Færsluflokkur: Heimspeki

Kennsla barna og fullorðinna og hrunið mikla

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Sighvat Björgvinsson fyrrverandi ráðherra "Að fermast upp á Faðirvorið". Sjá greinina hér.

Þessi tímabæra grein fjallar um spurninguna "Hvað þarf til að kenna börnum að lesa", og þar segir Sighvatur að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara.

Það tek ég heilshugar undir!

Ég er einn þeirra, sem lærði að lesa undir handarjaðri Björgvins Sighvatssonar föður Sighvats, og minnist með hlýju þeirrar kennslu sem mér var veitt í Barnaskóla Ísafjarðar.

Frá þeim tíma hef ég getað lesið um allt milli himins og jarðar.

Hins vegar hef ég verið mjög hugsi yfir viðhorfum langskólagenginna viðskipta- og hagfræðimenntaðra manna ásamt mönnum úr fleiri fræðigreinum, sé út í það farið. 

Einhverntíma heyrði ég sagt að siðferðisviðmið ætti ekki heima í viðskiptafræðum! Allt væri þetta svo fastmótað, svona svipað og margföldunartaflan!

Kennarar töldu ekki í sínum verkahring að kenna siðferðisreglur, aðeins að fræða um hinar ýmsu leiðir til að verða fær í viðskiptum.

Með þannig hugsunarhátt fór fólk út í lífið eftir langa skólagöngu. Þá var undir hælin lagt hvort viðkomandi fræðimaður myndi þróast til betri eða verri vegar. Hvort menn yrðu landi og þjóð og sjálfum sér til heilla á alla lund.

Við erum nú orðin töluvert reyndari í þessum efnum eftir hrunið og efnahags æfintýrin sem reyndust engin heillaspor. Þar voru fræðimenn úr þessum geira sem spiluðu stórt hlutverk.

Það sem við getum alla vega lært af hruninu er það, að fræðimennska ein og sér skilar okkur engum happafeng ef siðferðisviðmið eru ekki fullburða í viðkomandi fólki.


Lífsreglur sem við getum haft gagn af!

Mér berast oft gagnlegar upplýsingar og nú vil ég deila því með ykkur sem rak á fjörur mínar í dag.
          
Heilbrigði:
  

1. Drekktu mikið vatn.
2. Borðaðu morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins og kvöldmat eins og fátæklingur.
3. Borðaðu meira af mat sem vex á trjám og plöntum og minna af þeim sem framleiddur er í verksmiðjum.
4. Taktu mið af þremum L-um: Lífskrafti, Lífsgleði, Lífsfærni (að geta sett sig í annarra spor). 

5. Taktu frá tíma til að iðka hugleiðslu, hreyfingu og bænir.
6. Eigðu glaðar stundir.
7. Lestu fleiri bækur en síðasta ár.
8. Vertu í hvíld og friðsemd minnst 10 mínútur á dag.
9. Sofðu í 7 tíma (eða lengur).
10. Farðu í 10 - 30 mínútna göngutúr á hverjum degi... og meðan á göngu stendur - brostu              

Íhugaðu eftirfarandi:

11. Ekki líkja lífi þínu við líf annarra. Þú veist enganveginn hvað þeirra ferð útheimtir.
12. Gæt þess að hafna neikvæðum hugsunum. Veldu heldur að vera jákvæður.
13. Ekki yfirkeyra þig. Hafðu gát á takmörkunum þínum.
14. Taktu þig ekki allt of hátíðlega, það gerir engin annar.
15. Ekki eyða tíma þínum í munnmælasögur eða slúður.
16. Lát þig dreyma meðan þú vakir, því það gerir þig frjóan.
17. Öfund er tímaþjófur. Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.
18. Ekki halda upp á vandamál fortíðarinnar. Ekki minna félaga þinn um hans feilspor. Það myndi einungis eyðileggja hamingju dagsins í dag.
19. Lífið er of stutt til að hata. Ekki hata nokkurn mann.
20. Stofnaðu til friðar við fortíðina, svo þú fáir notið núverandi stundar.
21. Það ber enginn ábyrgð á hamingju þinni, nema þú sjálfur!
22. Lífið er skóli og þú ert hér til að læra. Vandamálin eru aðeins viðfangsefni sem á að leysa. Árangur viðleitni þinnar er þinn ávinningur sem endast mun alla ævi.
23. Brostu meira og vertu glaður.
24. Þú þarft ekki að vinna hverja baráttu. Vertu heldur sammála um að vera ósammála. Haltu friðinn.
                                                                                                                                               
Fjölskyldan og þjóðin:
                                                                          

25. Hringu oftar til ættingja þinna.
26. Mundu að gera öðrum gott.
27. Fyrirgefðu fólki allt sem ber á milli.
28. Veittu þeim tíma þinn sem eru orðnir 70 ára eða meira og þeirra sem eru minna en 6 ára.
29. Reyndu að fá minnst þrjár manneskjur til að brosa á hverjum degi.

30. Það sem aðrir hugsa um þig er ekki þitt vandamál.
31. Atvinna þín gætir þín ekki þegar þú veikist, en vinir þínir munu halda sambandi við þig.                                                                           

Lífið:
                                                                          

32. Gerðu það sem rétt er!
33. Slepptu því sem er þér ekki til bóta eða gleði.
34. Guð heilar allt.
35. Það er sama hvort augnablikið er gott eða slæmt, það mun örugglega breytast.
36. Það er aukaatriði hvernig þér líður, þú skalt alltaf fara á fætur og ganga út í daginn.
37. Hið besta mögulega er enn ekki komið.
38. Þegar þú vaknar á morgnanna, þakkaðu þá Guði fyrir og einnig þegar þú ferð að sofa á kvöldin.
39. Þú ert glaður hið innra og sýndu það ávallt með brosi þínu.

 


Pútín vill að hver nemandi lesi 100 bækur

Ég var að enda við að lesa frétt í Sunnudags Mogga og að lestri loknum var ég mjög hrifinn af þessari uppástungu herra Pútíns.

Það sem þó kom mér til að vekja máls á þessu, var það að blaðamaðurinn Alexander Nasarjan að nafni þótti þessi tillaga hrollvekjandi, hvorki meira né minna.

Mér þykir miklu fremur að það væri þroskandi fyrir nemendur að lesa einhverjar góðar bókmenntir sér til fróðleiks og vaxtar,

Tillagan er aldeilis eftirtektarverð, þó svo vilji til að herra Pútín sé tillögusmiðurinn. Sérstaklega á okkar tímum þegar ungviðið (og hið eldra einnig) situr yfir tölvum og öðrum rafrænum tólum, og gefur sér engan tíma fyrir bókarlestur.

Þann fyrirvara vil ég auðvitað hafa, að ekki sé um að ræða einhver áróðursrit, heldur sé hér um að ræða uppbyggjandi og alþjóðlega viðurkenndar bókmenntir, sem segja má að séu vel metnar sem slíkar.

Hér má lesa greinina.


"Ekkert hefur breyst", segir saksóknari alþingis

Jú, það hefur átt sér stað veigamikil breyting frá því að ákært var.

Alþingismenn sem áður vildu ákæra Geir Haarde voru 33 gegn 30

Nú hafa nógu margir þessara manna skipt um skoðun og telja að ekki skuli ákæra hann.

Meirihlutinn er því fallinn og ákæruaðilar eru komnir í minnihluta.

Þetta er hinn veigamikla breyting sem nægir til að vísa málinu frá.

geir_haarde_2-_1115874.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er tími til kominn að hætta þessum pólitíska leik og sýkna Geir

 


Stjórnmálamenningin á sér von!

Frávísunartillagan var felld og í framhaldi af því er komin upp ný staða.

Staðan er sú að stjórnmálamenningin geti færst til betri vegar.

Það er alltaf verið að tala um að gera upp hrunið, að læra af hruninu. Já, ég tek heilshugar undið það, við viljum sem flest læra af hruninu. Eitt af því sem mestu skiptir og gæti verið fyrsti lærdómurinn um hrunið, er sá að við eigum að vera sáttfúsari og samvinnufúsari. Reyna að vinna sem mest þvert á flokka og sjónarmiða og reyna að fá það besta út úr hverri uppbyggjandi stjórnmálaskoðun.

Það sem líka má læra af hruninu er að hætta þessum skotgrafarhernaði og hefndarþorsta og að hætta því að ætla þeim sem eru með aðrar pólitískar áherslur, um að styðjast við illar hvatir.

Þetta á við um allt pólitíska sviðið.

Ég vil sérstaklega þakka þeim stjórnmálamönnum, sem koma frá VinstriGrænum og hafa lagt það á sig að skipta um skoðun og þannig baka sér óvild sinna pólitísku félaga. Til þess þarf sterkan persónuleika.

Ég vil taka fram að með þessum orðum þá gleymi ég ekki þeim sem sýndu stórhug og komu frá öðrum flokkum.

VG hafa þá sérstöðu, að hafa ekki verið ráðandi við stjórn landsins, meðan þessi græðgisvæðing var að festa rætur og gera hér allt vitlaust. Þess vegna lít ég til þeirra með von um að þar séu fræ hinnar nýju hugsunar, sem gætu hjálpað landi okkar að komast á fæturna aftur og koma með ný vinnubrögð með sér. Þá má segja að þjóðin og stjórnmálaflokkarnir hafi lært eitthvað jákvætt af hruninu og nú hafi verið sleginn nýr tónn.

Ef svo fer þá er þetta stór stund!


Árni Páll Árnason vill meira samráð

Ég þakka Árna og ber á hann lof fyrir nálgun sína um bætt stjórnmál, en þess er mikil þörf.

Hef lengi verið að bíða eftir að samræðustjórnmál yrðu iðkuð af alvöru og einlægni.

Mér finnst frú Jóhanna forsætisráðherra vera dæmigerður harðlínu stjórnmálamaður og ekki manneskja málamiðlunar og friðsamlegrar þróunar, enda liggja hennar rætur meira en 30 ár aftur í tímann.

Er þá ekki einmitt komin tími til að breyta áherslum og fá nýtt fólk til að stjórna Samfylkingunni, en hún hefur verið sá flokkur sem harðast hefur gengið fram með átakastjórnmál.

 arni_pall-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bind vonir við að Árni Páll innleiði hér samræðustjórnmál þvert á flokka


Ef Ingibjörg Sólrún hefði verið forsætisráðherra?

Þessu var ég að velta fyrir mér í nótt, þegar ég lá andvaka og gat ekki sofið vegna þessa ótrúlega landsdómsmáls.

Hvernig myndi Samfylkingarfólk tala ef sú væri raunin?

Líklega væri fólkið laust við það helsi, að þurfa yfirleitt að tjá sig um rétt og rangt við þær aðstæður, vegna þess að þá væri væntanlega enginn fyrir dómi, hvort eð er!

Nú bið ég alþingismenn að draga djúpt andann og reyna að meta málið á ný.

Þá verður þeim ljóst að þessi skrípaleikur má ekki halda áfram. Nú er mál að linni.

Vaknið upp alþingismenn! Komið út úr dáleiðsluástandinu og lítið í kringum ykkur. Þið eruð ekki með sjálfum ykkur ef þið rækið ekki skyldur við réttlætið.

Til einskis er að metast um pólitískar stefnur og hafa ekki réttlæti með í för?

Og það er til einskis barist fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er, ef ekki er hugsað skírt og verið í þessu pólitíska starfi með allra heill fyrir augum.

 ingibjorg_solrun-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingibjörg Sólrún - hvað ef hún hefði verið forsætisráðherra?


Landsdómsmálið gegn Geir Haarde er farsi

Því fyrr sem bráir af pólitískum andstæðingum Geirs, því betra fyrir stjórnmálalífið í landinu og fyrir ríkiskassann og Geir sjálfan.

Þetta er með öllu forkastanlegt að setja á stofn þetta batterí allt saman, til að reka mál sem varðar eðlilegt stjórnmálalíf í landinu, án þess að um afbrot sé að ræða.

Eru menn svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki kjarnan frá hisminu?

Hvenær myndi svona ráðslag svara fyrir sig með svipuðum gerningum gagnvart enn öðru fólki.

Væri ekki af nógu að taka gagnvart núverandi ráðamönnum þessa lands, til að efna til málaferla gegn þeim.

Sjá menn ekki út í hvaða fen er komið með þessu hrópandi leikriti, þar sem saklausir eru teknir til dóms, en sekari menn sleppa við allt ónæði.

Leysið málið úr þessum álögum og leysið Geir úr höndum dómsins og þið verðið menn að meiri.


Er það ekki framtíðarfyrirkomulagið ? - Enginn meirihluti

Það má vel hugsa sér að það sé framtíðarfyrirkomulagið að hafa engan meirihluta.

Hvert mál sem sett er fram fær sína umfjöllum og menn koma sér saman um góða niðurstöðu.

Þeir sem hafa unnið í stjórnmálum ættu að vita þetta betur en ég.

Hvað um það, í fljótu bragði finnst mér það alveg koma til greina að hafa svona fyrirkomulag, einskonar þjóðstjórn í bæjarfélaginu!

Gæti verið minna um plott og baktjaldamakk.

Allt uppi á borðinu, eins og menn segja gjarnan, þegar þeir vilja vera málefnalegir!

 


mbl.is Óformlegar viðræður í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur Jónasson - ég tek ofan fyrir þér!

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og ráðherra, ég tek ofan fyrir þér!

Það er ekki algengt að menn komi svona heiðarlega fram og með svona mikilli einlægni, eins og Ögmundur gerir.

Hér tala ég ekki einungis í sambandi við mál Geirs Haarde, en Ögmundur skrifar einmitt grein í Morgunblaðið í dag sem sjá má hér, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ ástæðu til að hæla Ögmundi.

Það gerði ég í eftirfarandi færslum:

02.07.2011 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gleður mig

31.08.2011 Ögmundur innanríkisráðherra í kastljósinu

25.11.2011 Ögmundur Jónasson - ég þakka staðfestu þína

26.11.2011 Hafa menn ekki hugsjónir til að styðjast við

21.12.2011 Ráðherrar sem njóta trausts

Eins og þessi listi ber með sér, þá hef ég oft talið vera ástæðu til að hæla þessum sérstaka ráðherra, og nú í dag er mér gefið ánægjulegt tilefni til að bera lof á manninn.

ogmundur-jonasson-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið er það gleðilegt að fá tækifæri til að bera lof á ráðherra, sem er í senn einlægur og hefur hugsjónir í ofanálag!  


mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband