Færsluflokkur: Heimspeki

Þeir sem ganga í ESB fá aldrei að fara út!

Þessi yfirlýsing Angelu Merkel er algjör sprengja og stórfrétt sem skiptir miklu meira máli en mætti halda, við fyrstu sýn.

Íslendingar geta þá aldrei látið sér til hugar koma að gerast meðlimir upp á þau býti. 

Ekki vilja landsmenn að þeir eigi ekki kost á að endurskoða aðild sína ef svo gæti staðið á.

Það má hreinlega aldrei verða að dyrnar séu ekki hreyfanlegar í báðar áttir.

Ekki vill maður eiga heima þar sem dyrnar eru læstar og aldrei hægt að komast út, eftir að inn er komið.


mbl.is Merkel: „Stórslys“ að sleppa Grikkjum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisgildin, hver eru þau?

Samkvæmt mínum skilningi er rétt breytni aðalatriði og hana ber að halda í heiðri við allar aðstæður.

Þegar Jesús kom að hórseku konunni sem mannfjöldinn vildi grýta, þá hafði hann hugrekki til að kynna nýjan sið: "Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".

Þetta var í augum manna algjör dauðasynd, að falla frá venjum og skyldum samtímans og boða fyrirgefningu.

Allar þær mannasetningar sem síðar hafa komið fram, munu ekki geta tekið þessa úr gildi, að fyrirgefa og sýna skilning þegar mannkynið villist af leið.

"Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra".

Einmitt í dag Páskadag erum við minnt rækilega á boðskap meistarans.


mbl.is Siðferðisgildin ekki horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á tíma páskaeggjanna

Það er eiginlega merkilegt að nú á tíma páskaeggja og hátíðarrétta, þá innbyrði ég meira af vítamínum en nokkru sinni fyrr.

Er þó að verða 76 ára gamall!

Ástæðan er sú að ég nota mikið frábært verkfæri sem er kallaður blandari eða mixari.

Með þessu undratæki er hægt að kurla saman alls kyns ofurefnum og hjá mér er það eftirfarandi: Spínat - Engiferrót - Rauðrófur - gulrætur - blómkál o.fl.

Saman er þetta þrungið lífi og vítamínum sem maður hefur ákaflega gott af.

Eins og komið hefur fram áður er ég hættur að nota sælgæti. Sá einn daginn að nú væri komið nóg eftir áratuga neyslu á samþjöppuðum sykri.

Á mínum aldri eru margir búnir að ávinna sér sykursýki, eftir hömlulausa neyslu gegnum mörg ár.

Ég er ekki líklegur til að detta í þá gildru héðan af.

paskaegg-.jpg     hraefni_tilreitt-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Páskaegg fyrir tvo                                 Grænmeti í blandarann í tvö glös


Mér er ekki sama hvað verður um þessa þjóð

Svo margt gott býr með þjóðinni minni og mig langar til að sjá það þroskast meira og meira.

Í dag var ég að rekast á frábært myndband líklega tekið um 1940 þar sem blökkumenn í USA lýsa frábærlega hvað það hefur að segja, að vera ekki sama, eða eins og það útleggst á ensku: "If I Didn´t Care".

Smellið hér og sjáið og heyrið þetta fallega lag og frábæra túlkun listamannanna.

Látið það seytla inn í hjartarætur, því engum á að vera sama - um þig!


Fjölbreytt kynþáttaflóra er fræðandi og lærdómsrík

Að dvelja með ólíkum kynþáttum, sem geta lifað í friði og sátt, er lærdómsríkt og uppbyggjandi fyrir alla hlutaðeigandi.

Mikið er það sorglegt allt það sem rekur fólk í burtu hvert frá öðru. Hitt ætti að vera nær, að mismunandi hæfileikar kynþáttanna fengju að njóta sín í leik og samstarfi.

Þetta fór ég að hugsa um þegar í sjónvarpinu var myndskeið út íslenskum leikskóla, þar sem börnin voru af ýmsum kynþáttum og allt fór fram með friði og spekt.

Fyrir börnin er það náttúrulegt ástand að meta hvern og einn án þess að þröngsýni og hleypidómar ráði yfir sálinni.

Hleypidómarnir verða ekki til fyrr en fólk hefur "fullorðnast", sem í sjálfu sér er nokkuð þversagnarkennt.

kynthaettir2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Blessuð börnin sem erfa jörðina

kynthaettir-.jpg

 

 

 

 

 

 

 Börnin verða að fullorðnu fólki!


Þingmaður ESB segir fiskveiðarnar ekki þurfa að vera hindrun

Það er auðvitað gott og blessað, en meinið er, að það ætti fyrst að kanna annað atriði, sem er líklegra til að vera hindrun.

Það er sjálf aðlögunin.

Það hefur alveg gleymst að byrja á fyrstu spurningunni, hvort við viljum ganga í ESB.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu misseri þá er meirihluti landsmanna mótfallinn aðild að ESB og þá er ekki spurt um önnur minniháttar atriði, þó þau gætu verið stór, ef áhugi fyrir aðild væri mikil.

Það er því sjálfhætt að leggja meiri vinnu í aðlögunarferlið því ekki er meiningin að nýta sér það á þessu stigi málsins.

Hér má lesa fréttina sem vísað er til.

 


Stjórnmálaöfl sem hafa ekki samúð með atvinnulífinu?

Getur það verið að við búum nú við stjórnmálaöfl sem ekki hafa samúð eða skilning á atvinnulífinu?

Að það sé sérstök hugsjón að allt sé rekið með tapi og þá helst á vegum ríkisins?

Þetta kemur upp í hugann þegar fylgst er með umræðunni um kvótafrumvarpið.

Fyrir nokkrum áratugum voru hér reknar bæjarútgerðir.

Í Hafnarfirði minnist ég þess að mikill styrr var í bæjarstjórninni þegar þurfti að greiða stórfé með útgerðinni sem bærinn rak í bænum.

Er það ákjósanlegt að fá aftur þannig fyrirkomulag?


Hin hreina orka er fundinn!

Í dag barst mér stórkostlegt myndband, þar sem hrein orka frá Bloom Energy er kynnt.

Formúlan er sú að sandur er settur í fast form, nánar tiltekið í harða plötu Við þekkjum hliðstæðu úr venjulegum rafgeymi, nema þar er notast við dýrindis málma. Sandur er óþrjótandi, en það er takmark á blýi hins vegar, sem er þungamiðjan í rafgeymum.

bloom-energy-how-.jpg

 

 

 

 

 

 

Skýringarmynd: Rafskautasmiðja, saltplata, bakskaut

bloom_box--.jpg

 

 

 

 

Þetta er BloomEnergy rafstöð sem þjónar eBay samsteypunni
og hefur sparað fyrirtækinu ómældar milljónir.

Hér má sjá þetta merkilega myndband. 


Við finnum ekkert nema við leitum

Við leitum ekkert nema að hafa einhverja trú, eða í það minnsta einhverja forvitni, sem rekur okkur áfram:

1. Í leit að lífi á öðrum hnöttum.

2. Í leit að lífi eftir þetta líf.

3. Í leit að eilífri æsku.

4. Í leit að hinni einu sönnu hamingju.

5. Í leit að sannleika og innsta kjarna hlutanna.

6. Í leit að hinni einu sönnu stjórnmálastefnu.

7. Í leit að endalausu jarðnesku lífi.

Það sem talið er upp hér að framan, er allt saman utan seilingar mannsins.

Þó er á öllum tímum verið að stefna að því að nálgast eitthvað af þessu.

Draumurinn um að geta talað við mömmu þó hún búi óralangt í burtu, hefur nú þegar ræst hjá mér.

Mamma mín býr í Danmörku og ég er alltaf jafn hissa þegar hún kemur í símann og segir við mig: "Sæll elsku drengurinn minn". Nú er ég ekki hissa vegna þess að hún er í talfæri, heldur hinu að hún skuli enn vera jarðarbúi og orðin 95 ára gömul!

Nánari hugleiðingar um markmiðin:

1. Ég læt stjörnufræðingum eftir að sýsla við þetta viðfansefni. Segi þó aðeins að þeir stjörnufræðingar sem segjast ekki leggja sig niður við að skoða UFO viðfangsefni, séu ekki líklegir til að finna neitt markvert yfirleitt, því eins og áður segir þá finnum við ekkert nema að leita.

2. Leit af lífi eftir þetta er líka þolinmæðisvinna. Reyndar vinna sem fer fram í hinum fíngerðari líkama okkar, þar sem við látum hinn jarðneska líkama hvíla í ró á meðan við leitum lengra inn í andlega heiminn. Þar á við hið sama að ekkert finnst nema við leitum. Við leitum ekkert ef við höfum ekki trú.

3. Eilíf æska er spennandi viðfangsefni. Nú eru mörg ráð á ferðinni til að efla heilsuna og halda í æskuna, en það er fyrsta skrefið til að höndla eilífa æsku.

4. Hin eina sanna hamingja er innan seilingar ef við gerum okkur far um að umgangast og umvefja þessa sýn með hreinleika hjartans og trú á að það sé mögulegt að höndla hamingjuna og viðhalda henni.

5. Í leit að sannleikanum krefst opins huga, einlægni, ómældrar þolinmæði og hugrekki.

6. Til að sjá stjórnmálaheiminn réttum augum, þá þarf að skilja mannlegt eðli. Allir hópar sem myndast utan um hugsjónir gera það í bestu meiningu. Allar hugsjónir eiga í sér hluta af sannleika tilverunnar. Það getur því ekki verið þannig að einn flokkur sé eigandi hinnar einu sönnu góðu stefnu. Enda sé ég hjá öllum flokkum samnefnara og gildi sem tilheyrir öllu mannkyninu. Þar má tilnefna tjáningar- og athafnafrelsi, jafnræði allra til lífsins gæða og svo má áfram telja.

7. Ef einhver vill lifa endalausu jarðnesku lífi, þá ætti hann að hugsa til Methúsalems sem talið er að hafi lifað í mörg hundruð ár. En hvað þá með samneytið við sína kæru vini og ættingja sem ekki geta fylgt okkur eftir með því að lifa svona lengi. Getur það verið að það sé ekki eftirsóknarvert að vera hér á jörðinni þegar allir ættingjar og samferðarmenn, svo ekki séu nefndir makar og börn, eru farin á vit feðranna? Líklega er það betra að falla í hvíld og koma svo aftur endurborinn, með meiri þroska í farteskinu og færari um að koma jarðarbúum áleiðis til fíngerðara og fegurra lífs.

Hvað finnst ykkur - hvaða drauma berið þið með ykkur inn í framtíðina ?

 


Bandaríkjaforsetar leituðu eftir þjónustu sjáenda

Ég var að horfa á áhugaverða kvikmynd um sögu Bandaríkjaforseta frá fyrstu tíð og merkustu sjáendur Bandaríkjanna. Hvernig þeir komu við sögu hjá þessum æðstu stjórnendum jarðarinnar.

Forsetar Bandaríkjanna sitja valdamesta embætti heims. Þeir eru því undir ofurmannlegri pressu.

Þeir þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir sem varða flesta jarðarbúa.

Þessir menn hafa notfært sér gáfur sjáenda. Sá sem er talinn fremstur slíkra manna á síðustu öld var Edgar Cayce (1877-1945).

Hann kom við sögu hjá forsetum fyrir síðustu heimsstyrjöld og mjög mikið hjá Franklin D. Roosevelt.

Eftir hans daga, var það Jeane Dixon (1918-1997) sem var sjáandi hjá síðari forsetum og sérstaklega hjá Ronald Reagan.

Þessa áhugaverðu frásögn er þess virði að horfa á.

Hér er hægt að sjá þessa athyglisverðu kvikmynd.

edgar_cayce_a-_jpeg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edgar Cayce merkasti sjáandi Bandaríkjanna

jean_dixon_sjaandi-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jeane Dixon mjög athyglisverður sjáandi sem þjónaði Bandaríkjaforsetum og fleiru frægu fólki.              


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband