17.1.2012 | 10:21
Ögmundur Jónasson - ég tek ofan fyrir þér!
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og ráðherra, ég tek ofan fyrir þér!
Það er ekki algengt að menn komi svona heiðarlega fram og með svona mikilli einlægni, eins og Ögmundur gerir.
Hér tala ég ekki einungis í sambandi við mál Geirs Haarde, en Ögmundur skrifar einmitt grein í Morgunblaðið í dag sem sjá má hér, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ ástæðu til að hæla Ögmundi.
Það gerði ég í eftirfarandi færslum:
02.07.2011 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gleður mig
31.08.2011 Ögmundur innanríkisráðherra í kastljósinu
25.11.2011 Ögmundur Jónasson - ég þakka staðfestu þína
26.11.2011 Hafa menn ekki hugsjónir til að styðjast við
21.12.2011 Ráðherrar sem njóta trausts
Eins og þessi listi ber með sér, þá hef ég oft talið vera ástæðu til að hæla þessum sérstaka ráðherra, og nú í dag er mér gefið ánægjulegt tilefni til að bera lof á manninn.
Mikið er það gleðilegt að fá tækifæri til að bera lof á ráðherra, sem er í senn einlægur og hefur hugsjónir í ofanálag!
Rangt að ákæra Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.