Þegar menn voru ennþá jarðbundnir, og kunnu skil og réttu og röngu.
Einkarekstur er auðvitað aðeins réttur á réttum stað. Á öðrum stað er hann ekki ákjósanlegur.
Þessi tilraun með bankanna, fór fram þegar nýr tími var upp runninn.Tími þar sem góð gildi voru ekki metin að verðleikum. Davíð á engan þátt í þeim afglöpum, enda er hann ekki glæpamaður.
Um miðja síðustu öld var starfrækur á mínum heimaslóðum Sparisjóður Hafnarfjarðar og þar voru við stjórnvölin valinkunnir sómamenn.
Slíkum mönnum hefði verið hægt að treysta fyrir því að stjórna banka. Nú eru hins vegar komnir nýjir tímar, þar sem peningagræðgi rís yfir næstum öllum einstaklingum.
Kannski ætti að spyrjast fyrir um hvernig háskólakennslan í viðskipta- og hagfræðigreinum hafi farið fram. Voru engin siðferðisviðmið höfð uppi í kennslunni?
Manni finnst eins og þessi válegi tími, þegar sjálfir Sparisjóðirnir voru komnir í hrægammanna, hafi formlega hafið innreið sína þegar SPRON var hlutafélagavæddur.
Hvernig sem það annars er vaxið, þá er Davíð ekki af þessum meiði. Hann hefur sjálfur í heiðri gömul og heiðarleg gildi og á betra skilið en allt þetta einelti sem á honum dynur daginn út og daginn inn, árum og áratugum saman.
Það er naumast að það er mörgum þyrnir í augum þegar hæfileikamaður er annars vegar.
Þegar það sópar af mönnum, eins og Davíð Oddssyni, þá sprettur upp eineltið í kjölfarið.
Það er eins og mörgum finnist, að þeirra pólitísku hagsmunum sé ógnað, með nærveru hans og hæfileikum.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2011 | 16:23
Lilja Mósesdóttir vill stofna nýjan flokk
Ég var að hlusta á Lilju Mósesdóttur í Silfri Egils.
Hún sagði ýmislegt sem ég var feginn að heyra:
"Gildi Alþýðuflokksins um jöfnuð og réttlæti", "Gildi Sjálfstæðisflokksins um réttlæti þannig að ef einhver verður fyrir áfalli, þá aðstoðum við", Grunngildi Framsóknarflokksins um valddreifingu, líka hvað varðar eignarhald í atvinnurekstri", "Hugtak Vinstri grænna um sjálfbærni og leggja áherslu á að endurmóta efnahagslífið á grundvelli sjálfbærni".
Þetta eru þau grunngildi sem hún vekur máls á. Líklega er stór hluti fólks sammála hennar sýn og því er ekki ólíklegt að álykta að hún fái hljómgrunn með slíkt framboð. Hins vegar er þverskurður þjóðarinnar og mikill meirihluti jafnaðarmenn, vilja jöfnuð og réttlæti, í hvaða flokki sem þeir velja sér og sínu farveg.
Vandinn hjá Lilju er bara sá, að það þarf ekki að steyta nema á einu skeri, t.d. því að hún vill skattleggja sjávarútveginn um aukaskatta og þá fer allt á hvolf.
Sjávarútvegurinn segist ekki vera aflögufær og ekki má brjóta niður megin burðarás þjóðfélagsins.
Auðveldara er að skattleggja þá sem eru smáir og áhrifalausir og jafnvel raddlausir í þokkabót. Þeir munu ekki láta heyra hátt í sér og eru því góð skotmörk stjórnmálamanna.
Þannig hefur það verið í gegnum árin og svo undarlegt sem það er þá versnar það frekar en batnar, þrátt fyrir að alls staðar séu verndarar litla mannsins í áhrifastöðum og ættu að geta bjargað honum frá mestu ágjöfunum.
En við eigum eftir að sjá hvernig hún svarar spurningunni um hvort við eigum að ganga í ESB - hún mun væntanlega segja að þjóðin hafi síðasta orðið. Það vil ég nú rétt vona að verði!
Lilja Mósesdóttir vill að flokkarnir standi við loforð og stefnuskrá.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)