Hafa menn ekki hugsjónir til að styðjast við

Hvernig er hægt að ganga í gegnum lífið án þess að mynda sér skoðun um tilveruna. Setja sér markmið til að keppa að. Móta sér hugsjónir til að standa með.

Ástæða þessara orða er til komin vegna óska kínverjans Nubo til að kaupa stóran landskika af Íslandi.

Þegar svo Ögmundur innanríkisráðherra, góðu heilli, hafnar undanþágubeiðni kínverjans, þá heyrir maður að næstum allt samfylkingarfólk sé miður sín. Hefði viljað fá þessa undanþágu í gegn og að hinn útlendi maður fengi að kaupa þetta víðáttumikla land.

Fólkið sér þá ekki hættumerkin sem hrannast upp, þegar farið er að hugleiða málið.

Vandinn er sá að það vantar hugsjón í fólkið. Það ber ekki nægar taugar til landsins. Er tilbúið til að selja það fyrir baunadisk.

Munið þið eftir frjálshyggjumönnunum sem sagt var að væru tilbúnir að selja ömmu sína ef rétt verð væri í boði.

Ekki þótti það gott, enda komu frjálshyggjumennirnir sjálfir fram, til að segja að þessi saga væri í engu samræmi við þeirra hugmyndafræði og hugsjónir.

Þeir vildu aðeins að hver maður borgaði það sem hann notaði og stæði undir eigin skyldum.

Á þeim bæ var ekki mikill áhugi fyrir samfélagslegum þáttum.

Þetta er allt einhvernveginn svo andlaust, vonlaust og fráhrindandi og hvað um skyldur gagnvart þjóðinni, einstaklingunum og landinu.

Eigum við ekki eitthvað til að deila hvert með öðru.

Erum við ekki Íslendingar, með skyldur til að vernda land og þjóð og skila samfélaginu áfram, helst með meiri og betri gæðum en við fengum það í hendur.

falleg_nattura_og_hreint_loft_2.jpg

 

 

 

 

 

 

Landið er fagurt og frítt og þess virði að því sé skilað til komandi kynslóða með áframhaldandi eignarhaldi íslensku þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband